Írak Vonast eftir friðsamlegri lausn Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, segist vona að friðsamleg lausn finnist áður en til þess komi að hernámsliðið í landinu ráðist inn í Falluja eins og hefur verið í bígerð. Borgin er á valdi skæruliða og hafa Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hug á að breyta þeirri skipan mála. Erlent 13.10.2005 14:56 21 lögreglumaður drepinn Að minnsta kosti tuttugu og einn lögreglumaður var skotinn til bana í árás írakskra andspyrnumanna á lögreglustöð í Haditha sem er 200 kílómetra vestur af Bagdad. Lögregla segir að andspyrnumenn hafi stormað inn, afvopnað lögreglumennina, raðað þeim upp og myrt. Erlent 13.10.2005 14:56 Írökskum ráðherra sýnt banatilræði Fjármálaráðherra Íraks var sýnt banatilræði þegar öflug bílsprengja sprakk við hús hans í miðborg Bagdad í dag. Ráðherrann, Adel Abdul , sagði í samtali við Reuters-fréttastofuna fyrir stundu að hann hafi ekki verið heima þegar sprengjan sprakk og því væri hann heill á húfi. Einn lífvarða Mahdis og einn lögreglumaður létust hins vegar í sprengingunni. Erlent 13.10.2005 14:56 37 hafa farist í Samarra Að minnsta kosti þrjátíu sjö hafa farist í nótt og í morgun og tugir særst í fjórum bílsprengjum í Samarra-borg í Írak. Bandarískir og írakskir hermenn réðust inn í Samarra í síðasta mánuði til að ná borginni úr höndum uppreisnarmanna sem berjast hatrammlega á móti. Erlent 13.10.2005 14:55 30 látnir og tugir særðir Að minnsta kosti þrjátíu hafa farist í nótt og í morgun og tugir særst í fjórum bílsprengjum í Samarra-borg í Írak. Andspyrnumenn réðust auk þess inn á þrjár lögreglustöðvar þar sem kom til átaka og margir særðust. Erlent 13.10.2005 14:55 Deilt um kosningarnar í Írak Írakar munu eyða 90 milljónum dollara, sem samsvarar tæpum sjö milljörðum íslenskra króna, til að gera írökskum ríkiborgurum sem búa utan heimalandsins kleift að taka þátt í kosningunum sem fram fara í landinu á næsta ári. Sameinuðu þjóðirnar eru á móti þessari ráðagerð og segja hana of dýra, erfiða í framkvæmd og opna leiðir fyrir hugsanleg svik. Erlent 13.10.2005 14:55 Þrír breskir hermenn létust í Írak Þrír breskir hermenn létu lífið þegar ráðist var á þá. Hermennirnir voru meðlimir hersveitar sem var nýlega flutt frá bresku herstjórnarsvæðunum við Basra inn á herstjórnarsvæði Bandaríkjahers þar sem hefur verið mun meira um árásir en á breska svæðinu. Erlent 13.10.2005 14:55 9 flugvallarstarfsmenn drepnir Að minnsta kosti níu létust þegar sprengja sprakk í rútu með starfsmönnum alþjóðaflugvallarins í Bagdad í morgun. Ekki er vitað um fjölda særðra. Einn starfsmaður olíumálaráðuneytis Íraks var jafnframt drepinn þegar byssumenn skutu hann til bana í höfuðborginni. Erlent 13.10.2005 14:54 Aðstoðarborgarstjóri Bagdad myrtur Aðstoðarborgarstjóri Bagdad var í dag skotinn til bana af byssumönnum í borginni stríðshrjáðu. Fjórir lífverðir borgarstjórans særðust í árásinni. Skæruliðasamtökin „Her Ansar al-Sunna“ hafa lýst yfir ábyrgð á verknaðinum. Erlent 13.10.2005 14:53 Falin sprengiefni í Írak Peter Bouckaert, Starfsmaður mannréttindasamtakanna Human Rights Watch sagði frá því í gær í samtali við fréttastofu AP að hann hafi tilkynnt bandarískum hermönnum um falinn geymslustað í borginni Baqouba, 55 kílómetrum norðaustur af Baghdad, í maí á síðasta ári. Erlent 13.10.2005 14:53 Voru að hlýða skipunum Íslensku friðargæsluliðarnir þrír sem slösuðust í sjálfsmorðsárásinni í Kabúl sögðust hafa verið að hlýða skipunum er þeir stóðu vörð um teppabúð sem yfirmaður þeirra var að versla í. Þremenningarnir komu heim í gær. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 14:53 Segjast hafa aflífað 11 Íraka Íröksku skæruliðasamtökin Her Ansar al-Sunna segjast hafa drepið ellefu menn úr þjóðvarðaliði Íraka sem þeir rændu í síðustu viku. Samtökin halda þessu fram á vefsíðu sinni í dag þar sem einnig eru birtar myndir af hinum meintu fórnarlömbum. Erlent 13.10.2005 14:52 Fleiri Bretar til Bagdad Bretar byrjuðu í morgun að flytja hluta herliðs síns frá Basra í Suður-Írak í átt til Bagdad, að ósk Bandaríkjamanna en í óþökk fjölmargra breskra þingmanna, þeirra á meðal þingmanna úr Verkamannaflokki Tonys Blairs forsætisráðherra. Mun friðvænlegra hefur verið í Basra en í Bagdad og mannfall þar hverfandi miðað við í höfuðborginni. Erlent 13.10.2005 14:52 Miklu magni sprengiefna stolið Nokkur hundruð tonn af sprengiefnum eru horfin úr vopnabúri Írakshers. Sprengiefnunum var stolið úr vopnabúri sem Alþjóða kjarnorkumálastofnunin hafði bent Bandaríkjaher sérstaklega á að hafa eftirlit með. Þjófar hafa ítrekað stolið sprengiefnum þar og hafa líkur verið leiddar að því að hluti efnisins hafi verið notaður í árásum vígamanna í Írak. Erlent 13.10.2005 14:51 49 lík írakskra hermanna finnast Lík fjörutíu og níu írakskra hermanna hafa fundist skammt norðaustur af Bagdad að sögn yfirvalda í Írak. Þrjátíu og sjö fundust í gær og tólf við viðbótar í morgun. Svo virðist sem skæruliðar hafi setið fyrir hermönnunum þar sem þeir voru á leið heim í leyfi. Erlent 13.10.2005 14:50 Búlgarar særðust í sprengingu Tveir búlgarskir hermenn særðust alvarlega þegar bílsprengja sprakk í Kerbala í suðurhluta Íraks í dag. Þetta er haft eftir talsmanni varnarmálaráðuneytis Búlgaríu. Erlent 13.10.2005 14:51 51 hermaður drepinn Lík 51 írasks hermanns fundust á afskekktum vegi í austurhluta Íraks í gær, skammt frá írönsku landamærunum Erlent 13.10.2005 14:51 Heilsugæsla sprengd upp Öflug sprengjuárás var gerð á heilsugæslustöð í Bagdad, höfuðborg Íraks. Að sögn talsmanns Bandaríkjahers særðist enginn í árásinni Erlent 13.10.2005 14:51 Bandarískur embættismaður drepinn Bandarískur embættismaður var drepinn í sprengjuárás í Írak í morgun. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, greindi frá þessu í tilkynningu fyrir stundu. Erlent 13.10.2005 14:50 Flutti 12 fanga í laumi frá Írak Bandaríska leyniþjónustan, CIA, hefur flutt tólf fanga í laumi út úr Írak á síðustu sex mánuðum til yfirheyrslna. Erlent 13.10.2005 14:51 13 hið minnnsta látnir Níu fórust þegar öflug bílsprengja sprakk í morgun við bandarísk-írakska herstöð í vesturhluta Íraks. Ekki færri en fimmtíu særðust í sprengingunni og segja talsmenn sjúkrahússins á staðnum ástæðu til að ætla að tala fallinna muni hækka. Auk þess féllu fjórir í sjálfsmorðsárás á eftirlitsstöð norður af Bagdad fyrir stundu. Erlent 13.10.2005 14:50 Írakskur maður hálshöggvinn Talsmenn hers Ansars al-Sunna, herskárra samtaka, lýstu því yfir í dag að írakskur samverkamaður Bandaríkjahers hefði verið hálshöggvinn í dag og settu myndir á Netið því til staðfestingar. Manninum var rænt í borginni Mósúl í norðurhluta Íraks. Erlent 13.10.2005 14:50 Grátbiður um hjálp Margaret Hassan, sem situr í haldi mannræningja í Írak, grátbiður bresk stjórnvöld að kalla hersveitir sínar heim frá Írak á myndbandsupptöku sem arabísk sjónvarpsstöð sýndi í dag. Erlent 13.10.2005 14:50 Átta ára dómur fyrir misþyrmingar Bandaríski hermaðurinn Ivan Fredericks var í gær dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir að misþyrma föngum í fangelsinu Abu Ghraib í Írak. Fredericks, háttsettasti hermaðurinn til að verða ákærður fyrir fangamisþyrmingar, játaði sök í fyrradag. Erlent 13.10.2005 14:50 Breskir hermenn á átaksvæði Breska ríkisstjórnin ákvað að senda 850 breska hermenn inn á herstjórnarsvæði Bandaríkjahers í Írak svo Bandaríkjamenn geti sótt fram gegn íröskum vígamönnum af meiri krafti. Bretarnir taka sér stöðu vestur af Bagdad á svæði þar sem súnnímúslimar hafa gert daglegar árásir á bandaríska hermenn og íraska lögreglumenn. Erlent 13.10.2005 14:50 Írakar skamma Sameinuðu þjóðirnar Sameinuðu þjóðirnar standa ekki undir væntingum þegar kemur að aðstoð við undirbúning kosninganna í Írak sem fram eiga að fara í janúar. Þetta sagði Hoshyar Zebari, utanríkisráðherra í írösku bráðabirgðastjórninni. Erlent 13.10.2005 14:49 Fjölskylda fórst í loftárás Sex manna fjölskylda lét lífið þegar bandarískir hermenn skutu eldflaugum að miðborg Falluja í fyrrinótt. Fólkið hafði að sögn nágranna sinna nýlega snúið aftur heim eftir að hafa flúið borgina um nokkurra daga skeið vegna hættunnar sem þar ríkir. Erlent 13.10.2005 14:49 Bretar inn á svæði Bandaríkjahers Bretar hafa skilning á vanda Bandaríkjahers í Írak og líta vinsamlegum augum á beiðni þeirra um að breskir hermenn taki sér stöðu á herstjórnarsvæði Bandaríkjahers svo Bandaríkjamenn geti ráðist af meiri krafti gegn vígamönnum. Þetta sagði Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands. Erlent 13.10.2005 14:49 Yfirmanni góðgerðasamtaka rænt Mannræningjar rændu yfirmanni alþjóðlegu góðgerðasamtakanna Care International í Írak í dag. Margaret Hassan hefur búið í Írak í þrjá áratugi en ekki er vitað hvar hún er nú niðurkomin. Erlent 13.10.2005 14:49 Hersetuliðið í 5 ár til viðbótar Engin leið er að kalla hersetuliðið í Írak heim innan fimm ára að mati virtustu sérfræðinga Bretlands í hermálum. Fyrst þá er nokkur von til þess að írakskar öryggissveitir geti tryggt lágmarksöryggi borgara landsins. Erlent 13.10.2005 14:49 « ‹ 19 20 21 22 23 24 25 26 27 … 27 ›
Vonast eftir friðsamlegri lausn Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, segist vona að friðsamleg lausn finnist áður en til þess komi að hernámsliðið í landinu ráðist inn í Falluja eins og hefur verið í bígerð. Borgin er á valdi skæruliða og hafa Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hug á að breyta þeirri skipan mála. Erlent 13.10.2005 14:56
21 lögreglumaður drepinn Að minnsta kosti tuttugu og einn lögreglumaður var skotinn til bana í árás írakskra andspyrnumanna á lögreglustöð í Haditha sem er 200 kílómetra vestur af Bagdad. Lögregla segir að andspyrnumenn hafi stormað inn, afvopnað lögreglumennina, raðað þeim upp og myrt. Erlent 13.10.2005 14:56
Írökskum ráðherra sýnt banatilræði Fjármálaráðherra Íraks var sýnt banatilræði þegar öflug bílsprengja sprakk við hús hans í miðborg Bagdad í dag. Ráðherrann, Adel Abdul , sagði í samtali við Reuters-fréttastofuna fyrir stundu að hann hafi ekki verið heima þegar sprengjan sprakk og því væri hann heill á húfi. Einn lífvarða Mahdis og einn lögreglumaður létust hins vegar í sprengingunni. Erlent 13.10.2005 14:56
37 hafa farist í Samarra Að minnsta kosti þrjátíu sjö hafa farist í nótt og í morgun og tugir særst í fjórum bílsprengjum í Samarra-borg í Írak. Bandarískir og írakskir hermenn réðust inn í Samarra í síðasta mánuði til að ná borginni úr höndum uppreisnarmanna sem berjast hatrammlega á móti. Erlent 13.10.2005 14:55
30 látnir og tugir særðir Að minnsta kosti þrjátíu hafa farist í nótt og í morgun og tugir særst í fjórum bílsprengjum í Samarra-borg í Írak. Andspyrnumenn réðust auk þess inn á þrjár lögreglustöðvar þar sem kom til átaka og margir særðust. Erlent 13.10.2005 14:55
Deilt um kosningarnar í Írak Írakar munu eyða 90 milljónum dollara, sem samsvarar tæpum sjö milljörðum íslenskra króna, til að gera írökskum ríkiborgurum sem búa utan heimalandsins kleift að taka þátt í kosningunum sem fram fara í landinu á næsta ári. Sameinuðu þjóðirnar eru á móti þessari ráðagerð og segja hana of dýra, erfiða í framkvæmd og opna leiðir fyrir hugsanleg svik. Erlent 13.10.2005 14:55
Þrír breskir hermenn létust í Írak Þrír breskir hermenn létu lífið þegar ráðist var á þá. Hermennirnir voru meðlimir hersveitar sem var nýlega flutt frá bresku herstjórnarsvæðunum við Basra inn á herstjórnarsvæði Bandaríkjahers þar sem hefur verið mun meira um árásir en á breska svæðinu. Erlent 13.10.2005 14:55
9 flugvallarstarfsmenn drepnir Að minnsta kosti níu létust þegar sprengja sprakk í rútu með starfsmönnum alþjóðaflugvallarins í Bagdad í morgun. Ekki er vitað um fjölda særðra. Einn starfsmaður olíumálaráðuneytis Íraks var jafnframt drepinn þegar byssumenn skutu hann til bana í höfuðborginni. Erlent 13.10.2005 14:54
Aðstoðarborgarstjóri Bagdad myrtur Aðstoðarborgarstjóri Bagdad var í dag skotinn til bana af byssumönnum í borginni stríðshrjáðu. Fjórir lífverðir borgarstjórans særðust í árásinni. Skæruliðasamtökin „Her Ansar al-Sunna“ hafa lýst yfir ábyrgð á verknaðinum. Erlent 13.10.2005 14:53
Falin sprengiefni í Írak Peter Bouckaert, Starfsmaður mannréttindasamtakanna Human Rights Watch sagði frá því í gær í samtali við fréttastofu AP að hann hafi tilkynnt bandarískum hermönnum um falinn geymslustað í borginni Baqouba, 55 kílómetrum norðaustur af Baghdad, í maí á síðasta ári. Erlent 13.10.2005 14:53
Voru að hlýða skipunum Íslensku friðargæsluliðarnir þrír sem slösuðust í sjálfsmorðsárásinni í Kabúl sögðust hafa verið að hlýða skipunum er þeir stóðu vörð um teppabúð sem yfirmaður þeirra var að versla í. Þremenningarnir komu heim í gær. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 14:53
Segjast hafa aflífað 11 Íraka Íröksku skæruliðasamtökin Her Ansar al-Sunna segjast hafa drepið ellefu menn úr þjóðvarðaliði Íraka sem þeir rændu í síðustu viku. Samtökin halda þessu fram á vefsíðu sinni í dag þar sem einnig eru birtar myndir af hinum meintu fórnarlömbum. Erlent 13.10.2005 14:52
Fleiri Bretar til Bagdad Bretar byrjuðu í morgun að flytja hluta herliðs síns frá Basra í Suður-Írak í átt til Bagdad, að ósk Bandaríkjamanna en í óþökk fjölmargra breskra þingmanna, þeirra á meðal þingmanna úr Verkamannaflokki Tonys Blairs forsætisráðherra. Mun friðvænlegra hefur verið í Basra en í Bagdad og mannfall þar hverfandi miðað við í höfuðborginni. Erlent 13.10.2005 14:52
Miklu magni sprengiefna stolið Nokkur hundruð tonn af sprengiefnum eru horfin úr vopnabúri Írakshers. Sprengiefnunum var stolið úr vopnabúri sem Alþjóða kjarnorkumálastofnunin hafði bent Bandaríkjaher sérstaklega á að hafa eftirlit með. Þjófar hafa ítrekað stolið sprengiefnum þar og hafa líkur verið leiddar að því að hluti efnisins hafi verið notaður í árásum vígamanna í Írak. Erlent 13.10.2005 14:51
49 lík írakskra hermanna finnast Lík fjörutíu og níu írakskra hermanna hafa fundist skammt norðaustur af Bagdad að sögn yfirvalda í Írak. Þrjátíu og sjö fundust í gær og tólf við viðbótar í morgun. Svo virðist sem skæruliðar hafi setið fyrir hermönnunum þar sem þeir voru á leið heim í leyfi. Erlent 13.10.2005 14:50
Búlgarar særðust í sprengingu Tveir búlgarskir hermenn særðust alvarlega þegar bílsprengja sprakk í Kerbala í suðurhluta Íraks í dag. Þetta er haft eftir talsmanni varnarmálaráðuneytis Búlgaríu. Erlent 13.10.2005 14:51
51 hermaður drepinn Lík 51 írasks hermanns fundust á afskekktum vegi í austurhluta Íraks í gær, skammt frá írönsku landamærunum Erlent 13.10.2005 14:51
Heilsugæsla sprengd upp Öflug sprengjuárás var gerð á heilsugæslustöð í Bagdad, höfuðborg Íraks. Að sögn talsmanns Bandaríkjahers særðist enginn í árásinni Erlent 13.10.2005 14:51
Bandarískur embættismaður drepinn Bandarískur embættismaður var drepinn í sprengjuárás í Írak í morgun. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, greindi frá þessu í tilkynningu fyrir stundu. Erlent 13.10.2005 14:50
Flutti 12 fanga í laumi frá Írak Bandaríska leyniþjónustan, CIA, hefur flutt tólf fanga í laumi út úr Írak á síðustu sex mánuðum til yfirheyrslna. Erlent 13.10.2005 14:51
13 hið minnnsta látnir Níu fórust þegar öflug bílsprengja sprakk í morgun við bandarísk-írakska herstöð í vesturhluta Íraks. Ekki færri en fimmtíu særðust í sprengingunni og segja talsmenn sjúkrahússins á staðnum ástæðu til að ætla að tala fallinna muni hækka. Auk þess féllu fjórir í sjálfsmorðsárás á eftirlitsstöð norður af Bagdad fyrir stundu. Erlent 13.10.2005 14:50
Írakskur maður hálshöggvinn Talsmenn hers Ansars al-Sunna, herskárra samtaka, lýstu því yfir í dag að írakskur samverkamaður Bandaríkjahers hefði verið hálshöggvinn í dag og settu myndir á Netið því til staðfestingar. Manninum var rænt í borginni Mósúl í norðurhluta Íraks. Erlent 13.10.2005 14:50
Grátbiður um hjálp Margaret Hassan, sem situr í haldi mannræningja í Írak, grátbiður bresk stjórnvöld að kalla hersveitir sínar heim frá Írak á myndbandsupptöku sem arabísk sjónvarpsstöð sýndi í dag. Erlent 13.10.2005 14:50
Átta ára dómur fyrir misþyrmingar Bandaríski hermaðurinn Ivan Fredericks var í gær dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir að misþyrma föngum í fangelsinu Abu Ghraib í Írak. Fredericks, háttsettasti hermaðurinn til að verða ákærður fyrir fangamisþyrmingar, játaði sök í fyrradag. Erlent 13.10.2005 14:50
Breskir hermenn á átaksvæði Breska ríkisstjórnin ákvað að senda 850 breska hermenn inn á herstjórnarsvæði Bandaríkjahers í Írak svo Bandaríkjamenn geti sótt fram gegn íröskum vígamönnum af meiri krafti. Bretarnir taka sér stöðu vestur af Bagdad á svæði þar sem súnnímúslimar hafa gert daglegar árásir á bandaríska hermenn og íraska lögreglumenn. Erlent 13.10.2005 14:50
Írakar skamma Sameinuðu þjóðirnar Sameinuðu þjóðirnar standa ekki undir væntingum þegar kemur að aðstoð við undirbúning kosninganna í Írak sem fram eiga að fara í janúar. Þetta sagði Hoshyar Zebari, utanríkisráðherra í írösku bráðabirgðastjórninni. Erlent 13.10.2005 14:49
Fjölskylda fórst í loftárás Sex manna fjölskylda lét lífið þegar bandarískir hermenn skutu eldflaugum að miðborg Falluja í fyrrinótt. Fólkið hafði að sögn nágranna sinna nýlega snúið aftur heim eftir að hafa flúið borgina um nokkurra daga skeið vegna hættunnar sem þar ríkir. Erlent 13.10.2005 14:49
Bretar inn á svæði Bandaríkjahers Bretar hafa skilning á vanda Bandaríkjahers í Írak og líta vinsamlegum augum á beiðni þeirra um að breskir hermenn taki sér stöðu á herstjórnarsvæði Bandaríkjahers svo Bandaríkjamenn geti ráðist af meiri krafti gegn vígamönnum. Þetta sagði Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands. Erlent 13.10.2005 14:49
Yfirmanni góðgerðasamtaka rænt Mannræningjar rændu yfirmanni alþjóðlegu góðgerðasamtakanna Care International í Írak í dag. Margaret Hassan hefur búið í Írak í þrjá áratugi en ekki er vitað hvar hún er nú niðurkomin. Erlent 13.10.2005 14:49
Hersetuliðið í 5 ár til viðbótar Engin leið er að kalla hersetuliðið í Írak heim innan fimm ára að mati virtustu sérfræðinga Bretlands í hermálum. Fyrst þá er nokkur von til þess að írakskar öryggissveitir geti tryggt lágmarksöryggi borgara landsins. Erlent 13.10.2005 14:49