Dýr

Fréttamynd

Uppselt á kattahóteli Kattholts yfir hátíðarnar

Starfsfólk Kattholts hefur haft í nógu að snúast yfir hátíðarnar en uppbókað er á kattahótelinu sem þar er starfrækt. Þá er hugað að sex kettlingum sem fundust í pappakassa á víðavangi á dögunum. Kisurnar eru í góðum höndum en þær fengu rækjur og soðinn fisk í jólamatinn. Á hótelinu er pláss fyrir um fimmtíu til sextíu ketti. Jólin eru annasamur tími á hótelinu en í ár er allt uppbókað yfir jólin.

Innlent
Fréttamynd

Dýragarðurinn opnaður á ný

Dýragarðurinn í Tíblisi, höfuðborg Georgíu, var opnaður í gær eftir að hafa verið lokaður frá því í júní. Mikil flóð stórskemmdu dýragarðinn fyrir þremur mánuðum og dýr bæði sluppu og drápust. Þá fórust einnig nítján Georgíumenn í flóðunum.

Erlent
Fréttamynd

Deilt um uppstoppaðan Einmana-George

Yfirvöld á Galapagoseyjum vilja að George verði aftur skilað til eyjanna en ríkisstjórn Ekvadors vill að George verði fundinn staður í höfuðborginni.

Erlent
Fréttamynd

„Hef aldrei upplifað neinn viðbjóð í kringum hanaat"

Hanaat er stór hluti af daglegu lífi í Dómíníska lýðveldinu og margir rækta þar bardagahana. Jón Ingi hefur tekið þátt í ræktunarstarfi með vinum sínum og sætt nokkurri gagnrýni fyrir. Hann vísar ásökunum um dýraníð á bug.

Innlent
Fréttamynd

Einmana Georg var ekki einn

Í ljós er komið að ein tegund af risaskjaldbökum dó sennilega ekki út í sumar þegar hin yfir 100 ára gamla risaskjaldbaka Einmanna George drapst á Galapagos eyjum. Vísindamenn hafa nú fundið 17 slíkar skjaldbökur á lífi á einni af eyjunum.

Erlent
Fréttamynd

Fluttu til Íslands til að hefja minkarækt í Skagafirði

Ungt danskt-íslenskt par, sem er að hasla sér völl í minkarækt á bænum Héraðsdal 2 í Skagafirði, var heimsótt í þættinum "Um land allt" , sem var á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Hún er íslensk, Halla Ólafsdóttir frá Djúpavogi, en hann danskur, Jesper Bækgaard. Þau eiga fimm mánaða gamlan son, Jens Ólaf, en þau kynntust fyrir fimm árum þegar bæði voru við háskólanám í Árósum, þó engu sem tengist loðdýrum, en kaupin á minkabúinu var þeirra leið til að flytjast til Íslands.

Innlent