Norðurþing

Fréttamynd

Mikið rennsli í ám landsins

Vegna mikils vatnselgs og leysingar varð að loka við Dettifoss í morgun um óákveðinn tíma og er því Dettifossvegur lokaður þar til talið verður óhætt að hleypa fólki inn á svæðið. Þá er mjög mikið rennsli í flestum ám á landinu vegna hlýinda og leysinga. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir mikilvægt að ferðamenn sýni aðgát í nágrenni við þær.

Innlent
Fréttamynd

Of snemmt að segja hvort jarðskjálftahrinan sé í rénun

Jarðskjálfti af stærðinni þrír komma þrír mældist um þrettán kílómetra norð-norðaustur af Grímsey rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Skjálftavirkni við Kópasker hefur dregist saman, en áfram mælast smáskjálftar á upptakasvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Jarðskjálftahrina í Öxarfirði

Jarðskjáftahrina hefur staðið yfir í Öxarfirði síðan síðastliðinn laugardag en flestir skjálftarnir hafa átt sér stað um sex kílómetra suðvestur af Kópaskeri.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast tíðari moksturs á Dettifossvegi

Stjórn Markaðstofu Norðurland segir að þjónusta Vegagerðarinnar við Dettifossveg að vetrarlagi sé óásættanleg. Ekki sé boðlegt að vegurinn að einni helsti náttúruperlu landsins sé aðeins mokaður tvisvar sinnum á ári að vetrarlagi

Innlent
Fréttamynd

Tveir starfsmenn PCC á Bakka í farbann

Tveir erlendir starfsmenn kísilvers PCC á Bakka við Húsavík voru í gærkvöldi úrskurðaðir í allt að þriggja mánaða farbann, í héraðsdómi Norðurlands eystra.

Innlent
Fréttamynd

Rekstur Bakkaganga í uppnámi

Enginn vill sjá um rekstur jarðganga í gegnum Húsavíkurhöfða. Hvorki Vegagerðin né sveitarfélagið telja göngin á sínum vegum.

Innlent