Reykjavík

Fréttamynd

Geirfuglinn kominn á sinn stað

Listaverkið Geirfugl eftir Ólöfu Nordal er aftur komið á sinn stall eftir að hafa fallið niður við högg í mikilli ísingu í vetur.

Menning
Fréttamynd

Seldu upp Eld­borg á hálf­tíma

Vinirnir og grínistarnir Tinna, Tryggvi og Ingó seldu 1.600 miða á sýningu sína í Eldborgarsal Hörpu á einungis þrjátíu og fimm mínútum. Um er að ræða viðburð sem er svokallað „lifandi hlaðvarp“ en þríeykið stýrir saman geysivinsælu hlaðvarpi.

Lífið
Fréttamynd

Dagur og Trudeau biðla til Taylor Swift

Tónlistarkonan Taylor Swift hefur að undanförnu verið á gífurlega vinsælu tónleikaferðalagi í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði tilkynnti Swift að stefna ferðalagsins væri sett út um allan heim en þó ekki til Íslands. Borgarstjóri Reykjavíkur hefur lagt sitt af mörkum í að sannfæra stjörnuna um að gera sér ferð til höfuðborgar Íslands.

Tónlist
Fréttamynd

Sást í „púka“ hlaupa í burtu frá brennandi trampo­líni

Kveikt var í trampo­líni á skóla­lóð Rima­skóla síðustu helgi. Um var að ræða nýtt trampo­lín sem er ó­nýtt eftir verknaðinn. Aðal­varð­stjóri segir sjónar­votta hafa séð ung­linga á hlaupum frá vett­vangi. Í­búar í Rima­hverfi í­huga að koma á lag­girnar ná­granna­vörslu.

Innlent
Fréttamynd

Bjór á tilboði á tvö þúsund krónur

Íbúum Hlíðahverfis brá í brún við að sjá nýjan verðlista hverfisbarsins. Nú kostar bjórinn þar hvorki meira né minna en tvö þúsund og fimmhundruð krónur. Tvö þúsund á tilboði frá klukkan fimm til níu, þá er sælustund (e. happy hour).

Neytendur
Fréttamynd

Deili­skipu­lag Nýja Skerja­fjarðar er mögu­lega lög­brot

Núverandi borgarstjórnarmeirihluti samþykkti nýtt deiliskipulag í Skerjafirði fyrir stuttu eins og nú ætti að vera alkunnugt. Eins og oft áður vinnur meirihlutinn bæði á rangan hátt og illa.Forsendur þess að deiliskipulagið var samþykkt eru að hluta til rangar. Þar koma nokkur atriði til.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil breyting á gjaldskyldu í haust

Mikil breyting verður á gjaldskyldu á bílastæðum miðborgarinnar í haust þegar gjalddtaka verður tekinn upp á sunnudögum og til klukkan níu á kvöldin alla daga. Einnig er brugðist við því hversu margir leggja lengi í stæðunum með því setja hámark á tímalengdina og hækka tímagjaldið.

Innlent
Fréttamynd

Munur á veltunni þegar fólk getur sleikt sólina

Veitingastjóri í miðbænum segir að það hafi verið nóg að gera í miðbænum í sólinni í dag. Hann segir að mikill munur sé á veltunni þegar hægt er að geta bætt við tugum borða utandyra sem séu full allan daginn.

Innlent
Fréttamynd

Tjarnar­bíó bjargað

Ríkið mun í sam­starfi við Reykja­víkur­borg leita leiða til að tryggja rekstur Tjarnarbíós og verður leikhúsinu því ekki lokað í haust. Leik­hús­stýra segist anda léttar.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert mál að flokka rusl í Reykja­vík

Í janúar sl. tóku í gildi lög um hringrásarhagkerfi og þannig varð skylt að flokka heimilisúrgang í fjóra flokka undir húsvegg. Um er að ræða umfangsmikið verkefni bæði fyrir Reykjavíkurborg en líka fyrir okkur neytendur að breyta venjum okkar og vinnulagi.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­kvæmdum í Selja­hverfi verði lokið um mitt næsta ár

Grjót­haugur í Selja­hverfi ætti að minnka á næstu vikum. Verk­taki hefur lagt inn um­sókn um flýti­með­ferð hjá byggingar­full­trúa til þess að geta hafið jarð­vegs­skipti sem fyrst. Þá verður í­búum boðinn glugga­þvottur að verki loknu en búist er við að fram­kvæmdum ljúki um mitt næsta ár.

Innlent
Fréttamynd

Nafn mannsins sem lést á Lúx

Maðurinn sem lést eftir líkamsárás á skemmtistaðnum Lúx á dögunum hét Karolis Zelenkauskas og var 25 ára gamall litáískur ríkisborgari, sem búsettur hafði verið hér á landi um nokkurra mánaða skeið.

Innlent
Fréttamynd

Borgin riftir samningi um uppbyggingu 176 íbúða

Reykjavíkurborg hefur rift samningi sínum við Vesturbugt ehf. um uppbyggingu í Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík. Reykjavíkurborg ber fyrir sig vanefndir vegna tafa en Vesturbugt ehf. telur riftunina ólögmæta, meðal annars vegna þess að deiliskipulag fyrir svæðið hefur ekki enn verið samþykkt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heimtaði Oxycontin en fékk átta mánuði

Karlmaður á fertugsaldri var í vikunni dæmdur fyrir fjöldan allan af hegningarlagabrotum og dæmdur til átta mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Meðal brota hans var vopnað rán í apóteki í Reykjavík. Hann hafði heimtað ópíóíðalyfið Oxycontin af starfsmönnum þess og hótað að sækja hníf fengi hann það ekki. Þegar starfsmenn neituðu að verða við ósk hans lét hann af hótuninni verða.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í Gyðufelli

Eldur kviknaði í geymslu í kjallara íbúðablokkar í Gyðufelli í Fellahverfi Reykjavíkur í dag. Tilkynning barst um eldinn um klukkan 15:30 og gekk slökkviliði greiðlega að ná tökum á eldsvoðanum. 

Innlent
Fréttamynd

Barði konu með eldhúsrúllustandi og bar fyrir sig neyðarvörn

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás gegn konu sem gisti á heimili hans eftir sambandsslit hennar. Sló maðurinn konuna nokkrum sinnum í bakið með eldhúsrúllustandi en ekki var fallist á málsvörn hans um neyðarvörn. 

Innlent