Föstudagsplaylistinn

Fréttamynd

Föstudagsplaylisti Sólveigar Matthildar

Sólveig Matthildur hefur vakið mikla athygli undanfarið bæði með hljómsveit sinni Kælunni Miklu og fyrir tónlist sem hún hefur gefið út undir eigin nafni. Stígið hinn hinsta dans við föstudagsplaylistann þessa vikuna.

Tónlist
Fréttamynd

Föstudagsplaylisti Árnýjar

Söngkonan Árný setur saman föstudagsplaylistann að þessu sinni en hún gaf út lagið Nowhere I'd Rather Be nú á dögunum og er það af komandi plötu sem hún vinnur nú að hörðum höndum. Hennar föstudagur er í rólegri kantinum en þannig þurfa föstudagar bara stundum að vera.

Lífið
Fréttamynd

Föstudagsplaylisti Teejay Boyo

Tónlistamaðurinn Teejay Boyo setti saman föstudagsplaylista Lífsins að þessu sinni. Teejay var að gefa út nýtt lag, lagið Wine Your Body, og að sjálfsögðu fékk það að fljóta með á lagalistann.

Tónlist
Fréttamynd

Föstudagsplaylisti Cell 7

Það er rappgoðsögnin hún Ragna Cell 7 sjálf sem sér um föstudagsplaylistann að þessu sinni. Ef hlustað er á listann í réttri röð er hann hin besta uppskrift að nokkuð fjörugu föstudagskvöldi.

Tónlist
Fréttamynd

Föstudagsplaylisti Denique

Kanadíski tónlistarmaðurinn Denique setti saman föstudagslagalista Lífsins að þessu sinni. Hann lýsir listanum sem dramatískum sem er í takt við hljómplötuna sem hann var að senda frá sér.

Tónlist
Fréttamynd

Föstudagsplaylistinn: JóiPé og Króli

JóiPé og Króli eru líklega skærustu stjörnur dagsins í dag eftir að hafa gert allt gjörsamlega vitstola með laginu B.O.B.A. og svo plötunni GerviGlingur sem fylgdi fast á eftir því. Þá lá beinast við að fá þá til að koma lesendum Fréttablaðsins í föstudagsgírinn.

Tónlist