Voru að hlýða skipunum 29. október 2004 00:01 Íslensku friðargæsluliðarnir í Afganistan sem slösuðust í sjálfsmorðsárásinni í Kabúl fyrir viku komu heim í gær. Tveir létu lífið í árásinni, bandarísk kona og ellefu ára afgönsk stúlka. Við komuna neituðu þremenningarnir að svara spurningum fjölmiðla um atburðarásina í tengslum við sprengjuárásina og vísuðu í skýrslu sem ætti eftir að koma frá utanríkisráðuneytinu. Í Fréttablaðinu hefur komið fram að friðargæsluliðarnir þrír, Haukur Grönli, Steinar Örn Magnússon og Stefán Gunnarsson, hafi staðið vakt í klukkustund fyrir utan teppaverslun á Chicken Street í Kabúl þegar árásin var gerð. Ástæðan fyrir vaktinni var sú að yfirmaður þeirra var að kaupa teppi. Þremenningarnir voru klæddir einkennisbúningum og óku ökutæki merktu NATO en vestræn sendiráð og hjálparstofnanir höfðu varað starfsmenn sína við því að fara um götuna. Spurðir hvort þeir hefðu verið varaðir við að fara um svæðið sögðu þeir að Kabúl sjálf væri hættuleg borg. "Við vitum ekkert hvort þetta svæði hafi átt að vera hættulegra en eitthvað annað. Við vissum af hættunni sem fólst í því að vera þarna úti. Við höfðum ákveðið verk að vinna, að hjálpa þeim sem þar búa og til þess að koma Afganistan á réttan kjöl," sagði Haukur. Aðspurðir segjast þeir ekki hafa óttast um öryggi sitt meðan þeir biðu eftir yfirmanni sínum fyrir utan teppabúðina. "Við vorum að vinna okkar verk. Við stóðum þarna þar til okkur hefði verið sagt að fara til baka og gefum ekkert komment á það," sögðu þeir. Við komuna heim klæddust friðargæsluliðarnir þrír bolum með áletruninni: Chicken Street "Shit happens". Þeir svara því neitandi hvort í þeim orðum felist gagnrýni á yfirmann þeirra. "Þetta er útgáfa af svörtum húmor okkar Íslendinga til að komast yfir áfall eins og þetta. Það voru félagar okkur á kampinum sem voru að veita okkur smá stuðning og þekktu okkar íslenska húmor og settu þetta á boli," sagði Steinar. Þeir sögðust ánægðir með að vera komnir heim í faðm fjölskyldunnar og vildu þakka ráðuneytinu fyrir að hafa sent eiginkonur þeirra til Noregs að taka á móti þeim. Steinar og Haukur ætla aftur út til Kabúl eftir hálfan mánuð en Stefán hefur ekki enn tekið ákvörðun þess efnis. Steinar Örn Magnússon og Stefán Gunnarsson kveðjast eftir heimkomu í gærMYND/E.ÓL.Haukur Grönli, Steinar Örn Magnússon og Stefán Gunnarsson svara spurningum fréttamanna eftir heimkomuna í gær.MYND/E.ÓL. Fréttir Innlent Írak Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Sjá meira
Íslensku friðargæsluliðarnir í Afganistan sem slösuðust í sjálfsmorðsárásinni í Kabúl fyrir viku komu heim í gær. Tveir létu lífið í árásinni, bandarísk kona og ellefu ára afgönsk stúlka. Við komuna neituðu þremenningarnir að svara spurningum fjölmiðla um atburðarásina í tengslum við sprengjuárásina og vísuðu í skýrslu sem ætti eftir að koma frá utanríkisráðuneytinu. Í Fréttablaðinu hefur komið fram að friðargæsluliðarnir þrír, Haukur Grönli, Steinar Örn Magnússon og Stefán Gunnarsson, hafi staðið vakt í klukkustund fyrir utan teppaverslun á Chicken Street í Kabúl þegar árásin var gerð. Ástæðan fyrir vaktinni var sú að yfirmaður þeirra var að kaupa teppi. Þremenningarnir voru klæddir einkennisbúningum og óku ökutæki merktu NATO en vestræn sendiráð og hjálparstofnanir höfðu varað starfsmenn sína við því að fara um götuna. Spurðir hvort þeir hefðu verið varaðir við að fara um svæðið sögðu þeir að Kabúl sjálf væri hættuleg borg. "Við vitum ekkert hvort þetta svæði hafi átt að vera hættulegra en eitthvað annað. Við vissum af hættunni sem fólst í því að vera þarna úti. Við höfðum ákveðið verk að vinna, að hjálpa þeim sem þar búa og til þess að koma Afganistan á réttan kjöl," sagði Haukur. Aðspurðir segjast þeir ekki hafa óttast um öryggi sitt meðan þeir biðu eftir yfirmanni sínum fyrir utan teppabúðina. "Við vorum að vinna okkar verk. Við stóðum þarna þar til okkur hefði verið sagt að fara til baka og gefum ekkert komment á það," sögðu þeir. Við komuna heim klæddust friðargæsluliðarnir þrír bolum með áletruninni: Chicken Street "Shit happens". Þeir svara því neitandi hvort í þeim orðum felist gagnrýni á yfirmann þeirra. "Þetta er útgáfa af svörtum húmor okkar Íslendinga til að komast yfir áfall eins og þetta. Það voru félagar okkur á kampinum sem voru að veita okkur smá stuðning og þekktu okkar íslenska húmor og settu þetta á boli," sagði Steinar. Þeir sögðust ánægðir með að vera komnir heim í faðm fjölskyldunnar og vildu þakka ráðuneytinu fyrir að hafa sent eiginkonur þeirra til Noregs að taka á móti þeim. Steinar og Haukur ætla aftur út til Kabúl eftir hálfan mánuð en Stefán hefur ekki enn tekið ákvörðun þess efnis. Steinar Örn Magnússon og Stefán Gunnarsson kveðjast eftir heimkomu í gærMYND/E.ÓL.Haukur Grönli, Steinar Örn Magnússon og Stefán Gunnarsson svara spurningum fréttamanna eftir heimkomuna í gær.MYND/E.ÓL.
Fréttir Innlent Írak Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Sjá meira