Skóla- og menntamál

Fréttamynd

HA hafnar að skilyrðum hafi verið breytt

Skólastjórnendur við Háskólann á Akureyri segja af og frá að skilyrðum hafi verið breytt hjá nemendum í diplómanámi í lögreglufræðum. Ljóst hafi verið frá upphafi að þeir sem kæmust ekki inn í starfsnám að lokinni fyrstu önn gætu aðeins sótt um annað nám innan hug- og félagsvísindasviðs ef námspláss leyfði.

Innlent
Fréttamynd

Stærðfræðin opnar dyr

Á þessu hausti eru 100 ár liðin frá stofnun stærðfræðideildar í Menntaskólanum í Reykjavík. Af þessu tilefni var nýverið haldið skemmtilegt málþing um notkun stærðfræði og mikilvægi góðrar stærðfræðikennslu á Sal MR.

Skoðun
Fréttamynd

Kæra Lilja Alfreðsdóttir

Þakka þér fyrir frábæra grein sem birtist í tilefni af Alþjóðlegum degi kennara, þar sem þú minnir á mikilvægi sköpunar í skólastarfi. Greinin er liður í átaki til að efla starf kennarans sem ég vil líka hrósa þér fyrir. Það er þarft verkefni.

Skoðun
Fréttamynd

Færri tækifæri fyrir háskólamenntaða

Fátt finnst mér mikilvægara fyrir dætur mínar en að þær afli sér góðrar menntunar. Góð menntun mun opna fyrir þeim fjölmörg skemmtileg tækifæri og vonandi tryggja þeim sem best lífskjör til framtíðar.

Skoðun
Fréttamynd

Fara í bóknám vegna þrýstings frá foreldrum

Heiður Hrund Jónsdóttir segir mikilvægt að foreldrar þekki kosti starfsnámsbrauta framhaldsskólanna. Mikil áhersla á bóknám sé líkleg ástæða brottfalls úr framhaldsskólum. Hún flytur erindi á Menntakviku sem fram fer í dag.

Innlent
Fréttamynd

Kallar eftir alvöru samráði, ekki sýndarsamráði

Gera þarf róttækar breytingar á þjónustu við börn og barnafjölskyldur segir félags- og barnamálaráðherra. Formaður Landssambands ungmennafélaga segir mikilvægt að börn og ungmenni hafi aðkomu að því þegar gera á breytingar sem þau varðar.

Innlent
Fréttamynd

Depurð íslenskra ungmenna aukist um þriðjung

Depurð hefur aukist um þriðjung meðal íslenskra ungmenna á ríflega áratug. Þetta sýnir ný íslensk rannsókn og jafnframt að það sem skýri þetta sé líklegast auknir svefnörðugleikar barnanna

Innlent
Fréttamynd

Styrkja nemendur um milljónir með myntsölu

Stofnun Leifs Eiríkssonar hefur veitt 420 milljónum íslenskra króna í námsstyrki á síðustu 18 árum. Stofnunin styrkir árlega um tíu nemendur til náms í Bandaríkjunum og á Íslandi og fær hver nemandi fyrir sig þrjár milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Draumarnir rættust með háskólanámi í heimabyggð

Forsvarsmaður hugbúnaðarfyrirtækis á Akureyri telur að háskólanám í heimabyggð sé ein af forsendum þess að starfsstöð fyrirtækisins í bænum fari sístækanndi. Einn af nýjum starfsmönnum fyrirtækisins segir að hann hefði ekki látið drauma sína rætast hefði hann ekki getað sótt draumanámið á Akureyri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Töldu ekki tilefni til gæsluvarðhalds yfir manninum í Austurbæjarskóla

Ekki þótti tilefni til þess að fara fram á gæsluvarðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa farið inn í Austurbæjarskóla á miðjum skóladegi í upphafi þessa mánaðar, platað stúlku í fimmta bekk upp á aðra hæð skólans, þar sem hann þuklaði á henni og hafði uppi kynferðislega tilburði.

Innlent
Fréttamynd

Hjallastefnan í þrjá áratugi

Þann 25. september árið 1989 tók Margrét Pála Ólafsdóttir við rekstri leikskólans Hjalla í Hafnarfirði og markaði það upphafið að starfsemi Hjallastefnunnar.

Skoðun