Börn og uppeldi

Fréttamynd

Eru börn inn­viðir?

Í vetur keyrði ég yfir Hellisheiði í blindbyl. Á leiðinni hugsaði ég hversu þakklát ég væri fyrir að vegurinn væri vel merktur, að ljósastaurarnir virkuðu og að búið væri að ryðja snjóinn af veginum. Þetta eru innviðirnir sem halda samfélaginu gangandi hugsaði ég.

Skoðun
Fréttamynd

„Starf­semi sem þarf auð­vitað bara að stoppa"

Stöðva þarf áfengissölu á netinu að mati formanns foreldrasamtaka sem fagnar því að ákært hafi verið fyrir netsölu áfengis á Íslandi. Þetta hafi mikla þýðingu sér í lagi nú þegar unglingadrykkja er að aukast.

Innlent
Fréttamynd

Skóli án að­greiningar – fal­legt orða­lag en brota­kennd fram­kvæmd

Hugmyndin um skóla án aðgreiningar er ein sú fallegasta sem menntakerfið okkar hefur tekið að sér. Hún byggir á þeirri einföldu en djúpu hugsjón að öll börn eigi rétt á því að ganga í skóla og njóta þar jafns aðgengis að menntun, óháð færni, bakgrunni eða þörfum. Á blaði er þetta ótrúlega mannúðleg sýn og í takt við hugmyndir um jafnrétti og félagslega þátttöku.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­tíð nem­enda í Kópa­vogi í fyrsta sæti

Sem foreldri þriggja barna, þar af tveggja sem eru enn í grunnskólakerfinu, og sem formaður foreldrafélags í eina unglingaskóla Kópavogs, hef ég í mörg ár fylgst náið með því hvernig skólakerfið okkar þjónar – eða þjónar ekki – börnunum okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Al­var­legt hversu mörg börn skorti sam­kennd

Vanda Sigurgeirsdóttir lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands og fyrrum formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir meira agaleysi meðal barna og minni samkennd. Það hafi alvarleg áhrif á möguleika þeirra til að læra.

Innlent
Fréttamynd

„Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“

Unglingadrykkja hefur aukist verulega síðustu ár og hafði lögregla afskipti af fjölmörgum ungmennum á Menningarnótt vegna drykkju. Foreldrar þurfa að vakna, segir forvarnarfulltrúi borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Stöðu­próf verði skylda í öllum skólum strax í vor

Borgarfulltrúar Framsóknar leggja í dag fram tillögu í skóla- og frístundaráði um skyldubundin stöðu- og framvindupróf í grunnskólum Reykjavíkur. Oddviti flokksins segir tilraunaverkefni hafa gengið vel í vor og að hann telji ekki eftir neinu að bíða að innleiða prófin í öllum skólum borgarinnar strax næsta vor.

Innlent
Fréttamynd

Er ég ömur­legt for­eldri ef ég segi nei við barnið mitt?

Nú líður að hausti, sumarfríið á enda og verkefni daglegs lífs taka við á ný. Sumir fagna á meðan aðrir kvíða að snúa aftur til fyrri rútínu. Þetta á sérstaklega við um foreldra/forráðamenn, sem þurfa ekki aðeins að huga að eigin rútínu, heldur einnig barna sinna.

Skoðun
Fréttamynd

Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita

Seltjarnesbær heldur í dag árlegan Fjölskyldudag sinn í Gróttu. Dagskrá stendur frá klukkan 12 til 14. Hægt verður að heimsækja Gróttuvita, sjá Spiderman klifra upp vitann auk þess sem hægt verður að skoða lífríkið með líffræðingi og föndra flugdreka.

Lífið
Fréttamynd

Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja

Serena Williams, einn besti tennisspilari allra tíma, hefur opnað sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja á sama tíma og hún er byrjuð að auglýsa slík lyf fyrir lyfjafyrirtækið Ro. Hún segir lyfin hafa verið afarkost þegar ekkert annað gekk.

Lífið
Fréttamynd

Úti­hátíð fyrir ung­menni gekk eins og í sögu

Tveir vinir og nýstúdentar héldu í sumar vímuefnalausan viðburð þar sem ungmenni gátu skemmt sér utandyra með jafnöldrum sínum. Þeir segja viðburðinn hafa heppnast afar vel og stefna á að stækka hann á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Hella á­fenginu niður og hringja í for­eldra

Allt verður gert til að sporna gegn drykkju ungmenna í miðbænum á morgun þegar menningarnótt fer fram, að sögn lögreglu. Áfengisdrykkja meðal ungmenna verði sífellt meira áberandi og slík mál koma oftar inn á borð lögreglu en áður.

Innlent
Fréttamynd

Lands­menn allir harmi slegnir

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri Reykjavíkur telur landsmenn alla harmi slegna vegna máls þar sem starfsmaður leikskólans Múlaborgar er grunaður um kynferðisbrot gegn barni.

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi

Kynfræðingur segir mikilvægt að foreldrar noti rétt orð um líkama barna svo börn hafi réttan orðaforða og þekkingu til að geta greint frá því þegar brotið er á þeim. Ekki hafa fleiri tilkynningar um brot gegn börnum í leikskólum borist skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar eða barnavernd frá því að greint var frá því að starfsmaður Múlaborgar væri grunaður um kynferðisbrot gegn barni í leikskólanum.

Innlent
Fréttamynd

Fjár­festum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum

Íslenska ríkið og sveitarfélögin eyða um 100 milljörðum króna árlega í að "laga" afleiðingar þess að við gripum ekki börn í vanda nógu snemma. Þetta er næstum þrjú prósent af vergri landsframleiðslu, svipuð upphæð og öll framlög ríkisins til vegamála, löggæslu og dómskerfisins samanlagt.

Skoðun
Fréttamynd

Kópavogsleiðinn

Það var eiginlega bara tímaspursmál hvenær stjórnmálamenn kæmu fram og gerðu tilraun til að eyðileggja Matsferil, væntanlegt mælitæki MMS. Skólarnir fengu ekki einu sinni að byrja áður en bæjarstjórinn í Kópavogi var stokkinn fram á völlinn og hrópaði af Hamraborginni að í hans bæ héti mælitækið samræmt próf, sem eins og nafnið gefur til kynna, væri í senn bjarghringur og markúsarnet sökkvandi skólakerfis.

Skoðun
Fréttamynd

Kópavogsbær tekur aftur upp sam­ræmd próf

Nemendum í grunnskólum Kópavogsbæjar verður skylt að taka samræmt námspróf frá og með vorinu 2026 að sögn bæjarstjóra. Aðgerðin er ein af sextán umbótatillögum sem svara eiga ákalli kennara, nemenda og foreldra í málefnum grunnskóla.

Innlent
Fréttamynd

Þúsundir barna bætast við um­ferðina

Haustin eru tími eftirvæntingar og nýs upphafs. Brátt hefja skólarnir göngu sína og göturnar fyllast af léttfættum skólabörnum með litla bakpoka. Þúsundir barna fara nú daglega út í umferðina – ýmist gangandi, hjólandi eða í bíl.

Skoðun
Fréttamynd

„Það er hetja á Múlaborg“

Faðir barns á leikskólanum Múlaborg er sleginn vegna meints kynferðisbrots gegn barni í skólanum. Hann gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir seinagang í upplýsingagjöf og biður fjölmiðla um að vanda sig í umfjöllun um málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu var starfsmaðurinn sem grunaður er um kynferðisbrotið undir sérstöku eftirliti í skólanum á síðasta ári vegna hegðunar sinnar.

Innlent
Fréttamynd

Aukin gæsla og breytt snið á Menningar­nótt

Menningarnótt verður með breyttu sniði í ár í kjölfar þess að stúlka var myrt á hátíðinni á síðasta ári. Dagskrá Menningarnætur lýkur klukkutíma fyrr en fyrir ári og þá verður aukið við gæslu lögreglu og fleiri fulltrúar frístundamiðstöðva verða á svæðinu.

Innlent