Erlent

Falin sprengiefni í Írak

Peter Bouckaert, Starfsmaður mannréttindasamtakanna Human Rights Watch sagði frá því í gær í samtali við fréttastofu AP að hann hafi tilkynnt bandarískum hermönnum um falinn geymslustað í borginni Baqouba, 55 kílómetrum norðaustur af Baghdad, í maí á síðasta ári. Geymslustaðurinn innihélt hundrað kjarnaodda. Hermennirnir gerðu ekkert til að tryggja öryggi staðarins í þá tíu daga sem Bouckaert dvaldist þar. Bouckaert ljósmyndaði kjarnaoddana en bandarískir embættismenn í Baghdad sýndu þeim engan áhuga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×