Rottan dreifi sér og sæki í gullnámuna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. apríl 2024 20:40 Steinar Smári Guðbergsson, meindýraeyðir, stendur í ströngu þessa dagana. vísir/einar árnason Eitt óvinsælasta dýr landsins, rottan, hefur dreift sér töluvert á höfuðborgarsvæðinu og sést á fleiri stöðum en áður. Þetta segir meindýraeyðir sem telur lífrænu sorptunnurnar meðal sökudólga. Íbúar í miðborg Reykjavíkur hafa undanfarna daga kvartað undan miklum rottugangi. Ein sem búið hefur á svæðinu í fleiri en 35 ár segist aldrei hafa orðið vör við annað eins, þær ráfi um götur borgarinnar um hábjartan dag. Annar íbúi segist hafa talið sex rottur á vappinu á einungis klukkutíma. Rottan hefur verið til umræðu í íbúahópi miðborgarinnar á Fabebook.grafík/sara Meindýraeyðir með áratuga reynslu í bransanum deilir sömu tilfinnigu með íbúum, rottan sé víða á stjá. „Ekki bara á þessu svæði. Mér finnst þetta búið að dreifa svolítið úr sér. Það er orðið algengar á fleiri svæðum en bara hér við Hlemm eða Lækjargötu, þannig þetta er komið víða,“ segir Steinar Smári Guðbergsson, meindýraeyðir hjá Meindýraeyði Íslands. Rottur lifi og hrærist í lögnum borgarinnar, þær finnist á öllu höfuðborgarsvæðinu nema í Garðabæ þar sem lagnakerfið er sterkara. Lítið er um þetta óvinsæla dýr austan Elliðaáa þó fjölgun sé á því svæði. Þó Rottan hreiðri um sig í lagnakerfinu þarf hún að fara upp á götur til að fjölga sér og finna æti - og þá er lífræna sorptunnan gullnáma. „Því hún er ekki tæmd nógu reglulega sem þýðir að það kemur meiri lykt og miklu meiri lykt því þetta liggur allt saman í einni tunnu. Þú finnur alveg lyktina, ýldulykt í kringum hús því það er ekki fjarlægt nógu oft.“ Rottan er víða óvelkomin.meindýraeyðir íslands „Fjör í tunnunni“ En það er ekki bara rottan. Ávaxtaflugan eða Ediksgerlan hefur fjölgað sér töluvert eftir að lífræna tunnan var tekin í gagnið og hún fjölgar sér á einungis fimm dögum. „Það er verið að tæma þessar tunnur á tíu til fjórtán daga fresti og þá er bara orðið fjör í tunnunni.“ Og um rottuna og ávaxtafluguna gildir máltækið: Eins manns dauði er annars brauð. „Sumarið, það verður nóg að gera hjá mér. Ég er mjög ánægður með þessa flugu. Ég er mjög ánægður með borgaryfirvöld að draga lappirnar með þetta. Það er atvinnuskapandi fyrir mig.“ Skordýr Dýr Reykjavík Garðabær Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Sjá meira
Íbúar í miðborg Reykjavíkur hafa undanfarna daga kvartað undan miklum rottugangi. Ein sem búið hefur á svæðinu í fleiri en 35 ár segist aldrei hafa orðið vör við annað eins, þær ráfi um götur borgarinnar um hábjartan dag. Annar íbúi segist hafa talið sex rottur á vappinu á einungis klukkutíma. Rottan hefur verið til umræðu í íbúahópi miðborgarinnar á Fabebook.grafík/sara Meindýraeyðir með áratuga reynslu í bransanum deilir sömu tilfinnigu með íbúum, rottan sé víða á stjá. „Ekki bara á þessu svæði. Mér finnst þetta búið að dreifa svolítið úr sér. Það er orðið algengar á fleiri svæðum en bara hér við Hlemm eða Lækjargötu, þannig þetta er komið víða,“ segir Steinar Smári Guðbergsson, meindýraeyðir hjá Meindýraeyði Íslands. Rottur lifi og hrærist í lögnum borgarinnar, þær finnist á öllu höfuðborgarsvæðinu nema í Garðabæ þar sem lagnakerfið er sterkara. Lítið er um þetta óvinsæla dýr austan Elliðaáa þó fjölgun sé á því svæði. Þó Rottan hreiðri um sig í lagnakerfinu þarf hún að fara upp á götur til að fjölga sér og finna æti - og þá er lífræna sorptunnan gullnáma. „Því hún er ekki tæmd nógu reglulega sem þýðir að það kemur meiri lykt og miklu meiri lykt því þetta liggur allt saman í einni tunnu. Þú finnur alveg lyktina, ýldulykt í kringum hús því það er ekki fjarlægt nógu oft.“ Rottan er víða óvelkomin.meindýraeyðir íslands „Fjör í tunnunni“ En það er ekki bara rottan. Ávaxtaflugan eða Ediksgerlan hefur fjölgað sér töluvert eftir að lífræna tunnan var tekin í gagnið og hún fjölgar sér á einungis fimm dögum. „Það er verið að tæma þessar tunnur á tíu til fjórtán daga fresti og þá er bara orðið fjör í tunnunni.“ Og um rottuna og ávaxtafluguna gildir máltækið: Eins manns dauði er annars brauð. „Sumarið, það verður nóg að gera hjá mér. Ég er mjög ánægður með þessa flugu. Ég er mjög ánægður með borgaryfirvöld að draga lappirnar með þetta. Það er atvinnuskapandi fyrir mig.“
Skordýr Dýr Reykjavík Garðabær Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Sjá meira