Innlent

Allir starfs­menn HSN á Húsa­vík lausir úr sótt­kví

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík. Vísir

Allir sem huguðu að ástralska ferðamanninum sem lést á Húsavík eru lausir úr sóttkví frá og með deginum í dag. Enginn þeirra smitaðist af kórónuveirunni. RÚV greindi fyrst frá en Jón Helgi Björnsson, forstjóri HSN, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu og segir niðurstöðuna afskaplega ánægjulega.

Alls voru tuttugu og þrír settir í sóttkví fyrir hálfum mánuði vegna ferðamannsins, sem lést af völdum kórónuveirunnar. Um var að ræða heilbrigðisstarfsfólk og lögreglumenn, sem ýmist vörðu sóttkvínni á hóteli á Húsavík eða heima hjá sér.

„Varðandi þessi viðbrögð hér á Húsavík, þegar menn áttuðu sig á því að þessir einstaklingar gætu hugsanlega verið með Covid þá brugðu menn á það ráð að sótthreinsa allt vel. Þannig að kannski hafa þessi viðbrögð bjargað fólki frá því að smitast,“ segir Jón Helgi.


Tengdar fréttir

Býst við því að einhver starfsmanna hafi smitast

Forstjóri Heilbrigðisstofnun Norðurlands segir atvik þar sem maður smitaður af kórónuveirunni lést á sjúkrahúsinu á Húsavík sýna í hvaða hættu starfsfólk heilbrigðisstofnana er í faraldri sem þessum. Hann telur talsverðar líkur á að starfsfólk sitt hafi smitast en um fimmtungur þeirra er í sóttkví.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×