Fréttir af flugi

Fréttamynd

Bein útsending: Skoska leiðin kynnt til leiks

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar á í dag klukkan eitt, þar sem kynna á skosku leiðina svokölluðu, sem mun reyndar fá nýtt nafn frá og með deginum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Stutt sumar hjá Icelandair

Farþegafjöldi hjá Icelandair jókst töluvert í byrjun sumars, þegar létt var á ferðatakmörkunum. Þá dróst hann aftur hratt saman þegar hert var á takmörkunum aftur frá og með 19. ágúst.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bakslag í uppbyggingu flugvallar á Grænlandi

Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur frestað framkvæmdum við nýjan flugvöll við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Ástæðan er sögð sú að tilboð sem bárust reyndust öll verulega yfir fjárhagsramma verksins.

Erlent
Fréttamynd

Ekki hægt að líta á sölutrygginguna sem aðstoð ríkisins við Icelandair

Ekki er hægt að líta á sölutryggingu tveggja ríkisbanka á hlutafjárútboði Icelandair sem auka aðstoð ríkisins við flugfélagið að sögn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Það kunni að vera að sölutrygging á sex milljörðum króna sé fjárhagslega skynsamleg fyrir bankana sem eigi mikið undir að rekstur Icelandair verði tryggður.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrsta farþegaflugvélin frá Ísrael lent í Abu Dhabi

Fyrsta farþegaflugið á milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur átt sér stað. Flugvél sem flogið var frá Ísrael í morgun, og leyft var að fljúga í gegnum lofthelgi Sádi-Arabíu, var lent í furstadæmunum í dag.

Erlent
Fréttamynd

Ekki óskað eftir um­sögnum keppi­nauta Icelandair

Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir umsögn alls átján aðila á frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á fimmtán milljarða láni til Icelandair Group. Hvorki var óskað eftir umsögn frá Samkeppniseftirlitinu eða samkeppnisaðilum Icelandair.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Járnmaðurinn flaug um Ísland

Breski uppfinningamaðurinn Richard Browning hefur á undanförnum árum staðið í þróun búnings sem gerir honum kleift að fljúga um. Búningurinn, sem kallast JetSuit, notar þotuhreyfla og svipar mikið til búnings Tony Stark í teiknimyndasöguheimi Marvel.

Lífið