Reykjavík

Fréttamynd

Sá bíl­lyklana sína á Vísi og fann loksins bílinn

Björn Sigurðs­son, hlað­maður hjá Icelandair, fann bílinn sinn í dag við Víði­mel í vestur­bæ Reykja­víkur eftir rúma fjögurra vikna leit. Honum var stolið af starfs­manna­plani á Reykja­víkur­flug­velli í upp­hafi mánaðar en inn­brots­þjófurinn tjónaði bílinn með því að keyra aftan á annan á Sæ­brautinni og stinga af.

Innlent
Fréttamynd

Ekki nóg að bæta bara strætó

Framkvæmdastjóri félags sem stofnað var utan um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins segir það fullreynt að efla strætó án þess að byggja borgarlínu líkt og þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. Eðlilegt sé að uppfæra sáttmálann nú þegar fjögur ár eru síðan skrifað var undir hann. 

Innlent
Fréttamynd

Steypan í mörgum skólum varla gerð til að halda vatni

Í Vörðuskóla við Barónstíg í Reykjavík standa nú yfir tilraunir þar sem rannsakað er hvað þarf nákvæmlega að gera til að koma í veg fyrir myglu sem hefur komið upp víða. Framkvæmdastjóri viðhalds hjá Reykjavíkurborg segir enn fleiri skóla þurfa að búa sig undir það sama á næstu árum.

Innlent
Fréttamynd

„Orðinn of stór fíll til að borða í einum bita“

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, segir að búið sé flækja allt sem við kemur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og að nauðsynlegt sé að finna lausnir til að hægt sé að koma framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu af stað sem fyrst. „Við höfum gert þetta svo erfitt og of flókið að þetta er orðinn of stór fíll til að borða í einum bita.“

Innlent
Fréttamynd

Öryggi fólks hljóti alltaf að verða hærra sett heldur en trjáa

Legið hefur fyrir í nokkra áratugi að tré í Öskjuhlíðinni myndu trufla flugöryggi þegar þau næðu ákveðinni hæð, að sögn innviðaráðherra. Isavia hefur gert þá kröfu að tvö þúsund og níu hundruð tré í Öskjuhlíð verði felld. Um er að ræða elstu og hæstu trén sem standa á suðvesturhluta hlíðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Sér­sveit send á skemmti­stað vegna hnífa­burðar

Talsverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Sérsveit Ríkislögreglustjóra var til að mynda tvívegis kölluð út, annars vegar vegna tilkynningar um mann með skammbyssu og hins vegar vegna manns sem sagður var hóta fólki með hníf á skemmtistað.

Innlent
Fréttamynd

Manstu eftir Tívolíinu í Vatnsmýri?

„Útiskemmtistaðurinn „Tívolí“ var opnaður fyrir almenning kl. 8 í gærkveldi. Er þetta fyrsti skemmtistaður sinnar tegundar hér á landi og verður án efa stór þáttur í skemmtanalífi íbúa höfuðborgarinnar.“ Þannig hófst frétt sem birtist í Alþýðublaðinu þann 10. júlí árið 1946. Tívolíið sem rekið var í Vatnsmýrinni á árunum 1946 til 1963 á sérstakan stað í hjörtum margra Íslendinga.

Lífið
Fréttamynd

136 tonn af svifryki svífa um borgina árlega

Við sem þjóð erum stolt af landinu okkar, stolt af landsins gæðum; vatninu sem við drekkum ferskt úr ám og lækjum, ósnortinni náttúru - sem er úfin og ófyrirséð og blessuðu loftinu sem við öndum að okkur.

Skoðun
Fréttamynd

Dóttir Hildar og Jóns komin með nafn

Yngsta dóttir Hildar Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Jóns Skaftason, stjórnarformanns Sýnar, er komin með nafn. Stúlkan heitir Hólmfríður Áslaug.

Lífið
Fréttamynd

Fram­vísaði fölsuðum skil­ríkjum og fer í fangelsi

Erlendur ríkisborgari hefur verið dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar, þar af tveggja óskilorðsbundinna, fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum og koma því þannig til leiðar að hann hlaut fullnaðarskráningu hjá Þjóðskrá Íslands á fölskum forsendum.

Innlent
Fréttamynd

Andrés Pírati flytur í næstu götu

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og Rúna Vigdís Guðmarsdóttir hafa sett íbúð sína við Rauðalæk 14 í Laugarneshverfi í Reykjavík til sölu. Ásett verð fyrir eignina eru 87,9 milljónir. 

Lífið
Fréttamynd

Framdi rán vopnaður örvum en án boga

Vaktin var fremur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Óvenjulegt atvik kom hins vegar upp í miðborginni, þar sem tilkynnt var um rán.

Innlent
Fréttamynd

Bor­ko og Birna selja Klepps­veginn

Tónlistarmaðurinn Björn Kristjánsson, betur þekktur sem Borko, og Birna Hjaltadóttir, kona hans, hafa sett íbúð sína og á Kleppsveginum í Reykjavík á sölu.

Lífið
Fréttamynd

FM Belfast tryllti lýðinn á svölum Halla og Möggu

Haraldur Þorleifsson og Margrét Rut Eddudóttir héldu Menningarnæturboð síðastliðið laugardagskvöld og fögnuðu um leið brúðkaupsafmæli sínu. Hjónin eru búsett í glæsilegri þakíbúð í miðborginni þar sem gestir fengu stórbrotið útsýni þegar flugeldasýningin fór í gang.

Lífið
Fréttamynd

Lög eða ólög?

„Með lögum skal land vort byggja, en eigi með ólögum eyða.“ Þessi fleygu orð Norðurlandabúa komu upp í hugann þegar afleiðingar mannvonskulaga fyrrum dómsmálaráðherra komu í ljós á dögunum. Hann og þingheimur höfðu verið vöruð við, en eru nú farin að bregðast við eigin afglöpum með því að íhuga „búsetuúrræði með takmörkunum“ eftir að hafa reynt að vísa Svarta-Pétri til sveitarfélaganna án árangurs.

Skoðun
Fréttamynd

„Okkur finnst að tíundi bekkur ætti að mega hafa síma“

Sumarfríi grunnskólabarna lauk víðast hvar í dag þegar skólar voru settir í blíðskaparveðri. Um fjögur þúsund börn hefja skólagöngu sína í fyrsta bekk um land allt í ár. Krakkarnir í Laugalækjaskóla eru mishrifnir af nýrri reglu um svokallað símafrí. Skólastjóri segir tíma nemenda betur varið með skólafélögum og telur öryggi þeirra aukast án símans.

Innlent