Ísrael Ísraelskur dómari kemur út sem transkona Ísraelskur fótboltadómari hefur komið út sem transkona. Hún hét áður Sagi en heitir núna Sapir Berman. Fótbolti 27.4.2021 16:00 Saka Ísraela um skemmdarverk og heita hefndum Yfirvöld í Íran sökuðu í morgun Ísraela um að hafa framið skemmdarverk á kjarnorkurannsóknarstöðinni Natanz á sunnudaginn. Þar voru nýjar skilvindur, sem notaðar eru til að auðga úran, skemmdar í líklegri tölvuárás og heita Íranar því að þeir muni hefna sín. Erlent 12.4.2021 09:47 Bóluefni Pfizer kunni að virka verr gegn suðurafríska afbrigðinu Virkni bóluefnis Pfizer gegn svokölluðu suðurafrísku afbrigði kórónuveirunnar virðist nokkru minni en gegn öðrum afbrigðum, ef marka má niðurstöður ísraelskrar rannsóknar á bóluefninu. Útbreiðsla afbrigðisins er þó lítil í Ísrael og niðurstöður rannsóknarinnar hafa ekki verið ritrýndar. Erlent 11.4.2021 09:57 Netanjahú falið að mynda nýja stjórn Reuven Rivlin Ísraelsforseti hefur veitt Benjamín Netanjahú, starfandi forsætisráðherra landsins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. Erlent 6.4.2021 11:34 Saksóknari segir Netanyahu hafa misbeitt valdi sínu Saksóknari í máli gegn Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael segir hann hafa misbeitt valdi sínu með því að hafa þegið jákvæða umfjöllun frá fjölmiðlarisum í skiptum fyrir lagabreytingar sem voru þeim í hag. Forsætisráðherrann er einnig ákærður fyrir að hafa þegið gjafir í skiptum fyrir persónulega greiða fyrir valdamikla menn í viðskiptalífinu. Erlent 5.4.2021 09:55 Stefnir í enn eitt þráteflið í Ísrael Horfur eru á því að fylking hægriflokka undir forystu Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, nái ekki meirihluta þingsæta í kosningunum sem fóru fram í Ísrael í gær. Jafnvel gæti svo farið að lítill flokkur arabískra íslamista verði í oddastöðu þegar endanlegar niðurstöður liggja fyrir. Erlent 24.3.2021 13:03 Líkur á hægrisinnuðustu ríkisstjórninni í sögu Ísrael Samkvæmt útgönguspám verðu Likud-flokkur forsætisráðherrans Benjamin Netanyahu enn stærsti flokkur landsins eftir kosningarnar sem fram fóru í dag en hann mun þurfa að reiða sig á stuðning annarra flokka á hægri vængnum til að mynda meirihluta. Erlent 23.3.2021 22:47 Fjórðu kosningarnar á tveimur árum Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. Erlent 23.3.2021 07:56 Hundruð bólusettra barna í Ísrael upplifðu engar alvarlegar aukaverkanir Um 600 ísraelsk börn á aldrinum 12 til 16 ára sem voru bólusett gegn Covid-19 með bóluefni Pfizer upplifðu engar alvarlegar aukaverkanir. Ungmenni eru almennt ekki bólusett en yfirvöld í landinu hafa mælt með bólusetningu einstaklinga í áhættuhópum. Erlent 10.3.2021 21:08 Evrópuríki horfa annað í leit að bóluefni Danir og Austurríkismenn ætla að funda með Ísraelsstjórn á morgun um bóluefnissamstarf. Vaxandi óánægja er á meðal aðildarríkja Evrópusambandsins um hægagang í bóluefnismálum. Erlent 3.3.2021 12:16 Netanjahú má ekki gefa bóluefni Ísraels Avichai Mandelblit, dómsmálaráðherra Ísraels, hefur varað Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, um að hann geti ekki einn tekið ákvörðun um að gefa aukaskammta ríkisins af bóluefni til bandamanna ríkisstjórnar sinnar. Erlent 2.3.2021 13:03 Sakar Íran um árás á flutningaskip Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gengið hart fram gegn ráðamönnum í Íran á undanförnum dögum. Hann hefur sakaði Íran um árás á ísraelskt flutningaskip í Ómansflóa í síðustu viku. Erlent 1.3.2021 10:43 Umfangsmiklar framkvæmdir við leynilega kjarnorkustöð í Ísrael Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir við leynilega kjarnorkurannsóknarstöð í Ísrael. Gervihnattamyndir sýna að framkvæmdirnar fara fram nærri gömlum kjarnakljúfi sem Ísraelar notuðu til að framleiða kjarnorkuvopn sín, sem þeir hafa aldrei formlega opinberað. Erlent 25.2.2021 15:02 Ísraelar byrja að opna hagkerfið og búið að bólusetja þriðjung þjóðarinnar Ráðamenn í Ísrael felldu í dag niður stóran hluta aðgerða sem ætlað hefur verið að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar þar í landi. Fyrirtæki voru opnuð í massavís en búið er að bólusetja rúman þriðjung þjóðarinnar eða um þrjár milljónir manna. Erlent 21.2.2021 14:59 Bóluefnið frá Pfizer fækkar einkennavaldandi smitum um 94 prósent Ef marka má rannsóknir ísrelskra heilbrigðisyfirvalda fækkar bóluefnið frá Pfizer einkennavaldandi smitum af völdum Covid-19 um 94 prósent. Niðurstöðurnar byggja á upplýsingum um 1,2 milljónir einstaklinga en helmingurinn var bólusettur. Erlent 15.2.2021 12:34 Netanyahu segist saklaus af ásökunum um spillingu Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segist saklaus af ásökunum um spillingu. Mál hans hefst að nýju fyrir dómi í dag en aðeins sex vikur eru þar til kjósendur ganga til þingkosninga. Erlent 8.2.2021 09:50 Ætla að senda fimm þúsund skammta af bóluefni til Palestínu Yfirvöld í Ísrael segjast ætla að flytja fimm þúsund skammta af bóluefni gegn covid-19 til Palestínu sem ætlað sé að nýta til að bólusetja framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu í Palestínu. Ísrael er það ríki í heiminum þar sem bólusetning gegn sjúkdómnum er hvað lengst á veg komin en aðra sögu er að segja um Palestínumenn á hernumdum svæðum Vesturbakkans sem ekki hafa notið góðs af öflugu bólusetningarkerfi Ísraela. Erlent 31.1.2021 18:00 Gerði samkomulag við Pfizer um að bólusetja alla fyrir páska Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segist hafa gert samkomulag við Pfizer sem tryggi öllum Ísraelum, eldri en sextán ára, bólusetningu fyrir lok marsmánaðar. Forsætisráðherrann segir að fyrirtækið hafi samþykkt að senda milljónir aukaskammta af bóluefni og þeir fyrstu muni berast á sunnudaginn. Erlent 8.1.2021 14:53 Úranauðgun Íran hafin Yfirvöld í Íran segja 20 prósenta úranauðgun vera hafna innan landamæra ríkisins. IRNA fréttaveitan sem er í eigu ríkisins segir að Hassan Rouhani, forseti, hafi gefið skipunina í dag. Auðgunin fer fram í leynilegu neðanjarðarbyrgi sem kallast Fordo. Erlent 4.1.2021 14:06 Hvergi fleiri verið bólusettir en í Ísrael Hlutfallslega hafa hvergi verið eins margir bólusettir gegn covid-19 en í Ísrael þar sem um 12% þjóðarinnar hefur þegar fengið fyrsta skammt bóluefnis. Rúmlega milljón íbúar hafa þegar verið bólusettir eða sem jafngildir 11,55 íbúum af hverjum hundrað. Það er sem stendur hæsta hlutfall bólusettra íbúa á heimsvísu samkvæmt frétt BBC. Erlent 2.1.2021 14:16 Vilja losna við þvinganir, annars verði eftirlitsmenn reknir úr landi Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku. Erlent 3.12.2020 11:43 Stefnir í fjórðu kosningar Ísrael á tveimur árum Útlit er fyrir að halda þurfi nýjar þingkosningar í Ísrael. Stjórnarandstöðufrumvarp um að slíta þingi var samþykkt á þinginu, Knesset, í dag. Þetta var þó einungis fyrsta umræða um frumvarpið. Erlent 2.12.2020 15:02 Varpa sökinni á Ísrael og heita hefndum Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur sakað Ísrael um að ráða Mohsen Fakhrizadeh, helsta kjarnorkuvísindamann Íran af dögum. Fakhrizadeh var hermaður auk þess að vera vísindamaður og var talinn yfirmaður leynilegrar kjarnorkuvopnaáætlunar Írans. Erlent 28.11.2020 07:40 Ísraelsmenn sagðir undirbúa sig fyrir mögulegar árásir Trump á Íran Ísraelsmenn eru sagðir óttast að fá ekki nægjanlega viðvörun við mögulegum árásum Bandaríkjanna á Íran og eiga því að vera byrjaðir að undirbúa sig fyrir slíkt. Þó eiga þeir ekki að sitja á upplýsingum um mögulegar árásir. Erlent 25.11.2020 15:49 Tvennum sögum fer af leynifundi Netanjahús og MBS Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekkert að marka fréttir um að Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi ferðast til konungsríkisins í gær og átt þar leynilegan fund með krónprinsinum Mohammed bin Salman. Erlent 23.11.2020 16:01 Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. Erlent 22.11.2020 21:00 Loftárásir Ísraela eftir eldflaugarárás Palestínumanna Ísraelski herinn gerði loftárásir á Gasaströndinni eftir að herskáir Palestínumenn skutu eldflaug inn í Ísrael í gærkvöldi. Erlent 22.11.2020 10:16 Utanríkisráðherra í fordæmalausri heimsókn í landtökubyggðum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varð í dag fyrsti hátt setti bandaríski embættismaðurinn til þess að heimsækja landtökubyggðir gyðinga á Vesturbakkanum. Meirihluti alþjóðasamfélagsins telur landtökubyggðirnar stríða gegn alþjóðalögum. Erlent 19.11.2020 14:35 Ísrael og Líbanon hefja viðræður um umdeilt hafsvæði Yfirvöld í Ísrael og Líbanon hafa samþykkt að hefja viðræður sem ætlað er að binda enda á deilur um lögsögu ríkjanna. Erlent 1.10.2020 16:53 Netanjahú sagður með óhreinan þvott í pokahorninu Ferðatöskur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og einkonu hans eru iðulega sagðar fullar af óhreinum þvotti þegar þau koma í opinberar heimsóknir til Bandaríkjanna. Þar eru hjónin sögð láta gestgjafa sína þvo fyrir sig þvottinn ókeypis. Erlent 24.9.2020 12:30 « ‹ 32 33 34 35 36 37 38 39 40 … 44 ›
Ísraelskur dómari kemur út sem transkona Ísraelskur fótboltadómari hefur komið út sem transkona. Hún hét áður Sagi en heitir núna Sapir Berman. Fótbolti 27.4.2021 16:00
Saka Ísraela um skemmdarverk og heita hefndum Yfirvöld í Íran sökuðu í morgun Ísraela um að hafa framið skemmdarverk á kjarnorkurannsóknarstöðinni Natanz á sunnudaginn. Þar voru nýjar skilvindur, sem notaðar eru til að auðga úran, skemmdar í líklegri tölvuárás og heita Íranar því að þeir muni hefna sín. Erlent 12.4.2021 09:47
Bóluefni Pfizer kunni að virka verr gegn suðurafríska afbrigðinu Virkni bóluefnis Pfizer gegn svokölluðu suðurafrísku afbrigði kórónuveirunnar virðist nokkru minni en gegn öðrum afbrigðum, ef marka má niðurstöður ísraelskrar rannsóknar á bóluefninu. Útbreiðsla afbrigðisins er þó lítil í Ísrael og niðurstöður rannsóknarinnar hafa ekki verið ritrýndar. Erlent 11.4.2021 09:57
Netanjahú falið að mynda nýja stjórn Reuven Rivlin Ísraelsforseti hefur veitt Benjamín Netanjahú, starfandi forsætisráðherra landsins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. Erlent 6.4.2021 11:34
Saksóknari segir Netanyahu hafa misbeitt valdi sínu Saksóknari í máli gegn Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael segir hann hafa misbeitt valdi sínu með því að hafa þegið jákvæða umfjöllun frá fjölmiðlarisum í skiptum fyrir lagabreytingar sem voru þeim í hag. Forsætisráðherrann er einnig ákærður fyrir að hafa þegið gjafir í skiptum fyrir persónulega greiða fyrir valdamikla menn í viðskiptalífinu. Erlent 5.4.2021 09:55
Stefnir í enn eitt þráteflið í Ísrael Horfur eru á því að fylking hægriflokka undir forystu Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, nái ekki meirihluta þingsæta í kosningunum sem fóru fram í Ísrael í gær. Jafnvel gæti svo farið að lítill flokkur arabískra íslamista verði í oddastöðu þegar endanlegar niðurstöður liggja fyrir. Erlent 24.3.2021 13:03
Líkur á hægrisinnuðustu ríkisstjórninni í sögu Ísrael Samkvæmt útgönguspám verðu Likud-flokkur forsætisráðherrans Benjamin Netanyahu enn stærsti flokkur landsins eftir kosningarnar sem fram fóru í dag en hann mun þurfa að reiða sig á stuðning annarra flokka á hægri vængnum til að mynda meirihluta. Erlent 23.3.2021 22:47
Fjórðu kosningarnar á tveimur árum Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. Erlent 23.3.2021 07:56
Hundruð bólusettra barna í Ísrael upplifðu engar alvarlegar aukaverkanir Um 600 ísraelsk börn á aldrinum 12 til 16 ára sem voru bólusett gegn Covid-19 með bóluefni Pfizer upplifðu engar alvarlegar aukaverkanir. Ungmenni eru almennt ekki bólusett en yfirvöld í landinu hafa mælt með bólusetningu einstaklinga í áhættuhópum. Erlent 10.3.2021 21:08
Evrópuríki horfa annað í leit að bóluefni Danir og Austurríkismenn ætla að funda með Ísraelsstjórn á morgun um bóluefnissamstarf. Vaxandi óánægja er á meðal aðildarríkja Evrópusambandsins um hægagang í bóluefnismálum. Erlent 3.3.2021 12:16
Netanjahú má ekki gefa bóluefni Ísraels Avichai Mandelblit, dómsmálaráðherra Ísraels, hefur varað Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, um að hann geti ekki einn tekið ákvörðun um að gefa aukaskammta ríkisins af bóluefni til bandamanna ríkisstjórnar sinnar. Erlent 2.3.2021 13:03
Sakar Íran um árás á flutningaskip Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gengið hart fram gegn ráðamönnum í Íran á undanförnum dögum. Hann hefur sakaði Íran um árás á ísraelskt flutningaskip í Ómansflóa í síðustu viku. Erlent 1.3.2021 10:43
Umfangsmiklar framkvæmdir við leynilega kjarnorkustöð í Ísrael Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir við leynilega kjarnorkurannsóknarstöð í Ísrael. Gervihnattamyndir sýna að framkvæmdirnar fara fram nærri gömlum kjarnakljúfi sem Ísraelar notuðu til að framleiða kjarnorkuvopn sín, sem þeir hafa aldrei formlega opinberað. Erlent 25.2.2021 15:02
Ísraelar byrja að opna hagkerfið og búið að bólusetja þriðjung þjóðarinnar Ráðamenn í Ísrael felldu í dag niður stóran hluta aðgerða sem ætlað hefur verið að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar þar í landi. Fyrirtæki voru opnuð í massavís en búið er að bólusetja rúman þriðjung þjóðarinnar eða um þrjár milljónir manna. Erlent 21.2.2021 14:59
Bóluefnið frá Pfizer fækkar einkennavaldandi smitum um 94 prósent Ef marka má rannsóknir ísrelskra heilbrigðisyfirvalda fækkar bóluefnið frá Pfizer einkennavaldandi smitum af völdum Covid-19 um 94 prósent. Niðurstöðurnar byggja á upplýsingum um 1,2 milljónir einstaklinga en helmingurinn var bólusettur. Erlent 15.2.2021 12:34
Netanyahu segist saklaus af ásökunum um spillingu Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segist saklaus af ásökunum um spillingu. Mál hans hefst að nýju fyrir dómi í dag en aðeins sex vikur eru þar til kjósendur ganga til þingkosninga. Erlent 8.2.2021 09:50
Ætla að senda fimm þúsund skammta af bóluefni til Palestínu Yfirvöld í Ísrael segjast ætla að flytja fimm þúsund skammta af bóluefni gegn covid-19 til Palestínu sem ætlað sé að nýta til að bólusetja framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu í Palestínu. Ísrael er það ríki í heiminum þar sem bólusetning gegn sjúkdómnum er hvað lengst á veg komin en aðra sögu er að segja um Palestínumenn á hernumdum svæðum Vesturbakkans sem ekki hafa notið góðs af öflugu bólusetningarkerfi Ísraela. Erlent 31.1.2021 18:00
Gerði samkomulag við Pfizer um að bólusetja alla fyrir páska Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segist hafa gert samkomulag við Pfizer sem tryggi öllum Ísraelum, eldri en sextán ára, bólusetningu fyrir lok marsmánaðar. Forsætisráðherrann segir að fyrirtækið hafi samþykkt að senda milljónir aukaskammta af bóluefni og þeir fyrstu muni berast á sunnudaginn. Erlent 8.1.2021 14:53
Úranauðgun Íran hafin Yfirvöld í Íran segja 20 prósenta úranauðgun vera hafna innan landamæra ríkisins. IRNA fréttaveitan sem er í eigu ríkisins segir að Hassan Rouhani, forseti, hafi gefið skipunina í dag. Auðgunin fer fram í leynilegu neðanjarðarbyrgi sem kallast Fordo. Erlent 4.1.2021 14:06
Hvergi fleiri verið bólusettir en í Ísrael Hlutfallslega hafa hvergi verið eins margir bólusettir gegn covid-19 en í Ísrael þar sem um 12% þjóðarinnar hefur þegar fengið fyrsta skammt bóluefnis. Rúmlega milljón íbúar hafa þegar verið bólusettir eða sem jafngildir 11,55 íbúum af hverjum hundrað. Það er sem stendur hæsta hlutfall bólusettra íbúa á heimsvísu samkvæmt frétt BBC. Erlent 2.1.2021 14:16
Vilja losna við þvinganir, annars verði eftirlitsmenn reknir úr landi Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku. Erlent 3.12.2020 11:43
Stefnir í fjórðu kosningar Ísrael á tveimur árum Útlit er fyrir að halda þurfi nýjar þingkosningar í Ísrael. Stjórnarandstöðufrumvarp um að slíta þingi var samþykkt á þinginu, Knesset, í dag. Þetta var þó einungis fyrsta umræða um frumvarpið. Erlent 2.12.2020 15:02
Varpa sökinni á Ísrael og heita hefndum Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur sakað Ísrael um að ráða Mohsen Fakhrizadeh, helsta kjarnorkuvísindamann Íran af dögum. Fakhrizadeh var hermaður auk þess að vera vísindamaður og var talinn yfirmaður leynilegrar kjarnorkuvopnaáætlunar Írans. Erlent 28.11.2020 07:40
Ísraelsmenn sagðir undirbúa sig fyrir mögulegar árásir Trump á Íran Ísraelsmenn eru sagðir óttast að fá ekki nægjanlega viðvörun við mögulegum árásum Bandaríkjanna á Íran og eiga því að vera byrjaðir að undirbúa sig fyrir slíkt. Þó eiga þeir ekki að sitja á upplýsingum um mögulegar árásir. Erlent 25.11.2020 15:49
Tvennum sögum fer af leynifundi Netanjahús og MBS Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekkert að marka fréttir um að Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi ferðast til konungsríkisins í gær og átt þar leynilegan fund með krónprinsinum Mohammed bin Salman. Erlent 23.11.2020 16:01
Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. Erlent 22.11.2020 21:00
Loftárásir Ísraela eftir eldflaugarárás Palestínumanna Ísraelski herinn gerði loftárásir á Gasaströndinni eftir að herskáir Palestínumenn skutu eldflaug inn í Ísrael í gærkvöldi. Erlent 22.11.2020 10:16
Utanríkisráðherra í fordæmalausri heimsókn í landtökubyggðum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varð í dag fyrsti hátt setti bandaríski embættismaðurinn til þess að heimsækja landtökubyggðir gyðinga á Vesturbakkanum. Meirihluti alþjóðasamfélagsins telur landtökubyggðirnar stríða gegn alþjóðalögum. Erlent 19.11.2020 14:35
Ísrael og Líbanon hefja viðræður um umdeilt hafsvæði Yfirvöld í Ísrael og Líbanon hafa samþykkt að hefja viðræður sem ætlað er að binda enda á deilur um lögsögu ríkjanna. Erlent 1.10.2020 16:53
Netanjahú sagður með óhreinan þvott í pokahorninu Ferðatöskur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og einkonu hans eru iðulega sagðar fullar af óhreinum þvotti þegar þau koma í opinberar heimsóknir til Bandaríkjanna. Þar eru hjónin sögð láta gestgjafa sína þvo fyrir sig þvottinn ókeypis. Erlent 24.9.2020 12:30