Reykjavík

Fréttamynd

Göngu­brúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan

Vegna vinnu við göngubrú yfir Sæbraut í Reykjavík verður lokað fyrir umferð á Sæbraut, milli Skeiðarvogs/Kleppsmýrarvegar og Súðarvogs, í kvöld frá klukkan 22 og til klukkan 6 í fyrramálið. Hjáleiðir verða merktar á staðnum og eru vegfarendur beðnir um að sína aðgát og virða merkingar.

Innlent
Fréttamynd

Gull­fal­legt fley Getty-kóngsins við Reykja­víkur­höfn

Stærðarinnar lúxussnekkja sem ber nafnið Talitha og er í eigu auðkýfingsins Mark Getty liggur við akkeri í Reykjavíkurhöfn. Skipið var byggt í Þýskalandi árin 1929 - 1930, og gegndi meðal annars hlutverki byssuskips í seinni heimsstyrjöld, þegar það var í eigu Bandaríkjahers.

Innlent
Fréttamynd

Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu

Úrslitakeppni stærðfræðikeppninnar Pangeu fyrir nemendur í 8. og 9. bekk var haldin í tíunda skiptið í dag í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Keppnin er sú stærsta sinnar tegundar á Íslandi og siguvegararnir í ár komu úr Laugardal og Hveragerði.

Innlent
Fréttamynd

„Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífs­hættu”

Ingibjörg Isaksen, þingkona Framsóknarflokksins, segir ljóst að þjónusturof verði hjá þeim sem þegið hafa þjónustu hjá Janusi endurhæfingu síðustu misseri. Úrræðinu verður lokað í lok mánaðar. Alls þiggja 55 þjónustu hjá úrræðinu sem er þverfagleg geðræn endurhæfing.

Innlent
Fréttamynd

Friðun Grafar­vogs

Það er kominn tími til að friða Grafarvog í Reykjavík. Grafarvogur er mikilvægt svæði fyrir farfugla sem streyma til landsins þessa dagana. Leirurnar í voginum eru sannkölluð orkuhleðslustöð sem skiptir máli fyrir fuglalíf á allt árið um kring.

Skoðun
Fréttamynd

Tor­færur, hossur og hristingar!

Margir í mínu umhverfi ferðast hvað mest um á hjóli og ótrúlegt en satt þá er þetta duglega fólk búsett í Breiðholti og vinnur niður í bæ eins og ég sjálf. Þetta er hægt vegna þess að sátt hefur verið um gönguvæna borg og hugmyndina um 15 mínútna hverfið.

Skoðun
Fréttamynd

Segir ríkið bera á­byrgð í máli mannsins á Hverfis­götu

Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir ríkið draga lappirnar þegar kemur að því að bjóða andlega veikum einstaklingum viðeigandi úrræði. Á sama tíma sé mikilvægt að hlusta á áhyggjur íbúa sem segjast óttast nágranna sinn á Hverfisgötu.

Innlent
Fréttamynd

Hefur á­hyggjur af öryggi skóla­barna í Laugar­dal

Borgarráð hefur lagt blessun sína yfir tillögu um breytingu á deiliskipulagi Laugardals vegna uppbyggingu skólaþorps á hluta bílastæðasvæðis Laugardalsvallar við Reykjaveg. Fyrrverandi borgarstjóri greiddi atkvæði með tillögunni, en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn. Hildur Björnsdóttir Sjálfstæðisflokki segist hafa miklar áhyggjur af öryggi skólabarna vegna umferðarinnar sem verður á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Koníakstofa á þakinu og stór­brotið út­sýni

Við Brekkugerði í Reykjavík stendur glæsilegt einbýlishús á tveimur hæðum, teiknað af Kjartani Sveinssyni. Húsið var byggt árið 1964 en hefur verið mikið endurnýjað á síðustu árum. Ásett verð er 240 milljónir króna.

Lífið
Fréttamynd

Óheillaskref að á­fengi sé selt á vellinum

Íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúar telja óheillaskref að farið sé að selja áfengi á íþróttaviðburðum. Mikilvægt sé að umræða fari fram um þetta og að sveitarfélögin komi að henni þar sem þau taki þátt í að fjármagna íþróttastarfið.

Innlent
Fréttamynd

Af­staða fær 600 þúsund í verð­laun frá Reykja­víkur­borg

Afstaða, félag um bætt fangelsismál og betrun, hlaut í dag 600 þúsund krónur að gjöf fyrir að hljóta mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2025. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri afhenti Guðmundi Inga Þóroddssyni, formanni félagsins, verðlaunin í Höfða fyrr í dag fyrir starf Afstöðu í þágu fanga og aðstandenda þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Um sjónar­horn og sann­leika

Ríkisútvarpið flutti frétt í gær sem bar yfirskriftina Vilja auka framlög til selalaugar um 60 milljónir en skerða framlög til íþróttafélaga. Mér finnst tilefni til að bregðast við þessari misvísandi fyrirsögn og vil ég einnig gera grein fyrir þeim breytingum sem gerðar eru á fjárfestingu Reykjavíkurborgar sem vísað var úr borgarráði í gær til samþykktar borgarstjórnar.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­víst hvar börnin lenda í haust

Hluta leikskólans Hagaborgar við Fornhaga verður lokað eftir sumarlokun og börn færð í annað húsnæði sem þó á enn eftir að finna. Mygla og myglugró hafa greinst í leikskólanum. Einni deild hefur verið lokað og tvö rými skermuð af. 

Innlent