Erlent

Bakslag fyrir bólusetningaráætlun Sameinuðu þjóðanna

Kjartan Kjartansson skrifar
Bóluefnastofnun Indlands framleiðir AstraZeneca-bóluefnið gegn Covid-19 og er aðalbirgi COVAX-áætllunar Sameinuðu þjóðanna.
Bóluefnastofnun Indlands framleiðir AstraZeneca-bóluefnið gegn Covid-19 og er aðalbirgi COVAX-áætllunar Sameinuðu þjóðanna. AP/Brian Inganga

Verulegt bakslag er komið í áætlanir Sameinuðu þjóðanna um að bólusetja fólk í þróunarríkjum gegn kórónuveirunni eftir að stærsti framleiðandi bóluefna í heiminum á Indlandi sagðist ekki geta afhent fleiri skammta fyrr en í lok þessa árs.

Þegar lá fyrir að Bóluefnastofnun Indlands, stærsti framleiðandi bóluefna í heiminum sem átti að framleiða meginþorra bólefna gegn Covid-19 fyrir COVAX-áætlun Sameinuðu þjóðanna, þyrfti að fresta afhendingu á vegna gríðarlegrar fjölgunar smitaðra á Indlandi undanfarið.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sagði þá að tafirnar hefðu áhrif á 90 milljónir skammta af bóluefni en að von væri á fleiri skömmtum í júní.

Indverska stofnunin tilkynnti hins vegar í dag að hún vonaðist nú til þess að byrja að afhenda skammta fyrir COVAX og til annarra ríkja fyrir lok ársins, að sögn AP-fréttastofunnar. Miklar umræður hefðu átt sér stað um útflutning bóluefna frá Indlandi og unnið væri að því að auka framleiðsluna.

Mun lægra hlutfall íbúa í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku hefur verið bólusett gegn kórónuveirunni en í þróuðum ríkjum Evrópu og Norður-Ameríku. COVAX-áætlunni er ætlað að útvegja ríkjum bóluefni sem hafa ekki burði til þess að tryggja sér þau sjálf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×