Sprengjum rigndi yfir Falluja 8. nóvember 2004 00:01 Bandarískir og íraskir hermenn réðust til atlögu gegn vígamönnum í Falluja í gær. Meira en fjögur þúsund hermenn brutu sér leið inn í útjaðar borgarinnar þar sem þeir náðu tveimur brúm og helsta sjúkrahúsi borgarinnar næsta auðveldlega á sitt vald áður en þeir lentu í hörðum bardögum við vígamenn. Síðar um daginn náðu bandarískar hersveitir lestarstöð borgarinnar á sitt vald. Stærstur hluti borgarbúa, allt að 80 til 90 prósent, er talinn hafa flúið borgina að undanförnu af ótta við bardagana. Bandaríkjamenn héldu uppi miklum loftárásum og stórskotaliðssveitir þeirra létu sprengjum rigna yfir Falluja eftir að Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, samþykkti árásina og setti útgöngubann í borginni. "Fólkið í Falluja hefur verið hneppt í gíslingu, líkt og fólkið í Samarra, og þið verðið að frelsa það," sagði Allawi þegar hann ávarpaði hermenn fyrir orrustuna um Falluja. "Ykkar starf er að handtaka morðingjana en ef þið verðið að drepa þá verður að hafa það." Starfsmaður sjúkrahúss sagði að í það minnsta tólf hefðu látist og tuttugu látist í loftárásunum. Iyad Allawi sagði á blaðamannafundi að 38 vígamenn hefðu fallið í bardögum nærri sjúkrahúsinu og brúnum sem íraskir og bandarískir hermenn náðu á sitt vald í gærmorgun. Þar hefðu einnig fjórir erlendir vígamenn verið handteknir. Um 20 þúsund bandarískum og íröskum hermönnum hefur verið safnað saman í nágrenni Falluja til að ganga á milli bols og höfuðs á vígamönnum. Bandaríkjaher áætlar að á milli tvö þúsund og 2.500 vígamenn séu í borginni og nágrenni hennar. Bandarískir hermenn bönnuðu öllum karlmönnum á aldrinum fimmtán til fimmtíu ára að fara inn í eða út úr Falluja og vöruðu við því að þeir sem væru á ferli ættu á hættu að verða skotnir. Konur og börn mega yfirgefa borgina en ekki snúa aftur fyrr en ró hefur verið komið á. Forsætisráðherra Íraks lokaði alþjóðaflugvellinum í Bagdad fyrir almennri umferð í tvo sólarhringa vegna aðgerða í Falluja og lokaði landamærunum að Jórdaníu og Sýrlandi fyrir öllum nema flutningabílum hlöðnum matvælum. Hann lýsti á sama tíma yfir útgöngubanni í Falluja og sagði að hver sá sem væri vopnaður yrði skotinn eða handtekinn. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Bandarískir og íraskir hermenn réðust til atlögu gegn vígamönnum í Falluja í gær. Meira en fjögur þúsund hermenn brutu sér leið inn í útjaðar borgarinnar þar sem þeir náðu tveimur brúm og helsta sjúkrahúsi borgarinnar næsta auðveldlega á sitt vald áður en þeir lentu í hörðum bardögum við vígamenn. Síðar um daginn náðu bandarískar hersveitir lestarstöð borgarinnar á sitt vald. Stærstur hluti borgarbúa, allt að 80 til 90 prósent, er talinn hafa flúið borgina að undanförnu af ótta við bardagana. Bandaríkjamenn héldu uppi miklum loftárásum og stórskotaliðssveitir þeirra létu sprengjum rigna yfir Falluja eftir að Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, samþykkti árásina og setti útgöngubann í borginni. "Fólkið í Falluja hefur verið hneppt í gíslingu, líkt og fólkið í Samarra, og þið verðið að frelsa það," sagði Allawi þegar hann ávarpaði hermenn fyrir orrustuna um Falluja. "Ykkar starf er að handtaka morðingjana en ef þið verðið að drepa þá verður að hafa það." Starfsmaður sjúkrahúss sagði að í það minnsta tólf hefðu látist og tuttugu látist í loftárásunum. Iyad Allawi sagði á blaðamannafundi að 38 vígamenn hefðu fallið í bardögum nærri sjúkrahúsinu og brúnum sem íraskir og bandarískir hermenn náðu á sitt vald í gærmorgun. Þar hefðu einnig fjórir erlendir vígamenn verið handteknir. Um 20 þúsund bandarískum og íröskum hermönnum hefur verið safnað saman í nágrenni Falluja til að ganga á milli bols og höfuðs á vígamönnum. Bandaríkjaher áætlar að á milli tvö þúsund og 2.500 vígamenn séu í borginni og nágrenni hennar. Bandarískir hermenn bönnuðu öllum karlmönnum á aldrinum fimmtán til fimmtíu ára að fara inn í eða út úr Falluja og vöruðu við því að þeir sem væru á ferli ættu á hættu að verða skotnir. Konur og börn mega yfirgefa borgina en ekki snúa aftur fyrr en ró hefur verið komið á. Forsætisráðherra Íraks lokaði alþjóðaflugvellinum í Bagdad fyrir almennri umferð í tvo sólarhringa vegna aðgerða í Falluja og lokaði landamærunum að Jórdaníu og Sýrlandi fyrir öllum nema flutningabílum hlöðnum matvælum. Hann lýsti á sama tíma yfir útgöngubanni í Falluja og sagði að hver sá sem væri vopnaður yrði skotinn eða handtekinn.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira