Reykjavík

Fréttamynd

30 milljarðar í út­svar en engin rödd í kosningum

Inngilding íbúa af erlendum uppruna er ein stærsta samfélagslega áskorun Íslands í dag. Það sést skýrt í pólitískri umræðu. Reykjavíkurborg kynnti nýverið drög að nýrri fjölmenningarstefnu sem byggir á inngildingu.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­fylkingin blæs til próf­kjörs í borginni

Samfylkingin í Reykjavík mun halda prófkjör um sex efstu sætin í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi fulltrúaráðs Samfylkingarfélaganna í Reykjavík í fyrradag.

Innlent
Fréttamynd

Ó, Reykja­vík

Fyrir um ári birtist grein í breska dagblaðinu The Guardian þar sem fyrirsögnin er „Rifnir niður svo byggja megi fleiri hótelherbergi: Tónleikastaðir í Reykjavík gleyptir af ferðamannaiðnaðinum“.

Skoðun
Fréttamynd

Kæra niður­stöðu lög­reglu að loka rann­sókn á meintu of­beldi

Deildarstjóri á leikskólanum Múlaborg er komin í veikindaleyfi vegna streitu og álags meðal annars í tengslum við meint kynferðisbrot starfsmanns á deildinni. Foreldrar eins barns hafa kært niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi starfsmannsins gegn barninu þeirra. Móðir stúlku sem greindi frá því fyrir rúmu ári að hana grunaði að brotið hefði verið á dóttur sinni segir allt kerfið hafa brugðist. Fjallað var um málið í Kveik á RÚV í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Slökkvi­lið við hreinsun vegna á­reksturs á Hring­braut

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er við vinnu á Hringbraut í Vesturbæ Reykjavíkur vegna áreksturs. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi varðstjóra var enginn fluttur slasaður á spítala. Slökkvilið var aðeins fengið á staðinn til að hreinsa. Búast má við einhverjum töfum í umferð á meðan hreinsun fer fram.

Innlent
Fréttamynd

Fer ekki í for­manninn

Einar Þorsteinsson hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til formanns Framsóknarflokksins. Hann sækist eftir oddvitasæti flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, og segir gríðarlega mikilvægt að koma núverandi meirihluta frá völdum.

Innlent
Fréttamynd

Yfir hring­torg og í undir­göng gangandi veg­far­enda

Ökumaður jeppa á leið til Reykjavíkur missti stjórn á honum í gær eftir umferðaróhapp á Suðurlandsvegi með þeim afleiðingum að bíllinn flaug yfir hringtorg og hafnaði í undirgöngum fyrir gangandi vegfarendur í Norðlingaholti. Íbúar hafa áhyggjur af öryggi gangandi í hverfinu.

Innlent
Fréttamynd

Opið bréf til borgar­stjórnar Reykja­víkur

Undirrituð sem búum í næsta nágrenni Gufuneskirkjugarðar, krefjumst þess að deiliskipulagi fyrir Gufuneskirkjugarð verði breytt, sbr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og bálstofa sem fyrirhuguð er á Hallsholti í Gufuneskirkjugarði verði ekki á skipulagi í Grafarvogi.

Skoðun
Fréttamynd

Á­hugi á Val­höll

Sjálfstæðismenn hafa fengið góð viðbrögð frá áhugasömum kaupendum vegna sölunnar á Valhöll. Ekki er hægt að upplýsa um stöðuna á söluferlinu að öðru leyti.

Innlent
Fréttamynd

Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina

Sendiferðabíll á vegum byggingaverktakans BYGG lenti í Reykjavíkurtjörn síðdegis í dag. Bifreiðin var mannlaus þegar atvikið átti sér stað og er grunur um aftanákeyrslu. Lögreglan kom á staðinn og kallaði út dráttarbíl. 

Innlent
Fréttamynd

Brotist inn á heil­brigðis­stofnun og lyfjum stolið

Brotist var inn á heilbrigðisstofnun í Ármúla í Reykjavík og lyfjum stolið þaðan. Lögreglan rannsakar nú málið en einnig voru skemmdir og mögulegt tjón unnið á tækjum. Innbrotið uppgötvaðist í morgun en var líklega framið um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR

Forsvarsmenn Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur í Gnoðarvogi við Glæsibæ hafa hafið gjaldskyldu á bílastæðinu við íþróttahús félagsins. Framkvæmdastjóri segir að nauðsynlegt hafi verið að grípa til aðgerða, bílastæðið hafi verið vel sótt. Félagsmenn séu ánægðir og gjaldskyldan þegar farin að virka.

Neytendur
Fréttamynd

Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólar­hrings­vakt

Forseti Alþingis hefur farið þess á leit við fjárlaganefnd að nefndin veiti embætti ríkislögreglustjóra fjárveitingu í samræmi við kostnaðarmat, 154 milljónir króna á ári, til að annast löggæslu á Alþingi allan sólarhringinn. Núverandi fjárveiting til embættisins nemur fjörutíu milljónum króna.

Innlent
Fréttamynd

Aug­lýsir eftir eig­anda poka með hvítu dufti

Á Facebook síðu Vesturbæjar Reykjavíkur var í kvöld auglýst eftir eiganda lítils plastpoka með hvítu dufti sem fannst við Vesturbæjarlaug. Kímnigáfa Vesturbæinga lét ekki á sér standa í umræðum um málið.

Lífið
Fréttamynd

Dröfn og Sam­tökin ’78 verð­launuð á degi ís­lenskrar tungu

Dröfn Vilhjálmsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur og umsjónarmaður Bókasafns Seljaskóla, er handhafi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar í ár. Verðlaunin hlýtur hún fyrir óeigingjart starf sitt við að auka áhuga barna á íslensku menningarumhverfi og stuðla að auknum lestri þeirra á íslensku. Samtökin ‘78 hljóta einnig sérstaka viðurkenningu fyrir nýyrðasmíð og baráttu samtakanna fyrir tilvistarrétti hinsegin fólks innan tungumálsins.

Innlent
Fréttamynd

Hvaða odd­viti er dug­legastur að mæta?

Skrifstofa borgarstjórnar hefur tekið saman mætingu allra borgarfulltrúa á borgarstjórnarfundi síðustu ár eftir beiðni frá Sjálfstæðisflokknum. Oddviti Sjálfstæðisflokksins trónir þó ekki á toppnum ef litið er til allra oddvitanna en hún er þó ekki langt á eftir oddvita Vinstri grænna sem er duglegust að mæta.

Innlent
Fréttamynd

Þegar allt sauð upp úr

Sautján ár eru nú liðin síðan búsáhaldabyltingin náði hámarki sínu þegar Alþingi kom saman til fundar í fyrsta sinn eftir sérstakt jólafrí. Þremur mánuðum fyrr höfðu íslensku bankarnir fallið hver á fætur öðrum. 

Lífið
Fréttamynd

Það þarf bara rétta fólkið

Við færumst á ógnarhraða inn í nýja veröld, þar sem tækniframfarir hafa meiri áhrif á okkar dags daglega líf en nokkru sinni fyrr. Lítil vélmenni sáu um garðslátt í fleiri görðum síðastliðið sumar en nokkru sinni fyrr og fleiri og fleiri nota gervigreindina til að leysa hin margvíslegustu mál.

Skoðun
Fréttamynd

Lög­regla leysti upp unglingapartý í Ár­bæ

Þrír voru handteknir í miðborg Reykjavíkur í nótt. Einn fyrir að vera með hníf, annar fyrir að hafa verið til vandræða fyrir utan skemmtistað samkvæmt dagbók lögreglu og sá þriðji fyrir slagsmál. Seinni tveimur var sleppt úr haldi eftir að tekin var af þeim skýrsla. Einn gisti í fangageymslu í nótt en alls voru skráð 79 mál hjá lögreglunni frá klukkan 17 í gær til fimm í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Neista­flug hjá Guggu og Flona á rúntinum

Gugga í gúmmíbát fór á djammið á Airwaves í síðustu viku og kíkti  á rúntinn með Flona. Þau fóru saman í hvítri Flona-Teslunni gegnum bílabón, eldheitar hraðaspurningar og töluvert neistaflug.

Lífið
Fréttamynd

Í­búar vilja fella úr gildi starfs­leyfi Hyg­ge vegna mengunar

Íbúar við Hverfisgötu 94 til 96 og Barónsstíg 6 hafa lagt fram stjórnvaldskæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og krefjast þess að starfsleyfi kaffihússins og bakarísins Hygge við Barónsstíg 6 verði afturkallað. Í kærunni er vísað til þess að sorphirðumál séu í ólestri og að mikil mengun sé frá rekstrinum.

Viðskipti innlent