Landsréttarmálið

Fréttamynd

Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál

Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Tíðrætt um traust Alþingis

Ríkisstjórnarflokkarnir höfðu betur gegn minnihlutanum þegar kosið var um tillögu dómsmálaráðherra um fimmtán dómara við Landsrétt. Alþingismönnum var heitt í hamsi í umræðum um málið.

Innlent
Fréttamynd

Framsóknarþingmenn sátu hjá við skipan dómara í Landsrétti

Hart var tekist á um skipan fimmtán dómara við nýtt millidómstig, Landsrétt, á Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan telur að dómsmálaráðherra hafi ekki staðið rétt að tillögu um hverjir skuli skipa dóminn og ekki fært nægjanleg rök samkvæmt lögum fyrir ákvörðun sinni.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta á að rannsaka“

"Þetta er allt saman mjög ófaglegt ferli og þetta á að rannsaka og þetta verður rannsakað,“ sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.

Innlent
Fréttamynd

Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn

Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni.

Innlent