„Falskt öryggi“ fyrir íbúa á Hofsósi og í Varmahlíð Atli Ísleifsson skrifar 4. október 2022 08:42 Slökkviliðsbíll Brunavarna Skagafjarðar sem staðsettur er á Sauðárkróki. Brunavarnir Skagafjarðar Mjög erfiðlega hefur gengið að manna útstöð Brunavarna Skagafjarðar á Hofsósi og er stöðin nær óstarfhæf og gefur falskt öryggi fyrir íbúa á svæðinu. Þetta kemur fram í bókun byggðarráðs Skagafjarðar, en Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri mætti á fund ráðsins í síðustu viku til að ræða framtíð og skipulag slökkviliðsmála í umdæminu. Fram kom að mjög erfiðlega hafi gengið að manna útstöð slökkviliðsins á Hofsósi undanfarin ár svo ásættanlegt sé, með tilliti til viðbragðs og þjónustu sem slík mönnun krefst. Búið sé að auglýsa ítrekað eftir mannskap án árangurs og sé svo komið að útkallseiningin er nær óstarfhæf og gefur falskt öryggi fyrir íbúa á þjónustusvæðinu. Þó kemur fram að slökkviliðsbíllinn á Hofsósi sé í góðu lagi. Ónýtur slökkviliðsbíll í Varmahlíð Hið sama sé þó ekki uppi á teningnum í Varmahlíð. Þar sé slökkviliðsbíllinn ónýtur og megi því segja að báðar útfallseiningarnar – á Hofsósi og í Varmahlíð – séu óstarfhæfar í dag. Fjarlægðin milli Hofsóss og Sauðárkróks, þar sem næstu starfhæfu slökkviliðsstöð sé að finna, er um 36 kílómetrar, en milli Varmahlíðar og Sauðárkróks um 25 kílómetrar. Frá Varmahlíð í Sveitarfélaginu Skagafirði.Vísir/Vilhelm Bíllinn fluttur í Varmahlíð? Byggðarráð veltir því upp hvort rétt sé að flytja slökkviliðsbílinn á Hofsósi til Varmahlíðar, eða þá kaupa nýjan bíl. Til að það gerist verði þó að tryggja að mönnun verði á Hofsósi. Í bókun byggðarráðs Skagafjarðar segir að ráðið hafi áhyggjur af stöðu mála og feli sveitarstjóranum Sigfúsi Inga Sigfússyni og Svavari Atla slökkviliðsstjóra að vinna að tillögu í málinu. Skagafjörður Slökkvilið Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Þetta kemur fram í bókun byggðarráðs Skagafjarðar, en Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri mætti á fund ráðsins í síðustu viku til að ræða framtíð og skipulag slökkviliðsmála í umdæminu. Fram kom að mjög erfiðlega hafi gengið að manna útstöð slökkviliðsins á Hofsósi undanfarin ár svo ásættanlegt sé, með tilliti til viðbragðs og þjónustu sem slík mönnun krefst. Búið sé að auglýsa ítrekað eftir mannskap án árangurs og sé svo komið að útkallseiningin er nær óstarfhæf og gefur falskt öryggi fyrir íbúa á þjónustusvæðinu. Þó kemur fram að slökkviliðsbíllinn á Hofsósi sé í góðu lagi. Ónýtur slökkviliðsbíll í Varmahlíð Hið sama sé þó ekki uppi á teningnum í Varmahlíð. Þar sé slökkviliðsbíllinn ónýtur og megi því segja að báðar útfallseiningarnar – á Hofsósi og í Varmahlíð – séu óstarfhæfar í dag. Fjarlægðin milli Hofsóss og Sauðárkróks, þar sem næstu starfhæfu slökkviliðsstöð sé að finna, er um 36 kílómetrar, en milli Varmahlíðar og Sauðárkróks um 25 kílómetrar. Frá Varmahlíð í Sveitarfélaginu Skagafirði.Vísir/Vilhelm Bíllinn fluttur í Varmahlíð? Byggðarráð veltir því upp hvort rétt sé að flytja slökkviliðsbílinn á Hofsósi til Varmahlíðar, eða þá kaupa nýjan bíl. Til að það gerist verði þó að tryggja að mönnun verði á Hofsósi. Í bókun byggðarráðs Skagafjarðar segir að ráðið hafi áhyggjur af stöðu mála og feli sveitarstjóranum Sigfúsi Inga Sigfússyni og Svavari Atla slökkviliðsstjóra að vinna að tillögu í málinu.
Skagafjörður Slökkvilið Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira