Reykjavík

Fréttamynd

„Ég bý ekki einu sinni í Reykja­vík“

Katrín Júlíusdóttir fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar og rithöfundur segir af og frá að hún íhugi framboð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Framboðstankur hennar sé tómur og hugur hennar sé við glæpasagnaskrif.

Innlent
Fréttamynd

Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn

Ekki hafa liðið níu dagar frá byrjun skólaársins án þess að brotist hafi verið inn í Gamla Garð, stúdentaíbúðir við Háskóla Íslands. Íbúarnir settu upp skilti þar sem taldir eru dagarnir síðan síðast var brotist inn en það er aftur komið niður í núll. Innbrotsþjófarnir létu til skarar skríða í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“

Þeir Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson voru dæmdir í sautján ára fangelsi og Matthías Björn Erlingssyni í fjórtán ára fangelsi fyrir að verða Hjörleifi Hauki Guðmundssyni að bana í Gufunesmálinu svokallaða. „Það eru ekki alltaf jólin,“ sagði Stefán skömmu eftir dómsuppsögu.

Innlent
Fréttamynd

Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi

Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson voru dæmdir í sautján ára fangelsi og Matthías Björn Erlingssyni í fjórtán ára fangelsi fyrir að verða Hjörleifi Hauki Guðmundssyni að bana í Gufunesmálinu svokallaða. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands. Ekkju hins látna voru dæmdar ellefu milljónir króna í bætur og syni hans sex milljónir.

Innlent
Fréttamynd

Sex ára sátt­máli

Í dag eru sex ár síðan forsætis-, fjármála- og innviðaráðherra, borgarstjóri og bæjarstjórarnir á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu undir Samgöngusáttmálann. Hann var gerður að norrænni fyrirmynd og var sameiginleg framtíðarsýn þessara aðila sem saman bera ábyrgð á samgöngumálum á svæðinu ásamt langtíma framkvæmdaáætlun.

Skoðun
Fréttamynd

Telja dagana frá síðasta inn­broti

Íbúar Gamla Garðs, stúdentaíbúða á vegum Háskóla Íslands, hafa sett upp skilti þar sem taldir eru dagarnir síðan að síðast var brotist inn í húsið. Óprúttnir aðilar höfðu gert sig heimakomna þar, ítrekað stolið mat íbúanna og haft uppi ógnandi hegðun.

Innlent
Fréttamynd

Austur­stræti orðið að göngu­götu

Austurstræti frá Pósthússtræti og Veltusund verða frá og með deginum í dag varanlegar göngugötur. Þetta þýðir að samfellt göngugötusvæði verður frá Lækjartorgi að Ingólfstorgi.

Innlent
Fréttamynd

Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frí­stund

Móðir grunnskólabarns, sem fær að mæta á frístundaheimili einu sinni í viku, segir manneklu í frístundastarfi geta valdið félagslegri einangrun barna. Rúmlega fimm hundruð börn eru á biðlista eftir að fá pláss í frístundaheimili eða sértækri félagsmiðstöð.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt Lækjar­torg á ís þar til flóðamat liggur fyrir

Forhönnun er lokið vegna breytinga sem fyrirhugaðar eru á Lækjartorgi í Reykjavík. Ekki er þó hægt að halda áfram með næsta skref sem er verkhönnun á meðan beðið er eftir flóðamati frá Veitum. Málið er enn í vinnslu hjá Veitum þar sem útboðsgögn eru í undirbúningi og óljóst hvenær verkefninu lýkur.

Innlent
Fréttamynd

Hefur keypt fast­eignir fyrir rúman milljarð ís­lenskra króna á árinu

Knattspyrnukappinn Albert Guðmundsson hefur fjárfest í fasteignum í gegnum félag sitt Albert ehf. fyrir 1,152 milljarð íslenskra króna undanfarna mánuði, bæði á Íslandi og erlendis. Það má líkja fasteignaviðskiptum Alberts við vel útfært Monopolí þar sem hann hefur keypt íbúðir í mörgum af nýjustu fjölbýlishúsum miðborgarinnar. 

Lífið
Fréttamynd

Skorar á Ingu Sæ­land að taka slaginn

Allt að sjö ára bið er eftir notendastýrðri persónulegri aðstoð fyrir fatlað fólk eða NPA. Baráttumaðurinn Haraldur Ingi Þorleifsson segir reynt að fæla fólk frá því að sækja um. Aðstandendur séu settir í þá stöðu að fórna sér fyrir ástvini og endi jafnvel sjálfir á örorku og brotnir.

Innlent
Fréttamynd

Borgin leggur bíl­stjórum línurnar

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu um sérákvæði um umferð, þess efnis að þar sem bifreiðastæði eru afmörkuð með yfirborðsmerkingum eða frábrugðnu yfirborði, skuli ökutækjum lagt innan afmörkunar. Með því er Bílastæðasjóði veitt heimild til að sekta þá sem leggja utan merktra stæða.

Innlent
Fréttamynd

Opnar stað í anda Kaffi Vest í Foss­voginum

Parið Auðunn Blöndal og Rakel Þormarsdóttir hyggjast opna veitingastað á neðri hæð verslunarkjarnans Grímsbæjar. Hjónin hafa verið með hugmyndina í maganum lengi en þurft að bíða eftir réttu staðsetningunni. Hvorki er um sportbar né skemmtistað að ræða heldur notalegan hverfisstað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Að­ferðum svipi til þeirra hjá Quang Le

Sérfræðingur hjá ASÍ segir ljóst að rekstraraðilar naglastofa nýti sér glufu í kerfinu til að brjóta á réttindum fólks sem kemur hingað til lands til að starfa. Margt við starfsemina minni á starfshætti Quangs Lé sem lögregla hefur haft til rannsóknar í þrjú ár.

Innlent
Fréttamynd

Fram­kvæmdum að ljúka á gatna­mótum sem gera Ár­bæinga grá­hærða

Reiknað er með að framkvæmdum á gatnamótum Höfðabakka og Bæjarháls ljúki í vikunni. Ljósastýring á að verða sveigjanlegri og betra jafnvægi að nást á milli akstursstefna. Árbæingar hafa kvartað sáran yfir töfum á umferð undanfarnar vikur. Borgin vonast til að breytingarnar skili sér í betra flæði fyrir alla vegfarendur.

Innlent
Fréttamynd

Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri

Tæp 68 prósent barna í 2. bekk í Reykjavík búa yfir aldurssvarandi hæfni í lestri. Það er niðurstaða Lesmáls 2025, prófs sem metur lestur, lesskilning og réttritun hjá nemendum í 2. bekk. Fjórðungur þátttakenda náði árangri á bilinu 31 til 60 prósent, eða alls 322 nemendur. Þá eru tæp sjö prósent sem náðu 0 til 30 prósent árangri.

Innlent