Reykjavík

Fréttamynd

Skip­stjóri hand­tekinn talinn vera undir á­hrifum

Lögreglu var tilkynnt um skipstjóra sem talinn var mögulega undir áhrifum vímuefna. Lögregla hitti á skipstjórann og það vaknaði fljótt grunur um að hann væri undir áhrifum. Skipstjórinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð í blóðsýnatöku.

Innlent
Fréttamynd

Hleypti lík­lega ó­vart úr

Talið er að skoti hafi verið hleypt af óvart síðastliðið föstudagskvöld á hótelherbergi Svörtu perlunnar í miðbæ Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Reyk­víkingar fengu loksins tuttugu gráður

Í fyrsta sinn í sumar náði hitinn 20 stigum í Reykjavík, en mestur var hitinn þó á Hjarðarlandi. Hitamet voru slegin víða um land og sums staðar var átta stiga munur á milli nýja metinu og því fyrra. Á morgun verður hitinn á bilinu 17 til 28 stig, hlýjast norðaustanlands en svalara þar sem þokan nær inn.

Veður
Fréttamynd

Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítil­lega

Opnun Vesturbæjarlaugar eftir viðhaldsframkvæmdir hefur aftur verið frestað en þó lítillega. Á laugardagsmorgun geta sundþyrstir Vesturbæingar loksins tekið sér sundsprett í nýrri laug en til stóð að laugin opnaði á morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Reyk­víkingur ársins til­einkar sam­starfs­fólki út­nefninguna

Reykvíkingur ársins var útnefndur í morgun í Elliðarárdal líkt og venjan hefur verið undanfarin ár. Að þessu sinni er það Ingi Garðar Erlendsson stjórnandi Skólahljómsveitar Vestur- og Miðbæjar. Hann renndi fyrir laxi í Elliðará í morgun og var eðli málsins samkvæmt í sólskinsskapi þegar fréttastofa náði af honum tali.

Lífið
Fréttamynd

Ingi Garðar er Reyk­víkingur ársins

Reykvíkingur ársins 2025 er Ingi Garðar Erlendsson stjórnandi Skólahljómsveitar Vestur- og Miðbæjar. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri tilkynnti valið á bökkum Elliðaár í morgun, en þetta er í fimmtánda sinn sem Reykvíkingur ársins er valinn.

Innlent
Fréttamynd

Fundu kannabisplöntur við hús­leit

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu framkvæmdi húsleit í umdæmi sínu og fundust kannabisplöntur ásamt búnaði sem ætlaður var fyrir ræktun. Lagt var hald á plönturnar og búnaðinn.

Innlent
Fréttamynd

Mennirnir enn í haldi lög­reglu

Fimm karlmenn voru handteknir í tengslum við rannsókn lögreglu eftir að skoti var hleypt af á hóteli í miðborg Reykjavíkur. Allir eru enn í haldi lögreglu en enginn slasaðist.

Innlent
Fréttamynd

Einn hand­tekinn í mansalsrannsókn lög­reglunnar

Einn karlmaður var handtekinn í umfangsmiklum alþjóðlegum aðgerðum íslenskra lögreglu um mansal á Íslandi. Maðurinn sem var handtekinn gekkst undir sektargerð vegna vændiskaupa. Hann var handtekinn á vettvangi þegar lögregla fylgdist með húsnæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Hvað hefur á­unnist á 140 dögum?

Fyrir 140 dögum tók nýr meirihluti við stjórn Reykjavíkurborgar þegar fimm flokkar ákváðu að hefja nýtt samstarf. Markmið þeirra eru skýr: Að byggja borg fyrir fólk, styrkja grunnstoðir velferðar og efla samfélagið á grænum, sjálfbærum grunni. Á þessum tiltölulega stutta tíma hefur þessi nýi meirihluti komið fjölda verkefna á góðan skrið og í framkvæmd.

Skoðun
Fréttamynd

Sleginn í and­litið með hnúajárni

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um líkamsárás í Reykjavík. Árásarmaður sló fórnarlambið í andlitið með hnúajárni. Málið er í rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Mennirnir þrír sjáist ekki í mynd­efni

Rannsókn lögreglu á meintri stunguárás sem mun hafa átt sér stað í miðborginni síðdegis á laugardag hefur lítinn árangur borið. Maður sem var stunginn í rassinn sagði þrjá menn hafa verið að verki, en ekkert hefur spurst til þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Vara við slysa­hættu vegna kaldavatnsleysis

Vegna bilunar er kaldavatnslaust við Þingholtsstræti. Samkvæmt nýjustu uppfærslu á vef Veitna er búist við því að vatnið ætti að vera komið á klukkan sex í kvöld, en upphaflega var búist við því að kaldavatnslaust yrði milli hálf átta í morgun til eitt í dag.

Innlent
Fréttamynd

Vilja herða reglur um frá­gang rafhlaupahjóla í Reykja­vík

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur nú birt samráðsgátt uppfærslu á verklagsreglum fyrir rafhlaupahjólaleigur. Samráðið stendur til 15. ágúst og er óskað eftir athugasemdum frá almenningi og hagaðilum. Í umsögnum er að finna ákall um safnstæði, aukinn sýnileika hjólanna og að ekki megi leggja þeim á hjóla- og göngustíga.

Innlent