Innlent

Eldur kviknaði í fjöl­býlis­húsi í Kópa­vogi

Árni Sæberg skrifar
Allt tiltækt lið var sent á vettvang. Mynd tengist frétt ekki beint.
Allt tiltækt lið var sent á vettvang. Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir/Vilhelm

Á sjötta tímanum var tilkynnt um eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Lómasölum í Kópavogi. Allt tiltækt lið Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang en greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins, sem reyndist minniháttar.

Guðjón Guðjónsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, segir í samtali við Vísi að áhöfn fyrsta slökkviliðsbílsins sem kom á vettvang hafi náð að slökkva eldinn og því hafi verið hægt að vinda ofan viðbrögðum slökkviliðsins.

Hann segir að þrátt fyrir eldurinn hafi verið minniháttar hafi þurft að reykræsta íbúðina þar sem hann kom upp og hluta stigagangs fjölbýlishússins. Íbúum hússin hafi verið hleypt aftur inn rétt í þessu að loknum aðgerðum slökkviliðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×