Svekktir með Sigríði og segja tillöguna minnka traust á nýjum dómstól Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2017 14:51 Reimar Pétursson er formaður Lögmannafélagsins sem fer hörðum orðum í áliti sínu um tillögu dómsmálaráðherra. Stjórn Lögmannafélagsins segir það vonbrigði að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem var starfandi lögmaður, geri jafn lítið úr lögmannsreynslu samanborið við reynslu af dómsstörfum og raun beri vitni. Þetta kemur fram í afstöðu Lögmannafélagsins til rökstuðnings ráðherra vegna tillagna um skipan dómara við Landsrétt. Telur stjórnin embættisfærsluna síst til þess fallna að skapa nýjum dómstól það traust og veganesti sem nauðsynlegt sé í lýðræðisþjóðfélagi. Ingimar Ingason, framvkæmdastjóri Lögmannafélagsins, skrifar undir afstöðu félagsins fyrir hönd stjórnar.Lögmannafélagið Fundir á fundi ofan Tillaga ráðherra um fimmán dómara við nýtt millidómsstig, Landsrétt, er nú til umfjöllunar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Umdeild er ákvörðun ráðherra að nýta sér lagaheimild og hrófla við tillögum sérstakrar nefndar sem mat hæfni umsækjenda og gaf þeim einkunn. Lagði nefndin til að þeir fimmtán sem skoruðu hæst yrðu tilnefndir til starfans. Ráðherra fór að tillögum nefndarinnar í ellefu tilfellum en skipti út fjórum af þeim sem dómnefnd mat hæfasta. Nefndin fundaði með ráðherra, formann Lögmannafélagsins, sérfræðingum í stjórnsýslurétti og fleirum í gær. Er enn fundað í dag, síðasta dag þingsins, en stefnt hafði verið að því að greidd yrðu atkvæði um málið í dag. Sjá einnig: Vantraust á ráðherra í burðarliðnum Lögmannafélagið vísar í minnisblað ráðherra sem gerði „reynslu af dómarastörfum“ hærra undir höfði en dómnefndin gerði. Var vægi þess þáttar því aukið frá því sem var í heildarmati dómnefndar, án frekari útskýringa. Ráðherra virðist því ekki gera athugasemdir við niðurstöður dómnefndar að öðru leyti. Ekki hægt að útskýra Eftir breytingar ráðherra á listanum standa sumir dómarar, sem voru samkvæmt dómnefndinni hæfari en aðrir dómarar, öðrum dómurum að baki. Hvernig ráðherra komst að þessari niðurstöðu er óútskýrt, væntanlega af því það er ekki hægt að útskýra, segir Lögmannafélagið. „Enn síður, hvernig framangreind „breyta“ verður þess valdandi að umsækjandi, sem var í 30. sæti samkvæmt mati dómnefndar, standi skyndilega umsækjanda í 7. sæti framar, svo dæmi sé tekið.“ Vísar Lögmannafélagið þar í þá staðreynd að Jón Finnbjörnsson héraðsdómari, sem var í 30. sæti á lista dómnefndar, er tilnefndur af ráðherra til embættisins. Aftur á móti hefur Eiríkur Jónsson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands sem var í 7. sæti dómnefndar, fallið af listanum. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Vill fresta skipan dómara við Landsrétt Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd mun funda fram á kvöld. 30. maí 2017 19:19 Davíð Þór, Sigurður Tómas og Ragnheiður hæfust að mati nefndarinnar Þau Davíð Þór Björgvinsson, Sigurður Tómasson og Ragnheiður Harðardóttir voru metin hæfust í embætti dómara við Landsrétt af sérstakri hæfnisnefnd. 30. maí 2017 23:59 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Stjórn Lögmannafélagsins segir það vonbrigði að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem var starfandi lögmaður, geri jafn lítið úr lögmannsreynslu samanborið við reynslu af dómsstörfum og raun beri vitni. Þetta kemur fram í afstöðu Lögmannafélagsins til rökstuðnings ráðherra vegna tillagna um skipan dómara við Landsrétt. Telur stjórnin embættisfærsluna síst til þess fallna að skapa nýjum dómstól það traust og veganesti sem nauðsynlegt sé í lýðræðisþjóðfélagi. Ingimar Ingason, framvkæmdastjóri Lögmannafélagsins, skrifar undir afstöðu félagsins fyrir hönd stjórnar.Lögmannafélagið Fundir á fundi ofan Tillaga ráðherra um fimmán dómara við nýtt millidómsstig, Landsrétt, er nú til umfjöllunar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Umdeild er ákvörðun ráðherra að nýta sér lagaheimild og hrófla við tillögum sérstakrar nefndar sem mat hæfni umsækjenda og gaf þeim einkunn. Lagði nefndin til að þeir fimmtán sem skoruðu hæst yrðu tilnefndir til starfans. Ráðherra fór að tillögum nefndarinnar í ellefu tilfellum en skipti út fjórum af þeim sem dómnefnd mat hæfasta. Nefndin fundaði með ráðherra, formann Lögmannafélagsins, sérfræðingum í stjórnsýslurétti og fleirum í gær. Er enn fundað í dag, síðasta dag þingsins, en stefnt hafði verið að því að greidd yrðu atkvæði um málið í dag. Sjá einnig: Vantraust á ráðherra í burðarliðnum Lögmannafélagið vísar í minnisblað ráðherra sem gerði „reynslu af dómarastörfum“ hærra undir höfði en dómnefndin gerði. Var vægi þess þáttar því aukið frá því sem var í heildarmati dómnefndar, án frekari útskýringa. Ráðherra virðist því ekki gera athugasemdir við niðurstöður dómnefndar að öðru leyti. Ekki hægt að útskýra Eftir breytingar ráðherra á listanum standa sumir dómarar, sem voru samkvæmt dómnefndinni hæfari en aðrir dómarar, öðrum dómurum að baki. Hvernig ráðherra komst að þessari niðurstöðu er óútskýrt, væntanlega af því það er ekki hægt að útskýra, segir Lögmannafélagið. „Enn síður, hvernig framangreind „breyta“ verður þess valdandi að umsækjandi, sem var í 30. sæti samkvæmt mati dómnefndar, standi skyndilega umsækjanda í 7. sæti framar, svo dæmi sé tekið.“ Vísar Lögmannafélagið þar í þá staðreynd að Jón Finnbjörnsson héraðsdómari, sem var í 30. sæti á lista dómnefndar, er tilnefndur af ráðherra til embættisins. Aftur á móti hefur Eiríkur Jónsson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands sem var í 7. sæti dómnefndar, fallið af listanum.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Vill fresta skipan dómara við Landsrétt Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd mun funda fram á kvöld. 30. maí 2017 19:19 Davíð Þór, Sigurður Tómas og Ragnheiður hæfust að mati nefndarinnar Þau Davíð Þór Björgvinsson, Sigurður Tómasson og Ragnheiður Harðardóttir voru metin hæfust í embætti dómara við Landsrétt af sérstakri hæfnisnefnd. 30. maí 2017 23:59 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Vill fresta skipan dómara við Landsrétt Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd mun funda fram á kvöld. 30. maí 2017 19:19
Davíð Þór, Sigurður Tómas og Ragnheiður hæfust að mati nefndarinnar Þau Davíð Þór Björgvinsson, Sigurður Tómasson og Ragnheiður Harðardóttir voru metin hæfust í embætti dómara við Landsrétt af sérstakri hæfnisnefnd. 30. maí 2017 23:59
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu