Reykjavík

Fréttamynd

Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“

Ölstofa Kormáks og Skjaldar hefur komið fyrir sjónvarpi þar sem áður var krítartafla með bjórverði. Eigendur létu verða af því eftir að hafa rætt málið í 22 ár. Einhvern veginn verði að halda kúnnum í húsi þegar áfengisgjald hækkar stöðugt. Ölstofan sé þó ekki að breytast í sportbar.

Lífið
Fréttamynd

Launa­hækkanir þungur baggi á borginni

Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar var jákvæð um 3,3 milljarða króna fyrir fjármagnsliði og afskriftir á fyrri hluta ársins, sem er 600 milljörðum króna minni afgangur en búist var við. Eftir fjármagnsliði og afskriftir var 47 milljóna króna halli á rekstri borgarinnar. Áhrif kjarasamninga eru sögð vega þungt í rekstrinum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja styttu af Gunnari í Gunnars­brekku

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa lagt til að styttu af Gunnari Gunnarssyni rithöfundi verði komið fyrir í brekkunni fyrir neðan svokallað Gunnarshús sem stendur við Dyngjuveg í Reykjavík og hýsir nú skrifstofur Rithöfundasambandsins. Áætlað er að byggja á lóðinni tvíbýlishús, en íbúar hafa margir mótmælt hugmyndunum, meðal annars með vísun í að um sé að ræða vinsæla sleðabrekku á veturna.

Innlent
Fréttamynd

Upp­fyllti loksins lof­orð um ís­björn í Reykja­vík

Nú fimmtán árum eftir að Besti flokkurinn lofaði Reykvíkingum ísbirni í Húsdýragarðinn hefur Jón Gnarr staðið við stóru orðin á vissan hátt og flutt heim með sér stóra og mikla hauskúpu af hvítabirni úr heimsókn á Grænlandi. Ekki er ákveðið hvar hauskúpan verður geymd.

Lífið
Fréttamynd

Húsbrot á höfuð­borgar­svæðinu: Oft sama fólkið sem brýst í­trekað inn í fleiri fjöl­býlis­hús

Það hefur verið þónokkuð um húsbrot í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðustu vikur og mánuði og dæmi um að lögregla hafi ítrekað þurft að hafa afskipti af sömu mönnunum sem hafi brotist inn í stigaganga og sameignir fjölbýlishúsa. Mál þeirra einstaklinga eru til rannsóknar hjá lögreglu en ekki er alltaf svo að húsráðendur leggi fram kæru þegar brotist er inn í hýbýli þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Verið ætt­leiddur af Ís­lendingum

Það var áhrifamikil stund þegar Ross Edgley staldraði við í sjónum við Nauthólsvík til að þakka fagnandi margmenninu sem hafði beðið hans með mikilli eftirvæntingu. Eftir 115 daga á sjó, 1.600 kílómetra sundferð í kringum landið og fjölmargar áskoranir hafði honum tekist ætlunarverkið.

Innlent
Fréttamynd

Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni

Við Ægisíðu í Vesturbæ Reykjavíkur er til sölu sjarmerandi þriggja herbergja íbúð í húsi sem var byggt árið 1952. Íbúðin er í kjallara með fallegu sjávarútsýni. Ásett verð er 69,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Fanga­geymslur fullar eftir eril­sama nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt og voru allar fangageymslur á Hverfisgötu fullar í morgun eftir eril næturinnar. Tilkynnt var um nokkrar líkamsárásir, fíkniefnalagabrot og ofurölvi menn til vandræða.

Innlent
Fréttamynd

Í­búar mót­mæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnars­brekku

Íbúar við Laugarásveg og í kring mótmæla byggingu nýs tvíbýlishúss á lóð við svokallað Gunnarshús. Þar er vinsæl sleðabrekka og samkomustaður fyrir börn og fullorðna í hverfinu. Rithöfundasamband Íslands, sem rekið er í Gunnarshúsi, tekur undir mótmælin. Framkvæmdastjóri segist frekar vilja börn en byggingu á lóðinni.

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að stinga lög­reglu af á buggy

Ökumaður buggy bifreiðar reyndi að komast undan lögreglu akandi þegar lögregla reyndi að gefa sig á tal við hann í nótt. Hann var að lokum stöðvaður og handtekinn grunaður um fjölda umferðarlagabrota.

Innlent
Fréttamynd

Á­fram Breið­holt og Kjalar­nes!

Þátttaka barna og ungmenna í íþróttum og öðru skipulögðu frístundastarfi hefur aukist eftir að við hækkuðum frístundastyrkinn í Reykjavík um helming, úr 50 þúsund í 75 þúsund fyrir hvert barn í upphafi þessa kjörtímabils.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja að­gerðir strax

Fjöldafundir verða haldnir víða um land á morgun til að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni og krefjast aðgerða til að stöðva þjóðarmorð sem á sér stað í Palestínu. Á annað hundrað félög, samtök og stofnanir standa að fundunum og er búist við fjölmenni.

Innlent
Fréttamynd

Á­stand á stúdenta­görðum: Í­trekuð inn­brot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi

Óprúttnir aðilar hafa gert sig heimakomna á stúdentagarðana í Gamla Garði við Hringbraut frá því í vor sem valdið hefur íbúum miklu ónæði. Námsmönnum sem búa í húsinu finnst öryggi sínu vera ógnað en mennirnir hafa ítrekað stolið mat og drykkjum frá íbúum, haft uppi ógnandi hegðun og trekk í trekk reynt að brjótast inn í húsið. Dýnur sem fundust í kjallara hússins og þvag á gólfinu bendi til þess að umræddir menn hafi haldið til í húsinu í óleyfi.

Innlent
Fréttamynd

60.000 auðir fer­metrar

Alls 60.000 fermetrar af húsnæði í eigu ríkisins stendur tómt. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi. Húsnæðið er um land allt og tilheyrir svo til öllum málaflokkum. Margt bendir til þess að ríkið vanmeti virði þessara eigna stórlega en í svarinu segir að þær séu metnar alls á 10,7 milljarða sem er um 178 þúsund krónur á hvern fermetra.

Skoðun