Hafnar ásökunum um ólögmætar embættisfærslur Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 30. maí 2017 12:30 Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, segist hafa verið að hluta til ósammála hæfnisnefndinni. „Nei ég get ekki fallist á það,“ segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, aðspurð hvort fótur sé fyrir ásökunum Ástráðs Haraldssonar, hæstaréttalögmanns, þess efnis að hún sé að afla sér heimilda frá Alþingi til að framkvæmda ólögmæta embættisfærslu með tillögum sínum um skipan dómara við Landsrétt.Sjá: „Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis“ „Enda hef ég gætt allra lagareglna og annarra reglna sem um þetta gildir,“ segir hún. „Það kemur skýrt fram í lögum um dómstóla að ráðherra getur vikið frá mati hæfnisnefndarinnar en geri hann það þarf hann að bera það undir Alþingi og það hef ég einmitt gert.“ Sigríður afhenti Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, í gær tillögu sína um skipan fimmtán dómara við Landsrétt. Sigríður vék frá nokkrum tillögum nefndarinnar og breytti fjórum nöfnum af fimmtán. Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður, er einn þeirra sem nefndin mat hæfastan en hann var ekki á endanlegum lista dómsmálaráðherra. Hann hefur nú ritað forseta þingsins bréf þar sem hann telur dómsmálaráðherra vera að leita til Alþingis til að afla heimilda fyrir ólögmætri embættisfærslu. Í bréfinu vísar hann í bráðabirgðaákvæði í lögum um dómstóla þar sem kveðið er á að ráðherra eigi ekki að víkja frá mati nefndarinnar og tekur hann fram að hæfnisnefndin hafi metið 15 einstaklinga hæfari en aðra umsækjendur sem komust engu að síður á lista ráðherra. Sigríður segist hafa verið ósammála niðurstöðu nefndarinnar að hluta. Til að mynda telur hún að dómarareynslu hafi ekki verið veitt nægilegt vægi. „Ég fellst á mat nefndarinnar að því leiti að ég tel að þeir fimmtán sem að nefndin tilgreinir sem hæfasta séu á meðal hæfustu umsækjenda. Ég er hinsvegar ósammála mati nefndarinnar að það séu ekki fleiri,“ segir hún. „Um það hef ég vísað til þess að dómarareynsla hafi kannski borið skarðan hlut frá borði við mat nefndarinnar og þessvegna byggi ég mína tillögu á því að af umsækjendunum 32 sem hafi verið til umfjöllunnar hafi 24 verið hæfastir og ekki hægt að gera upp á milli þeirra hvað það varðar.“ Sigríður hefur setið fyrir svörum Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag vegna skipana dómara við Landsrétt. Fundað var í morgun og verður framhaldið klukkan 13.Þá var Sigríður í spjalli í Harmageddon í morgun þar sem hún benti á að kynjahlutföllin gætu ekki verið jafnari. Átta karlar og sjö konur. Viðtalið má heyra hér að neðan. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ráðherra sniðgekk fjórar tillögur hæfnisnefndar við skipan dómara Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari og eiginkona Brynjars Níelssonar, var ekki metin á meðal fimmtán hæfustu. Sigríður Á. Andersen skipaði hana þó dómara. 29. maí 2017 12:09 Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður og einn þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að taka sæti dómara við Landsrétt, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, gera tilraun til að afla sér heimildar Alþingis fyrir ólögmætri embættisfærslu með tillögu um skipan dómara við Landsrétt. 29. maí 2017 22:53 Funda áfram með ráðherra eftir hádegi Svarar spurningum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um skipan dómara við Landsrétt. 30. maí 2017 11:32 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira
„Nei ég get ekki fallist á það,“ segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, aðspurð hvort fótur sé fyrir ásökunum Ástráðs Haraldssonar, hæstaréttalögmanns, þess efnis að hún sé að afla sér heimilda frá Alþingi til að framkvæmda ólögmæta embættisfærslu með tillögum sínum um skipan dómara við Landsrétt.Sjá: „Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis“ „Enda hef ég gætt allra lagareglna og annarra reglna sem um þetta gildir,“ segir hún. „Það kemur skýrt fram í lögum um dómstóla að ráðherra getur vikið frá mati hæfnisnefndarinnar en geri hann það þarf hann að bera það undir Alþingi og það hef ég einmitt gert.“ Sigríður afhenti Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, í gær tillögu sína um skipan fimmtán dómara við Landsrétt. Sigríður vék frá nokkrum tillögum nefndarinnar og breytti fjórum nöfnum af fimmtán. Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður, er einn þeirra sem nefndin mat hæfastan en hann var ekki á endanlegum lista dómsmálaráðherra. Hann hefur nú ritað forseta þingsins bréf þar sem hann telur dómsmálaráðherra vera að leita til Alþingis til að afla heimilda fyrir ólögmætri embættisfærslu. Í bréfinu vísar hann í bráðabirgðaákvæði í lögum um dómstóla þar sem kveðið er á að ráðherra eigi ekki að víkja frá mati nefndarinnar og tekur hann fram að hæfnisnefndin hafi metið 15 einstaklinga hæfari en aðra umsækjendur sem komust engu að síður á lista ráðherra. Sigríður segist hafa verið ósammála niðurstöðu nefndarinnar að hluta. Til að mynda telur hún að dómarareynslu hafi ekki verið veitt nægilegt vægi. „Ég fellst á mat nefndarinnar að því leiti að ég tel að þeir fimmtán sem að nefndin tilgreinir sem hæfasta séu á meðal hæfustu umsækjenda. Ég er hinsvegar ósammála mati nefndarinnar að það séu ekki fleiri,“ segir hún. „Um það hef ég vísað til þess að dómarareynsla hafi kannski borið skarðan hlut frá borði við mat nefndarinnar og þessvegna byggi ég mína tillögu á því að af umsækjendunum 32 sem hafi verið til umfjöllunnar hafi 24 verið hæfastir og ekki hægt að gera upp á milli þeirra hvað það varðar.“ Sigríður hefur setið fyrir svörum Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag vegna skipana dómara við Landsrétt. Fundað var í morgun og verður framhaldið klukkan 13.Þá var Sigríður í spjalli í Harmageddon í morgun þar sem hún benti á að kynjahlutföllin gætu ekki verið jafnari. Átta karlar og sjö konur. Viðtalið má heyra hér að neðan.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ráðherra sniðgekk fjórar tillögur hæfnisnefndar við skipan dómara Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari og eiginkona Brynjars Níelssonar, var ekki metin á meðal fimmtán hæfustu. Sigríður Á. Andersen skipaði hana þó dómara. 29. maí 2017 12:09 Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður og einn þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að taka sæti dómara við Landsrétt, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, gera tilraun til að afla sér heimildar Alþingis fyrir ólögmætri embættisfærslu með tillögu um skipan dómara við Landsrétt. 29. maí 2017 22:53 Funda áfram með ráðherra eftir hádegi Svarar spurningum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um skipan dómara við Landsrétt. 30. maí 2017 11:32 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira
Ráðherra sniðgekk fjórar tillögur hæfnisnefndar við skipan dómara Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari og eiginkona Brynjars Níelssonar, var ekki metin á meðal fimmtán hæfustu. Sigríður Á. Andersen skipaði hana þó dómara. 29. maí 2017 12:09
Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður og einn þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að taka sæti dómara við Landsrétt, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, gera tilraun til að afla sér heimildar Alþingis fyrir ólögmætri embættisfærslu með tillögu um skipan dómara við Landsrétt. 29. maí 2017 22:53
Funda áfram með ráðherra eftir hádegi Svarar spurningum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um skipan dómara við Landsrétt. 30. maí 2017 11:32