Tónlist

Föstudagsplaylisti Guðlaugs Halldórs

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Guðlaugur Halldór Einarsson.
Guðlaugur Halldór Einarsson.
Föstudagsplaylistar Vísis hafa legið í dvala um nokkurt skeið en vakna nú aftur með vorinu. Sá fyrsti til að setja saman lista að þessu sinni er Guðlaugur Halldór, meðlimur hljómsveitanna Fufanu, russian.girls, Skratta, o.fl. Skrýtinn skynvilludrungi og bjöguð áhrif frá sjötta og sjöunda áratugnum einkenna hljóðheim tónlistar hans og er nokkuð ljóst að hann sker sig úr í tónlistarflóru landsins.

Listinn er fjölbreyttur en þó líkur því sem mætti heyra þegar Gulli þeytir skífum, teknó og skynvillutónlist í bland við eigið efni og slagara frá sjöunda áratugnum. Aðspurður segir Gulli listann vera „temmilega fína siglingu inn í helgina, allir helstu standardar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×