Landspítalinn

Fréttamynd

Fram­bjóð­endur, gerið betur

Það er búið að vera sérstaklega erfitt að fylgjast með kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar í þetta skiptið. Ekki hvað síst í ljósi þess að á sama tíma er stéttin mín að berjast fyrir bættu starfsumhverfi og betri mönnun læknisþjónustu við landsmenn, en forsenda þess eru sómasamleg kjör lækna.

Skoðun
Fréttamynd

Tvær ís­lenskar konur reyndust með al­næmi eftir mikil veikindi

Sóttvarnarlæknir segir brýnt að heilbrigðisstarfsfólk hafi lágan þröskuld fyrir að skima fyrir HIV-veirunni. Þá eigi alltaf að prófa fyrir henni ef fólk greinist með kynsjúkdóm. Tvær íslenskar konur greindust nýlega með alnæmi eftir margra mánaða samskipti við lækna vegna alvarlegs heilsubrest þar sem ekki var skimað fyrir slíku smiti

Innlent
Fréttamynd

Stjórn­völd þurfi að bregðast við al­var­legum vímu­efna­vanda

Lyfjatengd andlát á síðasta ári voru tvöfalt fleiri en fyrir áratug og í um fjórðungi þeirra var um vísvitandi sjálfseitrun að ræða. Framkvæmdastjóri hjá SÁÁ segir mikilvægt að stjórnvöld bregðist af alvöru við vandanum. Heilbrigðiskerfið eigi ekki að þurfa að berjast um bitlinga

Innlent
Fréttamynd

Máttu rukka ís­lenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum

Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Landspítalans um að rukka íslenska konu um 1,3 milljónir króna vegna dvalar hennar og þjónustu sem hún þáði vegna veikinda á Landspítalanum í sumar. Konan var með lögheimili í Bandaríkjunum þegar hún veiktist hér á landi og var ekki tryggð hjá Sjúkratryggingum Íslands.

Neytendur
Fréttamynd

Fleiri konur mættu í krabba­meins­skimun í ár en í fyrra

Fleiri konur mættu í bæði legháls- og krabbameinsskimun í fyrra en árið áður. Hlutfall þeirra kvenna sem mætir í skimun árlega nær þó enn ekki viðmiðunarmörkum sem eru 75 prósent. Greint er frá þessu í nýju gæðauppgjöri embættis landlæknis vegna skimunar.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið þrýsti læknum út í harðari verk­fallsað­gerðir

Formaður Læknafélags Íslands segir ríkið þrýsta læknum út í harðari verkfallsaðgerðir en lagt var upp með, með því að lýsa því yfir að boðaðar aðgerðir séu ólöglegar. Stefnt er að því að hefja nýja atkvæðagreiðslu um verkföll lækna í dag, sem myndu hefjast seint í nóvember. 

Innlent
Fréttamynd

Upp­runi smitsins var hakk frá Kjarnafæði

Rannsóknir Matís á uppruna E.coli smits á leikskólanum Mánagarði hafa staðfest að bakterían var í hakki sem var matreitt á leikskólanum. Niðurstaða rannsóknarinnar er að meðhöndlun hakksins á leikskólanum var ekki fullnægjandi með tilliti til hreinlætis. 

Innlent
Fréttamynd

Eitt barn út­skrifað af gjör­gæslu

Eitt barn hefur verið útskrifað af gjörgæslu Landspítalans vegna E. coli sýkingarinnar sem greindist á leikskólanum Mánagarði í síðustu viku. Ellefu eru inniliggjandi og enn fjögur á gjörgæslu. Greint er frá á vef RÚV. Rannsókn á E.coli smiti á leikskólanum Mánagarði beinist aðallega að mati sem börnin neyttu þann 17. október. Þá fengu börnin hafragraut, spaghettí og melónur í kaffitímanum. 

Innlent
Fréttamynd

Þakk­látur starfs­fólki Land­spítalans eftir mótorhjólaslys

Bandaríski ferðamaðurinn Timothy Bradley sendi starfsfólki Landspítalans hjartnæmt bréf og gjöf í þakklætisskyni fyrir að hafa hlúð að honum eftir að hann lenti í mótorhjólaslysi í grennd við Gullfoss í september síðastliðnum. Hann gaf starfsmönnum sérmerktan kaffibolla og súkkulaði.

Lífið
Fréttamynd

Al­gengt neyðar­til­felli

Heilaslag er algengt neyðartilfelli sem ber að bregðast við án tafar. Ef heilaslag á sér stað er mikilvægt að einstaklingur komist á spítala sem fyrst því læknismeðferð þarf að veita innan ákveðins tímaramma. Á hverri mínútu eftir að slag á sér stað deyja tæplega tvær milljónir heilafruma.

Skoðun
Fréttamynd

Færri börn undir eftir­liti vegna E.coli en enn fimm á gjör­gæslu

Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir á ekki von á því að niðurstöður úr rannsókn á uppruna E.coli smits á Mánagarði liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi við lok vikunnar eða um helgina. Leikskólinn er enn lokaður.  Tíu börn eru undir undir eftirliti á bráðamóttöku Barnaspítalans eins og er samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Auk þess eru tíu börn inniliggjandi, þar af eru fimm á deild og fimm á gjörgæslu.

Innlent
Fréttamynd

Verk­fall lækna gæti hafist 18. nóvember

Atkvæðagreiðsla Læknafélags Íslands um hvort gripið verði til aðgerða stendur nú yfir. Það mun liggja fyrir klukkna 16:00 á fimmtudaginn hvort læknar ráðist í verkfallsaðgerðir en kjaraviðræður eru þó enn í fullum gangi að sögn Steinunnar Þórðardóttur, formanns Læknafélags Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Kaupa til­búinn mat á meðan E.coli sýkingin er til rann­sóknar

Leikskólinn Mánagarður í Vesturbæ Reykjavíkur er enn lokaður eftir að upp kom E.coli sýking á leikskólanum í síðustu  viku. Leikskólastjóri segir það koma í ljós síðar í dag hvort hægt sé að opna í vikunni. Hún ætlar að kaupa tilbúinn mat á meðan málið er til rannsóknar. 

Innlent
Fréttamynd

Þrjú börn á gjör­gæslu vegna E.coli sýkingar

Alls eru nú 42 börn undir eftirlit á Landspítalanum vegna E. Coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru 11 af þeim inniliggjandi og þrjú þeirra á gjörgæslu alvarlega veik.

Innlent
Fréttamynd

Van­nærð og veik af á­fengis­neyslu eftir vetur­setu í Evrópu

Anna Björg Jónsdóttir, öldrunarlæknir á Landspítalanum, segir áfengissýki ört stækkandi vandamál hjá öldruðum. Það hafi víðtæk áhrif á fólk og aðstandendur. Sumir hafi glímt við þetta alla ævi en aðrir leiðist út í aukna neyslu áfengis á eldri árum. Anna Björg fór yfir þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Sjá mikil bata­merki eftir háþrýstimeðferð

Konur sem voru orðnar vondaufar um að ná nokkrum bata eftir erfið veikindi segja að meðferð í háþrýstiklefa hafi gefið þeim nýja von. Þær geti nú í fyrsta skipti í langan tíma sinnt fjölskyldu sinni og tekið þátt í lífinu. Þó meðferðin sé ekkert kraftaverk sé ótrúlegt að finna breytingarnar eftir hana. 

Innlent
Fréttamynd

Nú 27 börn veik vegna e.coli sýkingarinnar

Alls eru nú 27 börn á leikskólanum Mánagarði veik vegna e. coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum. Af þeim eru fjögur inniliggjandi. Tvö þeirra sem eru inniliggjandi eru á gjörgæslu og þurfa bæði að öllum líkindum að fara í nýrnaskilun. Þetta staðfestir Andri Ólafsson samskiptastjóri Landspítalans.

Innlent
Fréttamynd

Veikindi á fimm af sjö deildum leik­skólans

Sóttvarnalæknir segir rannsókn á uppruna E.coli sýkingar á leikskólanum Mánagarði í fullum gangi og þar séu matvæli helst til skoðunar. Tvö börn liggja á gjörgæslu vegna veikindanna og fara að líkindum í nýrnaskilun.

Innlent
Fréttamynd

Eitt barnanna al­var­lega veikt og ó­vissa fram yfir helgi

Eitt barn er alvarlega veikt eftir að E.coli sýking kom upp á leikskólanum Mánagarði, en tólf hafa leitað á spítala vegna hennar. Læknir á Barnaspítala Hringsins segir óvissuástand uppi um umfang smitsins, sem muni líklega vara fram yfir helgi. Óráðlegt sé að gefa börnum sýklalyf við þessar aðstæður, og mikilvægast að tryggja að þau fái nægan vökva. 

Innlent
Fréttamynd

Greina matinn sem börnin á Mánagarði borðuðu

Mikil vinna stendur yfir hjá Matvælastofnun, embætti sóttvarnalæknis og heilbrigðiseftirlitinu við að leita að uppruna sýkingar sem leitt hefur til veikinda barna á leikskólanum Mánagarði. Þó nokkur börn hafa verið lögð inn á Landspítalann. Sterkar vísbendingar eru um orsök smitsins. Leikskólastjóri lítur málið alvarlegum augum en fyrsta barnið greindist síðdegis í gær.

Innlent
Fréttamynd

Neyðar­á­stand - úr­bætur strax

Mér er algjörlega ofboðið að sjá þær aðstæður sem fárveiku fólki er boðið uppá á bráðmóttöku Landspítalans í Fossvogi. Ég fór með manninum mínum með sjúkraflugi þangað núna í haust. Við komum á spítalann um miðja nótt.

Skoðun
Fréttamynd

Bráða­mót­taka LSH

Ég ritaði Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra bréf 17.07 sl. eftir um 12 klst. dvöl mína á bráðamóttöku LSH nokkrum dögum áður. Í bréfinu vísa ég í mjög svo slæmar aðstæður sem sjúklingar og starfsfólk þurfa að una við á bráðamóttökunni í dag.

Skoðun