Mosfellsbær

Fréttamynd

Haf­dís Huld bæjarlistamaður Mos­fells­bæjar

Hafdís Huld Þrastardóttir var útnefnd bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2025 á sérstakri hátíðardagskrá við setningu bæjarhátíðarinnar Í túninu heima í Mosfellsbæ í dag. Hafdís Huld Þrastardóttir er söngkona og lagahöfundur. Hún hóf feril sinn ung og hefur átt fjölbreyttan feril sem spannar yfir þrjá áratugi.

Lífið
Fréttamynd

Hraðbankaþjófur játar sök

Karlmaður á fimmtugsaldri, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í tengslum við þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ í síðustu viku, hefur játað sök og hefur hann verið úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu til 24. september að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Hraðbankinn fannst á Hólms­heiði

Hraðbankinn sem hvarf úr verslunarkjarna í Mosfellsbæ á dögunum fannst við hitaveitutanka á Hólmsheiði síðdegis í gær samkvæmt heimildum fréttastofu. Peningarnir voru enn í honum; alls tuttugu og tvær milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Gríðar­legt magn mynd­efnis til skoðunar hjá lög­reglu

Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir rannsókn lögreglunnar á þjófnaði hraðbanka í Mosfellsbæ miða vel. Rannsókn sé viðamikil og lögregla á fullu. Tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins og eru grunaðir um aðild að þjófnaðinum og á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Innlent
Fréttamynd

Úti­hátíð fyrir ung­menni gekk eins og í sögu

Tveir vinir og nýstúdentar héldu í sumar vímuefnalausan viðburð þar sem ungmenni gátu skemmt sér utandyra með jafnöldrum sínum. Þeir segja viðburðinn hafa heppnast afar vel og stefna á að stækka hann á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman

Landsréttur hefur úrskurðað karlmann á fimmtugsaldri, góðkunningja lögreglunnar, í gæsluvarðhald til 27. ágúst grunaðan um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður hafnað kröfu lögreglu þess efnis.

Innlent
Fréttamynd

Bíll konunnar sást á upp­töku

Kona á fertugsaldri var úrskurðuð í gæsluvarðhald til þriðjudags í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag grunuð um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ aðfaranótt þriðjudags. Lögregla hafði áður krafist þess fyrir dómi að fá heimild til að skoða síma konunnar. Mynd af bíl konunnar er meðal lykilsönnunargagna í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Óska eftir mynd­efni af gröfunni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til eigenda eftirlitsmyndavéla í Mosfellsbæ og við Hafravatn að kanna hvort að þar leynist myndefni af vinnuvél, sem notuð var við þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ.

Innlent
Fréttamynd

Telur hand­tökuna byggja á slúðri

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist gæsluvarðhalds á hendur karlmanni sem er grunaður um hraðbankastuld í Mosfellsbæ í gærnótt. Dómari hjá Héraðsdómi Reykjavíkur hefur gefið sér umhugsunarfrest til morguns um hvort hann fallist á kröfu lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar

Lögregla hefur krafist gæsluvarðhalds yfir manni sem er grunaður um að stela hraðbanka úr útibúi Íslandsbanka í Mosfellsbæ í fyrrnótt. Hann er einnig grunaður um rán í Hamraborg í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Enginn hand­tekinn vegna þjófnaðar á hrað­banka í Mos­fells­bæ

Enginn hefur enn verið handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ í gær. Milljónir voru í hraðbankanum. Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að ekkert nýtt sé að frétta af rannsókn lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum

Bubbi Morthens, einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, hefur tjáð sig um hraðbankaþjófnað sem varð í Mosfellsbæ í nótt. Bubbi segir stuldinn hafa minnt sig á goðsagnapersónuna Hróa Hött.

Lífið
Fréttamynd

Hús­leit á heimili þekkts brotamanns

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í tvær húsleitir með aðstoð sérsveitar í dag vegna rannsóknar sinnar á þjófnaði úr hraðbanka í Mosfellsbæ í nótt. Samkvæmt heimildum fréttastofu býr Stefán Blackburn, þekktur brotamaður, á öðru heimilinu sem lögreglan heimsótti í dag.

Innlent
Fréttamynd

Notuðu gröfu til að brjótast inn í hrað­banka

Þjófar stálu hraðbanka Íslandsbanka og milljónum sem í honum voru þegar þeir brutust inn í hraðbankaútibú Íslandsbanka í nótt. Hraðbankinn var staðsettur við bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar í Þverholti í Mosfellsbæ. Fleiri en einn er grunaður um þjófnaðinn samkvæmt lögreglu og er grunur um að grafan sem var notuð við þjófnaðinn hafi verið tekin á byggingarsvæði á Blikastaðalandi.

Innlent
Fréttamynd

Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur

Strætó ræðst í umfangsmikla þjónustuaukningu sunnudaginn næsta. Hlutfall íbúa sem búa innan við 400 metrum frá stoppistöð með tíu mínútna tíðni á annatíma fer úr um 18 prósent í rúmlega 50 prósent.

Innlent
Fréttamynd

„Í­búar eru ein­fald­lega komnir með nóg“

Rúmur helmingur landsmanna er með neikvætt viðhorf gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Oddviti Framsóknarflokksins telur niðurstöður könnunarinnar ekki breyta neinu fyrir meirihlutann í borginni. 

Innlent
Fréttamynd

„Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“

Þann 3. nóvember síðastliðinn lést Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, á sameiginlegri straumvatnsæfingu á vegum Landsbjargar. Eftirlifandi unnusta hans, Hrefna Ingibjörg Jónsdóttir, segir að með Sigurði hafi hún ekki aðeins kynnst ástinni, heldur einnig starfi björgunarsveitanna. Í dag, nokkrum mánuðum síðar, stendur hún sjálf á barmi þess að verða fullgildur meðlimur í sömu sveit — og undirbýr sig nú fyrir hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu, þar sem hún safnar áheitum fyrir Landsbjörg.

Lífið