Slökkvilið

Fréttamynd

Rafmagnshlaupahjól orsök eldsvoðans

Talið er að eldur sem kviknaði í timburhúsi við Blesugróf í Fossvogi í Reykjavík í gær hafi kviknað út frá rafmagnshlaupahjóli sem var í hleðslu. Þetta er niðurstaða tæknideildar lögreglu sem rannsakaði vettvang brunans í dag en húsið er nú gjörónýtt.

Innlent
Fréttamynd

Tæknideild rannsakar vettvang í dag

Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæði mun í dag rannsaka vettvang bruna sem varð í Blesugróf í Fossvogi í gærkvöldi. Tilkynnt var um brunann laust eftir klukkan sex og lauk aðgerðum laust eftir miðnætti.

Innlent
Fréttamynd

Í áfalli yfir að hafa misst æskuheimili barna sinna

Eigandi tveggja hæða timburhúss við Blesugróf 25 í Fossvogshverfi Reykjavíkur segist í miklu áfalli eftir að hafa misst æskuheimili barna sinna í eldsvoða í kvöld. Húsið telst nú ónýtt en eigandinn þakkar fyrir að engin slys urðu á fólki. Íbúðin hafi verið í útleigu síðastliðið ár og staðið til að hún tæki aftur við lyklunum næsta laugardag.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í Teigunum

Eldur kom upp í fjölbýlishúsi í Laugardalnum í Teigahverfinu í kvöld. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu kom eldur upp í þaki hússins, enginn sé slasaður.

Innlent
Fréttamynd

Sóttu slasaða hesta­konu á Vala­hnúka

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað til upp úr klukkan tíu í kvöld vegna konu sem hafði fallið af hestbaki við Valahnúka í Hafnarfirði. Verið er að flytja konuna á bráðamóttöku en hún er ekki alvarlega slösuð.

Innlent
Fréttamynd

Sinubruni á Akureyri var ekki til mikilla vandræða

Sinubruni kom upp í brekkunni fyrir ofan Skautahöllina á Akureyri í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á Akureyri segir að tekið hafi um hálftíma að ráða niðurlögum eldsins. Um sé að ræða fyrsta sinubrunann fyrir norðan í vetur.

Innlent
Fréttamynd

Féll tvo metra ofan holu við Klepps­mýrar­veg

Lögregla og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins voru kölluð út eftir að tilkynnt var um að maður hafi fallið um tvo metra ofan í grunn við við Kleppsmýrarveg, Dugguvog og Arkarvog í Reykjavík í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Hundrað manns tóku þátt í æfingu Landhelgisgæslunnar

Umfangsmikil æfing Landhelgisgæslunnar, slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins og annarra helstu björgunaraðila fór fram á Faxaflóa í dag. Að sögn æfingastjóra eru æfingar sem þessar mikilvægur liður í að samhæfa verklag allra sem koma að björgunaraðgerðum á sjó.

Innlent
Fréttamynd

Búið að tala við ungmennin

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur náð tali af ungmennunum fjórum sem lýst var eftir í gær í tengslum við brunann í Drafnarslippnum. Samtalið varpaði ekki frekara ljósi á hvernig eldurinn kviknaði.

Innlent
Fréttamynd

Tíma­bært að dusta rykið af þyrlu­um­ræðunni

Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri í Árnessýslu segir tímabært að dusta rykið af umræðu um sjúkraþyrlur. Alltaf sé til bóta þegar fólki er komið fyrr undir hendur heilbrigðisstarfsfólks þegar neyðartilvik koma upp.

Innlent
Fréttamynd

Húsið rústir einar

Mikinn svartan reyk lagði upp frá húsi við gamla slippinn í Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi. Þegar slökkvilið mætti á vettvang var húsið þegar alelda. Húsið brann til kaldra kola og verður það rifið á næstunni. Eftir standa rústirnar einar.

Innlent