Kína

Fréttamynd

Kín­versk geim­flaug hrapaði til jarðar

Eldflaug sem skotið var á loft fyrir slysni við æfingu hrapaði til jarðar rétt fyrir utan borg í Kína í gær og sprakk. Engan sakaði samkvæmt fyrstu rannsókn á vettvangi en stærðarinnar sprenging var á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Sóttu sýni á fjarhlið tunglsins

Kínverska geimfarinu Chang'e 6 var lent í eyðimörk í Mongólíu í dag að loknu vel heppnuðu tæplega tveggja mánaða ferðalagi til fjarhliðar tunglsins. Kínverjar urðu fyrstir til að lenda geimfari þar árið 2019 og nú hefur þeim tekist að taka með sér sýni frá fjarhliðinni, fyrstum allra.

Erlent
Fréttamynd

Mikil­vægi kín­verskra ferða­manna fyrir Ís­land og á­hrif beins flugs frá Kína

Kínverskir ferðamenn hafa á síðustu árum orðið æ mikilvægari hluti af ferðaþjónustu landsmanna. Með miklum áhuga á einstökum náttúruperlum, menningu og sérstöðu landsins hafa þeir stóraukið tekjur í íslenskri ferðaþjónustu. Það er því mikilvægt að viðhalda góðum samskiptum við Kína til að halda áfram þessari jákvæðu þróun og jafnvel auka þátttöku kínverskra ferðamanna í íslenskri ferðaþjónustu.

Skoðun
Fréttamynd

Kín­verski risinn sem herjar á evrópska neyt­endur

Kínverskur netverslunarrisi hefur komið með slíku offorsi inn á markaðinn undanfarnar vikur að ekki þekkjast sambærilega dæmi í bransanum. Viðskipti með vörur frá Kína tvöfölduðust í apríl frá því sem var í fyrra hér á landi. Sérfræðingur í verslun varar við ódýrum vörum netrisans enda sé ekki allt sem sýnist.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kín­verjar æfa inn­rás á Taí­van

Kínverjar iðka nú tveggja daga langa heræfingu í kringum Taívan og segja þeir æfinguna vera refsingu gagnvart eyjaskeggjum sem þeir saka um aðskilnaðarstefnu.

Erlent
Fréttamynd

Bíllinn í happ­drætti Ástþórs úr hans eigin smiðju

Fyrsti vinningur í happdrætti Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda, rafbíll af gerðinni Hupmobile, er ekki enn til. Einu ummerkin um Hupmobile á veraldarvefnum eru vefsíða framleiðandans, sem skráð er á Islandus group, fyrirtæki Ástþórs. Ástþór segir það enga tilviljun, hann eigi merkið.

Innlent
Fréttamynd

Reyna að sækja fyrsta sýnið frá fjærhlið tunglsins

Kínverskir geimvísindamenn skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Geimfar þetta ber lendingarfar sem til stendur að lenda á fjærhlið tunglsins. Þar á farið að taka sýni frá tunglinu og flytja það aftur til jarðar.

Erlent
Fréttamynd

Sagðir vilja frekar loka TikTok en selja

Gangi lögsóknir þeirra í Bandaríkjunum ekki eftir vilja forsvarsmenn kínverska fyrirtækisins ByteDance, sem á samfélagsmiðlafyrirtækið TikTok, frekar loka miðlinum vinsæla en að selja hann. Það er vegna þess að kóðinn á bakvið samfélagsmiðillinn þykir of mikilvægur rekstri ByteDance og þeir vilja ekki að hann endi í annarra höndum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Frum­varp um bann við TikTok sam­þykkt

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag með miklum meirihluta frumvarp sem þvingar kínverska eigendur samfélagsmiðilsins TikTok til að selja hann en annars á miðillinn yfir höfði sér bann í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Hafna til­lögu um „brýnt vopna­hlé“

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur hafnað ályktun um vopnahlés á Gasaströndinni. Sendiherrar Rússlands og Kína beittu neitunarvaldi ríkjanna til að koma í veg fyrir samþykkt ályktunarinnar, sem lögð var fram af sendiherra Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Snerist hugur um TikTok eftir heim­sókn auðjöfurs

Undir lok forsetatíðar sinnar skrifaði Donald Trump undir forsetatilskipun sem ætlað var að takmarka umfang samfélagsmiðilsins TikTok í Bandaríkjunum. Var það á grunni þess að Kommúnistaflokkur Kína stýrði í raun samfélagsmiðlinum og hefði þannig gífurleg áhrif á fjölmiðlaneyslu Bandaríkjamanna.

Erlent