Garðabær

Fréttamynd

Gefin saman af Siggu Kling í brjáluðu veðri

Eftir þrjár tilraunir í brjáluðu veðri og gulri viðvörun gaf spákonan og gleðigjafinn Sigga Kling saman sexfalda heimsmeistarann í lethwei, Dave Leduc frá Kanada og Irinu Terehova fyrirsætu- og raunveruleikastjörnu í Álftanesfjöru.

Lífið
Fréttamynd

Hvers vegna þessi magnaði sam­göngu­sátt­máli?

Ég hef ekki komist hjá því að verða vör við hávaðann sem glymur frá kjörnum fulltrúum Sjálfstæðismanna héðan og þaðan af höfuðborgarsvæðinu. Líkt og oftast glymur hæst í borgarfulltrúunum en í þetta skiptið var það nýr bæjarstjóri Kópavogsbæjar sem hóf trumbusláttinn.

Skoðun
Fréttamynd

Heimgreiðslur auðveldi „átta mánaða púsluspil“

Foreldrar í Garðabæ eru þakklátir fyrir að heimgreiðslur séu í boði í sínu sveitarfélagi því úrræðið auðveldi þeim að skipuleggja það átta mánaða púsluspil sem fram undan er. Foreldrar hátt í hundrað hafnfirskra barna nýta sér heimgreiðslur til að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla.

Innlent
Fréttamynd

Stoltur og pínu montinn

Það var ánægjulegt að fá niðurstöður úr árlegri þjónustukönnun Gallup fyrir árið 2022. Þar lendir Garðabær í fyrsta sæti í níu af þrettán almennum viðhorfsspurningum (við deilum vissulega stundum sæti með öðrum). Markmið okkar er ávallt að veita íbúum framúrskarandi þjónustu í fjölbreyttu og ört stækkandi samfélagi.

Skoðun
Fréttamynd

Kýldi ökumann í andlitið og flúði á brott

Ökumaður hafði samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í nótt og tilkynnti líkamsárás. Sagði hann tvo einstaklinga hafa sest inn í bifreiðina hjá honum án leyfis og annar einstaklingurinn síðan kýlt hann í andlitið.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í arni á Arnarneshæð

Slökkviliðsmenn fóru í útkall á Arnarneshæð í dag vegna elds í arni. Ekki liggur fyrir enn fyrir hvort eldurinn hafi farið úr böndunum eða af hverju slökkvilið var kallað til.

Innlent
Fréttamynd

Missti nær allar eigur sínar í bruna en ekki kettlinginn Leó

Það er ekki nema von að hinum 12 ára gamla Kristófer Adam Stefánssyni hafi brugðið við að sjá herbergið sitt eftir að eldur kviknaði út frá hleðslutæki síðastliðið laugardagskvöld. Helga Sóley Hilmarsdóttir, móðir hans, segir eldsvoðann hafa verið líkt og þruma úr heiðskíru lofti.

Innlent
Fréttamynd

„Mamma, það er eldur!“

Eldur kviknaði í herbergi tólf ára drengs í fjölbýlishúsi í Garðabænum um helgina. Móðir drengsins reyndi að ráða niðurlögum eldsins en þurfti að lokum að játa sig sigraða og flýja með börnin út á svalir.

Innlent
Fréttamynd

Björguðu kettlingum úr brennandi hús­næði

Slökkviliðið á Höfuðborgarsvæðinu sinnti níu útköllum með dælubílum síðasta sólarhringinn. Eldur kom upp í íbúðarhúsnæði í Garðabæ þar sem íbúar komust út af sjálfsdáðum en slökkvilið bjargaði kettlingum út úr húsnæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Garðavogur?

Svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu fékk fyrir skömmu til umsagnar tillögu um breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar. Tillagan hefur með hagsmuni Garðabæjar að gera og snertir um leið hagsmuni Kópavogsbúa.

Skoðun
Fréttamynd

Réðst á og kýldi starfs­mann 66°Norður

Ráðist var á starfsmann verslunar 66°Norður í Miðhrauni fyrir viku síðan. Árásarmaðurinn hafði reynt að ræna úr versluninni. Forstjórinn segir starfsmenn hafa gert allt rétt miðað við aðstæður og þakkar lögreglunni fyrir fagleg vinnubrögð. 

Innlent
Fréttamynd

Hluti nem­enda haldi sig heima og aðrir komi með nesti vegna myglu

Niðurstöður úr sýnatökum í Flataskóla í Garðabæ benda til þess að loka þurfi nokkrum rýmum í skólanum til viðbótar vegna myglu. Nemendur í þriðja og sjöunda bekk þurfa að halda sig heima næstu tvo daga og aðrir nemendur þurfa að taka með nesti vegna lokunar mötuneytis skólans.

Innlent
Fréttamynd

Skýrslan sem hvarf

Samfélag byggir á trausti. Við treystum því að hagsmunir okkar séu varðir af þeim sem kjörnir eru til ábyrgðarstarfa á opinberum vettvangi og að yfirvöld séu traustsins verð, ekki síst þegar kemur að heilsu barnanna okkar. Á haustdögum, eftir að jarðvegssveppur fannst í Miðgarði, lagði Garðabæjarlistinn fram ítarlega fyrirspurn um viðbrögð og forvarnir bæjarins við raka- og mygluskemmdum.

Skoðun
Fréttamynd

„Við höfum engan á­huga á því að sjá iðnað á þessu svæði“

Bæjarstjóri í Kópavogi segir einhug innan bæjarstjórnarinnar um að mótmæla harðlega áformum Garðbæinga varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir á lóðarmörkum bæjarfélaganna. Stefnt er að því að byggja upp atvinnu- og verksmiðjuhverfi sem staðsett verður nánast í bakgarði eins stærsta hverfis Kópavogs, á Rjúpnahæð.

Innlent
Fréttamynd

Fékk brjál­æðis­kast yfir frönskum kar­töflum

Viðskiptavinum veitingastaðarins Just Wingin It í Garðabæ brá heldur betur í brún á laugardagskvöld þegar karlmaður á fertugsaldri missti stjórn á skapi sínu eftir að hafa ekki fengið franskar kartöflur með vængjunum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Iðnaður ekki talinn æski­­legur í Garða­bæ en í lagi í Kópa­vogi

Íbúar í efri byggðum Kópavogs eru vægast sagt ósáttir við áform Garðbæinga um fyrirhugaðar framkvæmdir á lóðarmörkum bæjarfélaganna. Um er að ræða atvinnu-og verksmiðjuhúsnæði sem fyrirhugað er að muni rísa nánast í bakgarði einnar stærstu götu Kópavogs. Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir einhug ríkja í bæjarstjórninni um að ráðast gegn fyrirhuguðum framkvæmdum.

Innlent