Slökkvilið

Fréttamynd

Hafa samband við eigendur brunnhúss þar sem kona féll

Fulltrúar Mosfellsbæjar ætla að hafa samband við eigendur brunnhúss eftir að kona féll þar niður og lenti í sjálfheldu í gærkvöldi. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir að brunnhúsið hafi verið lokað en einhver hafi opnað það.

Innlent
Fréttamynd

Hífðu konu upp úr brunni við Lágafellskirkju

Kona sem féll um tvo metra niður í brunn nærri Lágafellskirkju í Mosfellsbæ var orðin köld og þrekuð þegar slökkviliðsmenn náðu að bjarga henni upp. Samferðarfólk konunnar náði að halda henni upp úr vatni þar til slökkvilið kom á staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Bjargaði ketti úr vörulyftu

Erilsamt hefur verið hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn sólarhring. Slökkviliðið sinnti fimm dælubílaverkefnum en seinni partinn í gær var til að mynda óskað eftir aðstoð slökkviliðsins vegna kattar sem sat fastur uppi í vinnulyftu. Kisi ku hafa verið sáttur við að komast niður að því er segir í Facebook-færslu slökkviliðsins.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kom upp í kjallara­í­búð

Tilkynnt var um eld í kjallaraíbúð í miðborg Reykjavíkur á tíunda tímanum í gærkvöldi, eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglu. Engin slys urðu á fólki og var slökkvistarfi lokið upp úr klukkan tíu.

Innlent
Fréttamynd

Leita að þeim sem kveiktu eld nærri Reykholti

Töluverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum á Suðurlandi í kvöld þegar tilkynning um mögulegan eld í sumarhúsi skammt frá Reykholti í Árnessýslu í kvöld. Svo virðist sem að um brennu hafi verið að ræða og er þeirra sem kveiktu hana nú leitað. Þeir gætu þurft að greiða fyrir útkall slökkviliðs og lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Sprenging á Grundar­tanga

Sprenging varð í járnblendiverksmiðjunni Elkem á Grundartanga nú rétt fyrir ellefu. Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar kom á staðinn stuttu eftir klukkan ellefu en að sögn slökkviliðsstjóra er um minniháttar sprengingu að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Óttast banaslys vegna kæruleysis þeirra sem stýri

Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir Ólafsfjarðargöng ekkert annað en dauðagildru. Göngin séu barn síns tíma og hann vilji ekki þurfa að taka þátt í því að bjarga tugum látinna úr göngunum vegna kæruleysis í samgöngumálum.

Innlent
Fréttamynd

Sluppu með skrekkinn eftir harðan þriggja bíla árekstur

Nokkuð harður þriggja bíla árekstur varð á mörkum Reykjanesbrautar og Sæbrautar skammt frá Súðavogi síðdegis í dag. Tilkynning barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um klukkan 17:20 í dag en samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni voru tveir aðilar fluttir á slysadeild til aðhlynningar.

Innlent
Fréttamynd

Ólöglega lagðir bílar töfðu för slökkviliðs

Áhöfn dælubíls slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu þurfti að færa bifreið með handafli til að komast leiðar sinnar á Laugavegi í Reykjavík í nótt. Slökkviliðsbíll rakst einnig utan í annað bíl þegar hann var á leið í útkall. Báðar bifreiðar voru lagðar ólöglega.

Innlent
Fréttamynd

„Stórundarlegt“ að ekki hafi verið brugðist við

Bæjarfulltrúi minnihlutans í Seltjarnarnesbæ telur stórundarlegt að bæjaryfirvöld hafi ekki enn brugðist við athugasemdum slökkviliðs vegna brunavarna á Eiðistorgi. Ólýðandi sé að eignir bæjarins séu að valda skemmdum á eignum bæjarbúa. Bærinn segir brunamál á Eiðistorgi í vinnslu.

Innlent
Fréttamynd

Maður fór í sjóinn í Kópavogshöfn

Mikill viðbúnaður var í Kópavogshöfn á áttunda tímanum í kvöld eftir að tilkynning barst um mann sem farið hefði í sjóinn. Fólk í höfninni hafði komið manninum á land þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn og hann sakaði ekki.

Innlent
Fréttamynd

Íbúar á Reyðarfirði beðnir að loka gluggum vegna bruna

Töluverður eldur logar á athafnasvæði Hringrásar á Hjallaleiru á Reyðarfirði. Slökkvistarf stendur yfir að því er fram kemur í tilkynningu á heimasíðu Fjarðabyggðar. Nokkurn reyk mun leggja frá svæðinu og yfir byggð á Reyðarfirði.

Innlent
Fréttamynd

Tveir fluttir á sjúkrahús eftir árekstur við Smáralind

Tveggja bíla árekstur varð á Reykjanesbraut rétt við Smáralind nú á tíunda tímanum. Tveir voru fluttir á sjúkrahús til skoðunar en meiðsl þeirra eru talin minniháttar, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Innlent