Hafnar ásökunum um ólögmætar embættisfærslur Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 30. maí 2017 12:30 Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, segist hafa verið að hluta til ósammála hæfnisnefndinni. „Nei ég get ekki fallist á það,“ segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, aðspurð hvort fótur sé fyrir ásökunum Ástráðs Haraldssonar, hæstaréttalögmanns, þess efnis að hún sé að afla sér heimilda frá Alþingi til að framkvæmda ólögmæta embættisfærslu með tillögum sínum um skipan dómara við Landsrétt.Sjá: „Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis“ „Enda hef ég gætt allra lagareglna og annarra reglna sem um þetta gildir,“ segir hún. „Það kemur skýrt fram í lögum um dómstóla að ráðherra getur vikið frá mati hæfnisnefndarinnar en geri hann það þarf hann að bera það undir Alþingi og það hef ég einmitt gert.“ Sigríður afhenti Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, í gær tillögu sína um skipan fimmtán dómara við Landsrétt. Sigríður vék frá nokkrum tillögum nefndarinnar og breytti fjórum nöfnum af fimmtán. Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður, er einn þeirra sem nefndin mat hæfastan en hann var ekki á endanlegum lista dómsmálaráðherra. Hann hefur nú ritað forseta þingsins bréf þar sem hann telur dómsmálaráðherra vera að leita til Alþingis til að afla heimilda fyrir ólögmætri embættisfærslu. Í bréfinu vísar hann í bráðabirgðaákvæði í lögum um dómstóla þar sem kveðið er á að ráðherra eigi ekki að víkja frá mati nefndarinnar og tekur hann fram að hæfnisnefndin hafi metið 15 einstaklinga hæfari en aðra umsækjendur sem komust engu að síður á lista ráðherra. Sigríður segist hafa verið ósammála niðurstöðu nefndarinnar að hluta. Til að mynda telur hún að dómarareynslu hafi ekki verið veitt nægilegt vægi. „Ég fellst á mat nefndarinnar að því leiti að ég tel að þeir fimmtán sem að nefndin tilgreinir sem hæfasta séu á meðal hæfustu umsækjenda. Ég er hinsvegar ósammála mati nefndarinnar að það séu ekki fleiri,“ segir hún. „Um það hef ég vísað til þess að dómarareynsla hafi kannski borið skarðan hlut frá borði við mat nefndarinnar og þessvegna byggi ég mína tillögu á því að af umsækjendunum 32 sem hafi verið til umfjöllunnar hafi 24 verið hæfastir og ekki hægt að gera upp á milli þeirra hvað það varðar.“ Sigríður hefur setið fyrir svörum Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag vegna skipana dómara við Landsrétt. Fundað var í morgun og verður framhaldið klukkan 13.Þá var Sigríður í spjalli í Harmageddon í morgun þar sem hún benti á að kynjahlutföllin gætu ekki verið jafnari. Átta karlar og sjö konur. Viðtalið má heyra hér að neðan. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ráðherra sniðgekk fjórar tillögur hæfnisnefndar við skipan dómara Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari og eiginkona Brynjars Níelssonar, var ekki metin á meðal fimmtán hæfustu. Sigríður Á. Andersen skipaði hana þó dómara. 29. maí 2017 12:09 Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður og einn þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að taka sæti dómara við Landsrétt, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, gera tilraun til að afla sér heimildar Alþingis fyrir ólögmætri embættisfærslu með tillögu um skipan dómara við Landsrétt. 29. maí 2017 22:53 Funda áfram með ráðherra eftir hádegi Svarar spurningum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um skipan dómara við Landsrétt. 30. maí 2017 11:32 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira
„Nei ég get ekki fallist á það,“ segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, aðspurð hvort fótur sé fyrir ásökunum Ástráðs Haraldssonar, hæstaréttalögmanns, þess efnis að hún sé að afla sér heimilda frá Alþingi til að framkvæmda ólögmæta embættisfærslu með tillögum sínum um skipan dómara við Landsrétt.Sjá: „Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis“ „Enda hef ég gætt allra lagareglna og annarra reglna sem um þetta gildir,“ segir hún. „Það kemur skýrt fram í lögum um dómstóla að ráðherra getur vikið frá mati hæfnisnefndarinnar en geri hann það þarf hann að bera það undir Alþingi og það hef ég einmitt gert.“ Sigríður afhenti Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, í gær tillögu sína um skipan fimmtán dómara við Landsrétt. Sigríður vék frá nokkrum tillögum nefndarinnar og breytti fjórum nöfnum af fimmtán. Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður, er einn þeirra sem nefndin mat hæfastan en hann var ekki á endanlegum lista dómsmálaráðherra. Hann hefur nú ritað forseta þingsins bréf þar sem hann telur dómsmálaráðherra vera að leita til Alþingis til að afla heimilda fyrir ólögmætri embættisfærslu. Í bréfinu vísar hann í bráðabirgðaákvæði í lögum um dómstóla þar sem kveðið er á að ráðherra eigi ekki að víkja frá mati nefndarinnar og tekur hann fram að hæfnisnefndin hafi metið 15 einstaklinga hæfari en aðra umsækjendur sem komust engu að síður á lista ráðherra. Sigríður segist hafa verið ósammála niðurstöðu nefndarinnar að hluta. Til að mynda telur hún að dómarareynslu hafi ekki verið veitt nægilegt vægi. „Ég fellst á mat nefndarinnar að því leiti að ég tel að þeir fimmtán sem að nefndin tilgreinir sem hæfasta séu á meðal hæfustu umsækjenda. Ég er hinsvegar ósammála mati nefndarinnar að það séu ekki fleiri,“ segir hún. „Um það hef ég vísað til þess að dómarareynsla hafi kannski borið skarðan hlut frá borði við mat nefndarinnar og þessvegna byggi ég mína tillögu á því að af umsækjendunum 32 sem hafi verið til umfjöllunnar hafi 24 verið hæfastir og ekki hægt að gera upp á milli þeirra hvað það varðar.“ Sigríður hefur setið fyrir svörum Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag vegna skipana dómara við Landsrétt. Fundað var í morgun og verður framhaldið klukkan 13.Þá var Sigríður í spjalli í Harmageddon í morgun þar sem hún benti á að kynjahlutföllin gætu ekki verið jafnari. Átta karlar og sjö konur. Viðtalið má heyra hér að neðan.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ráðherra sniðgekk fjórar tillögur hæfnisnefndar við skipan dómara Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari og eiginkona Brynjars Níelssonar, var ekki metin á meðal fimmtán hæfustu. Sigríður Á. Andersen skipaði hana þó dómara. 29. maí 2017 12:09 Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður og einn þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að taka sæti dómara við Landsrétt, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, gera tilraun til að afla sér heimildar Alþingis fyrir ólögmætri embættisfærslu með tillögu um skipan dómara við Landsrétt. 29. maí 2017 22:53 Funda áfram með ráðherra eftir hádegi Svarar spurningum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um skipan dómara við Landsrétt. 30. maí 2017 11:32 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira
Ráðherra sniðgekk fjórar tillögur hæfnisnefndar við skipan dómara Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari og eiginkona Brynjars Níelssonar, var ekki metin á meðal fimmtán hæfustu. Sigríður Á. Andersen skipaði hana þó dómara. 29. maí 2017 12:09
Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður og einn þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að taka sæti dómara við Landsrétt, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, gera tilraun til að afla sér heimildar Alþingis fyrir ólögmætri embættisfærslu með tillögu um skipan dómara við Landsrétt. 29. maí 2017 22:53
Funda áfram með ráðherra eftir hádegi Svarar spurningum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um skipan dómara við Landsrétt. 30. maí 2017 11:32