Vorboðinn óljúfi mættur í Vesturbæinn Gígja Hilmarsdóttir skrifar 8. apríl 2019 17:00 Útköll hjá Meindýravörnum Reykjavíkurborgar hafa verið óvenju mörg í dag í kjölfar umræðu um rottufaraldur í Facebook-hópnum Vesturbærinn. Íbúar vesturbæjarins hafa deilt reynslu sinni af rottum í hverfinu og hefur umræðan vakið óhug meðal íbúa. Hreiðar Þór Örsted íbúi á Meistarvöllum deildi í dag, á Facebook-hópnum Vesturbærinn, myndbandi af rottu sem hann sá fyrir utan heimili sitt. Hreiðar sem hefur búið í vesturbænum í fimm ár segir þetta vera í fyrsta sinn sem hann verður var við rottu í hverfinu.Segir ekkert að óttast Ólafur Ingi Heiðarsson, starfsmaður Meindýravarna Reykjavíkurborgar, segir umræðu sem slíka ýta undir hræðslu hjá fólki en ekkert bendi til þess að rottum fari fjölgandi. Rottugang megi alltaf reka til bilana í lögnum. „Þegar snjóa leysir og frost fer úr jörðu eykst sýnileiki þeirra, en það þarf ekki að þýða að þeim sé að fjölga,“ segir Ólafur. Ólafur segir gott starf unnið hjá borginni við að halda rottugangi niðri. „Á hverju vori ráðum við fjóra starfsmenn til að eitra í brunna í þeim hverfum sem rottur er að finna og er þessu haldið niðri, svo gott sem fullkomlega,“ segir Ólafur. Hann segist hafa fengið óvenju mörg útköll í dag í kjölfar umræðunnar á Facebook-hópnum. Þá hafi fjórir hringt til að spyrjast fyrir um stöðu mála en Ólafur segir fólk róast þegar hann útskýrir fyrir þeim að ekkert sé að óttast. Ólafur ráðleggur skelkuðum íbúum að „láta ekki tilfinningar stjórna ferðinni, heldur hringja í Meindýravarnir Reykjavíkurborgar. Þar geta íbúar gengið að góðri þjónustu og fljótum lausnum, sér að kostnaðarlausu.“ Dýr Reykjavík Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Útköll hjá Meindýravörnum Reykjavíkurborgar hafa verið óvenju mörg í dag í kjölfar umræðu um rottufaraldur í Facebook-hópnum Vesturbærinn. Íbúar vesturbæjarins hafa deilt reynslu sinni af rottum í hverfinu og hefur umræðan vakið óhug meðal íbúa. Hreiðar Þór Örsted íbúi á Meistarvöllum deildi í dag, á Facebook-hópnum Vesturbærinn, myndbandi af rottu sem hann sá fyrir utan heimili sitt. Hreiðar sem hefur búið í vesturbænum í fimm ár segir þetta vera í fyrsta sinn sem hann verður var við rottu í hverfinu.Segir ekkert að óttast Ólafur Ingi Heiðarsson, starfsmaður Meindýravarna Reykjavíkurborgar, segir umræðu sem slíka ýta undir hræðslu hjá fólki en ekkert bendi til þess að rottum fari fjölgandi. Rottugang megi alltaf reka til bilana í lögnum. „Þegar snjóa leysir og frost fer úr jörðu eykst sýnileiki þeirra, en það þarf ekki að þýða að þeim sé að fjölga,“ segir Ólafur. Ólafur segir gott starf unnið hjá borginni við að halda rottugangi niðri. „Á hverju vori ráðum við fjóra starfsmenn til að eitra í brunna í þeim hverfum sem rottur er að finna og er þessu haldið niðri, svo gott sem fullkomlega,“ segir Ólafur. Hann segist hafa fengið óvenju mörg útköll í dag í kjölfar umræðunnar á Facebook-hópnum. Þá hafi fjórir hringt til að spyrjast fyrir um stöðu mála en Ólafur segir fólk róast þegar hann útskýrir fyrir þeim að ekkert sé að óttast. Ólafur ráðleggur skelkuðum íbúum að „láta ekki tilfinningar stjórna ferðinni, heldur hringja í Meindýravarnir Reykjavíkurborgar. Þar geta íbúar gengið að góðri þjónustu og fljótum lausnum, sér að kostnaðarlausu.“
Dýr Reykjavík Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira