Listamannalaun

Fréttamynd

155 milljónir til sviðslistaverkefna

Sviðslistasjóður styrkir verkefni í sviðslistum um 155 milljónir í ár. Sviðslistaráð úthlutar 98 milljónum til 12 atvinnusviðslistahópa og þeim fylgja 102 mánuðir úr launasjóði sviðslistafólks. 98 mánuðum var úthlutað til einstaklinga í úthlutun listamannalauna, og nemur stuðningur til sviðslista rúmlega 155 milljónum króna.

Innlent
Fréttamynd

Hug­leiðing um lista­manna­laun III

Ég ætla að hefja greinina á því að þakka fyrir viðbrögð við síðustu greinum, þau hafa verið framar vonum. Þá þakka ég sérfræðingum Rannís fyrir að bjóða mér á fund þann 17.12 þar sem stjórnsýsla listamannalauna og mögulegar úrbætur á þeim voru ræddar vítt og breytt. Það var gagnlegur fundur fyrir báða aðila.

Skoðun
Fréttamynd

Hug­leiðing um lista­manna­laun II

Ég vil hefja greinina á því að þakka fyrir jákvæðar viðtökur við skrifum mínum og fyrir fjölda upplýsandi bréfa og skemmtileg samtöl. Og síðast en ekki síst, fjölmargar áhugaverðar tillögur að úrbótum er kemur að umgjörð Listamannalauna.

Skoðun
Fréttamynd

Segist vera sá lista­maður sem vor­kennir sér mest

Halldór Armand rithöfundur lét krossfesta sig í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þegar rætt var við hann á skemmtistaðnum Röntgen í miðbæ Reykjavíkur. Halldór fékk ekki listamannalaun í ár þrátt fyrir að hafa fengið þau síðustu ár.

Lífið
Fréttamynd

Hug­leiðing um lista­manna­laun I

Rannsóknarmiðstöð Íslands, RANNÍS, fer með stjórnsýsluákvarðanir er varða listamannalaun á Íslandi. Rannís heyrir undir háskóla, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og starfar á grundvelli laga um opinberan stuðning við vísindarannsóknir nr. 3/2003.

Skoðun
Fréttamynd

Engin sé upp­skeran ef kar­töflurnar eru ekki settar niður

Fyrirkomulagið við úthlutun listamannalauna snýst ekki lengur um pólitíska bitlunga líkt og áður var og er nú allt á réttri leið. Þetta segir Edda Björgvinsdóttir leikkona sem er ein þeirra tvö hundruð og fimmtíu listamanna sem fá listamannalaun á næsta ári. Hún kveðst þakklát fyrir það framlag sem hún fær sem geri henni kleift að gefa enn meira af sér til baka til samfélagsins og íslenskrar menningar en ella.

Menning
Fréttamynd

Ó­lík hlut­skipti Gunna og Felix

Leikarinn og Felix Bergsson fær ekki listamannalaun í ár til að skrifa barnabækur sínar um Freyju og Frikka. Hann segist hafa vonast til að fá þrjá mánuði og segist ekki geta haldið áfram nema listamannalaun komi til.

Lífið
Fréttamynd

Þessi fá lista­manna­laun 2025

Tilkynnt hefur verið hvaða listamenn fá úthlutun úr Launasjóði listamanna fyrir árið 2025. Færri komust að en vildu, en alls var úthlutað 1720 mánaðarlaunum úr átta mismunandi sjóðum. 

Menning
Fréttamynd

Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé ný­liði

Innan við sólarhringur er í að hulunni verði svipt af því hvaða 251 listamaður fékk náð fyrir augum úthlutunarnefnda úr þeim átta sjóðum sem veita listamannalaun. Listamönnunum sjálfum hefur verið tilkynnt um niðurstöðuna. Þó nokkrir eru með böggum hildar og ganga slyppir og snauðir á braut. Lítið heyrist í fámennari hópnum, þeim sem anda léttar og fengu þriggja til tólf mánaða blessun á umsókn sinni.

Innlent
Fréttamynd

„Ég myndi ekki vilja fá þetta í and­litið“

Á morgun verður gefið út hverjir fá listamannalaun. Á meðan hafa hins vegar samfélagsmiðlar og fréttamiðlar tíundað að hinn og þessi hafi ekki hlotið náð fyrir augum úthlutunarnefndanna og sitt sýnist hverjum um það mat.

Lífið
Fréttamynd

„Full­kom­lega galin“ fjár­hags­leg á­kvörðun að vera rit­höfundur á Ís­landi

Umsækjendur um ritlaun hafa fengið svar frá stjórn listamannalauna um hvort þeir fái laun eða ekki en allur listinn verður birtur á fimmtudag. Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að það sé fullkomlega galin fjárhagsleg ákvörðun að gerast rithöfundur á Íslandi í núverandi kerfi. Á örmarkaði og með örtungu þurfi að fjárfesta betur í rithöfundum.

Innlent
Fréttamynd

Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfs­laun

Menningarmálaráðuneytið mun ekki gefa út um formlega úthlutun listamannalauna 2025 fyrr en næstkomandi fimmtudag. En bréf hafa hins vegar verið send til umsækjenda – hvort þeir hafi fengið eða ekki.

Lífið
Fréttamynd

Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár

Tilfinningarnar eru blendnar hjá listamönnum landsins sem í dag fengu að vita hvort þeir hefðu hlotið starfslaun listamanna fyrir árið 2025. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur fær ekki laun í fyrsta sinn í tuttugu ár. Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona fékk neitun og segist ekki vita hvað hún eigi til bragðs að taka.

Innlent
Fréttamynd

Niðurgangurinn á Þing­völlum þaggaður niður

Halldór Armand Ásgeirsson er að senda frá sér sína fimmtu skáldsögu um þessar mundir,  Mikilvægt rusl, auk þess gaf hann út pistlasafn fyrir Storytel 2022. Talsverð tímamót eru nú hjá Halldóri, bæði er skáldsagan hans sérstök að efni til og svo gefur hann hana út sjálfur. Sem er talsvert stórt skref að stíga. Halldór dregur ekki af sér í höfundatali.

Lífið
Fréttamynd

„Hafi eitt­hvað borið í milli, þá bar í milli þar“

Jakob Frímann Magnússon, frambjóðandi Miðflokksins, segir að hafi eitthvað borið í milli í aðdraganda þess að hann sagði sig úr Flokki fólksins, hafi borið í milli hvað varðaði listamannalaun. Hann hafi viljað fjölga listamönnum á launum en ekki þingflokkurinn.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta eru mjög vondir samningar við Stor­ytel“

Barnabókahöfundur birti uppgjör sitt fyrir bóksölu síðasta árs. Mikill munur er á greiðslum fyrir bóksölu og spilun á streymisveitunni Storytel. Hún segir rithöfunda verða að reiða sig á listamannalaun en þau séu alls ekki nóg.

Menning
Fréttamynd

„Mann- og list­fjand­sam­leg þvæla“

Einar Kárason gagnrýnir úthlutunarkerfi fyrir starfslaun listamanna og segir alla áherslu á sjálfa umsóknina frekar en listamanninn sem sækir um. Hann biðlar til Rithöfundarsambandsins að vinda ofan af „þessari mann- og listfjandsamlegu þvælu“.

Menning
Fréttamynd

Auka við lista­manna­laun í fyrsta sinn í fimm­tán ár

Alþingi samþykkti í dag breytingu á lögum um listamannalaun sem fela í sér fjölgun launasjóða sem starfslaun eru veitt úr og umtalsverða fjölgun árlegra úthlutunarmánaða. Fjöldi starfslauna hefur verið óbreyttur í fimmtán ár frá því að lögin tóku gildi árið 2009.

Innlent
Fréttamynd

„Vinnu­brögðin eru rusl og ykkur til skammar“

Andri Snær Magnason fer ófögrum orðum um Viðskiptaráð Íslands og segir starfsmenn þess „kosta 130 milljónir til að vinna gegn menningu.“ Hann segir jafnframt peningunum sem fyrirtæki borga til að reka Viðskiptaráð vera betur varið í að styrkja höfunda.

Innlent
Fréttamynd

Keypti 600 Bónus­poka og gerði úr þeim lista­verk um fá­tækt

Sæmundur Þór Helgason opnaði nýverið Af hverju er Ísland svona fátækt? í Nýlistasafninu. Hann segir að sýningunni sé „sú fegraða ímynd sem Ísland kynnir gjarnan út á við dregin í efa með því að varpa ljósi á ólíkar upplifanir mismunandi fólks í landinu.“

Lífið
Fréttamynd

Bækur Gyrðis aldrei verið vin­sælli

Ljóðabók Gyrðis Elíassonar, Dulstirni/Meðan glerið sefur er uppseld í helstu bókabúðum. Gyrðir hlaut ekki styrk úr launasjóði rithöfunda og bókin var ekki tilnefnd til bókmenntaverðlauna, en bóksali segir rithöfundinn aldrei hafa verið vinsælli.

Menning