Sameinuðu þjóðirnar

Fréttamynd

Breytt hegðun og ungt fólk að baki fjölgun smita

Ungt fólk er nú hærra hlutfall þeirra sem greinast með nýtt afbrigði kórónuveiru víða í Evrópu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að breytt hegðun fólks sé orsök þess að hópsýkingar hafa komið upp og smitum fjölgað aftur að undanförnum.

Erlent
Fréttamynd

Hvetja Bandaríkjastjórn til þess að hafa hemil á lögreglunni

Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hvatti Bandaríkjastjórn til þess að tryggja að lögreglu- og öryggissveitir beiti mótmælendur og blaðamenn ekki valdi í ósamræmi við tilefni eða handtaki þá ólöglega. Bandarískur dómari skipaði alríkislögreglumönnum í Portland að láta blaða- og eftirlitsmenn í friði í mótmælum sem geisa þar.

Erlent
Fréttamynd

Staða Ægisifjar á heimsminjaskrá gæti verið í hættu

Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) segir að nefnd um heimsminjar ætli að endurskoða stöðu Ægisifjar í Istanbúl eftir að Recep Erdogan Tyrklandsforseti tilkynnti í dag að henni yrði breytt í mosku. Hún harmar jafnframt samráðsleysi tyrkneskra stjórnvalda um ákvörðunina.

Erlent
Fréttamynd

Stríðandi fylkingar í Sýrlandi sagðar sekar um stríðsglæpi

Stjórnarher Sýrlands og íslamistar sem háðu harða hildi um Idlib-hérað í fyrra eru sagðir hafa framið „svívirðilega“ stríðsglæpi í nýrri skýrslu eftirlitsmanna Sameinuðu þjóðanna. Óbreyttir borgarar voru fórnarlömb loftsárása, sprengukúluregns, pyntinga og gripdeilda.

Erlent
Fréttamynd

Hryðjuverkalögum Duterte sagt beint gegn andstæðingum hans

Stjórnarandstæðingar á Filippseyjum segja að ný hryðjuverkalög sem Rodrigo Duterte forseti staðfesti í dag verði notuð sem vopn gegn pólitískum andstæðingum hans og til þess að kæfa tjáningarfrelsi í landinu. Með lögunum geta stjórnvöld skilgreind einstaklinga sem hryðjuverkamenn og haldið þeim í allt að 24 daga án ákæru.

Erlent
Fréttamynd

UN Women tíu ára í dag

Tíu ár eru í dag frá því UN Women var stofnað og samþykkt af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Heimilisofbeldi gegn konum hefur aukist um 30-40% í Covid-19 faraldrinum á heimsvísu að sögn framkvæmdastjóra UN Women.

Innlent
Fréttamynd

UN Women 10 ára í dag

Í dag eru tíu ár síðan stofnun UN Women var samþykkt af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Á þessum degi fyrir tíu árum átti sér stað söguleg pólitísk viljayfirlýsing ríkja heims um að jafna hlut kynjanna og útrýma kynbundnu ofbeldi.

Skoðun
Fréttamynd

WHO leiðréttir „misskilning“ um einkennalausa smitbera

Enn er margt á huldu um einkennalausa smitbera nýs afbrigðis kórónuveirunnar og hversu algeng slík tilfelli eru, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Orð eins yfirmanna stofnunarinnar um að einkennalaus smit væru „mjög sjaldgæf“ ollu töluverðu fjaðrafoki og segir stofnunin að um misskilning hafi verið að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Kvennahreyfingar krefjast vopnahlés

Yfir sextíu kvenréttindafélög og -samtök í ýmsum Arabaríkjum taka undir ákall aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé og samstöðu á svæðinu á tímum COVID-19.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Guðlaugur segir nú ljóst að framganga Íslands skipti máli

Tugir þúsunda manna kunna að hafa látist í stríði stjórnvalda í Filippseyjum á hendur fíkniefnum síðan árið 2016. Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem birt var í dag. Utanríkisráðherra segist vona að skýrslan leiði til góðs.

Innlent
Fréttamynd

Konur í friðargæslu eru lykill að friði

Sameinuðu þjóðirnar vekja athygli á því að aðstæður sem friðargæsluliðar samtakanna starfa við séu óvenju krefjandi, nú þegar COVID-19 heimsfaraldurinn bætist við í þeim stríðshrjáðu ríkjum sem þeir þjóna.

Heimsmarkmiðin