Ríkisábyrgð á lánum til Icelandair verður að lögum í kvöld Heimir Már Pétursson skrifar 4. september 2020 19:20 Frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair verður væntanlega að lögum síðar í kvöld. Ábyrgðin nær eingöngu til flugrekstrar félagsins í millilandaflugi. Píratar hafa einir þingflokka lýst yfir að þeir muni greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Önnur umræða um frumvarp til fjáraukalaga sem felur í sér allt að 15 milljarða ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair hófst síðdegis og reiknað er með að frumvarpið verði að lögum í kvöld. Fjárlaganefnd gerði þá breytingu á frumvarpi fjármálaráðherra að ábyrgðin nær eingöngu til lána sem nýtist í flugstarfsemi Icelandair í millilandaflugi til og frá landinu en megi ekki nýta til annarrar starfsemi félagsins. Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður Vinstri grænna segir aðstoð ríkisins við Icelandair felast í að vera síðast inn með fjármuni og fyrst út.Vísir/Vilhelm Steinunn Þóra Árnadóttir framsögumaður meirihluta fjárlaganefndar segir ríkar ástæður þurfa að liggja fyrir því að ríkisaðstoð sé veitt til einkafyrirtækis á markaði. „Enda sé aðstoð almennings við einkafyrirtæki aldrei sjálfsögð og ríkir almannahagsmunir verði að vera að veði og við teljum að svo sé,“ sagði Steinunn Þóra. Aðgerð stjórnvalda miði við að Icelandair endurreisi eigin rekstur og því sé ríkisábyrgðin þrautavaraleið. „En hugmyndafræðin er sú að ríkið sé síðast inn með peninga og fyrst út. Þannig náist markmið ríkisins að veita ákveðna vörn fyrir ófyrirséðum aðstæðum verði rekstraraðstæður erfiðari á næstu misserum en áætlanir félagsins gera ráð fyrir. En líka að lágmarka áhættu almennings,“ sagði Steinunn Þóra þegar hún mælti fyrir frumvarpinu í dag. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar segir veðin sem ríkið fái fyrir ríkisábyrgðina á lánum til Icelandair ekki vera nógu góð.Vísir/Vilhelm Ágúst Ólafur Ágústsson fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd sagði fáa efast um mikilvægi Icelandair fyrir samgöngur til og frá landinu og atvinnulíf. En Ríkisendurskoðun hafi meðal annars bent á að veð fyrir láni til Icelandair væru ekki næg. Fimmtán milljarðar væru há upphæð. „Til að setja þessa tölu í samhengi þá er þetta hærri upphæð en allar barnabætur landsmanna. Þetta er einnig hærri upphæð heldur en það sem þessi ríkisstjórn setur í húsnæðisstuðning til allra landsmanna,“ sagði Ágúst Ólafur. Píratar lýstu því yfir fyrir atkvæðagreiðsluna um frumvarpið að þingmenn flokksins myndu greiða atkvæði gegn frumvarpinu.Vísir/Vilhelm Þingmenn Pírata ætla að greiða atkvæði gegn frumvarpinu og sendu frá sér yfirlýsingu þar að lútandi í dag. Megin ástæða þeirra er einföld einis og fram kom í ræðu Björns Leví Gunnarssonar fulltrúa flokksins í fjárlaganefnd nú síðdegis. „Icelandair þarf ekki ríkisábyrgð. Það eru kröfuhafarnir sem vilja ríkisábyrgð,“ sagði Björn Leví. Icelandair Fjárlagafrumvarp 2020 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Píratar segja afdráttarlaust nei við milljörðum til Icelandair Píratar vonast til að geta talað ríkisstjórnina af ríkisábyrgð fyrir Icelandair. Flokkurinn segir ríkisstjórnina virðast ætla að leggja allt sitt undir til að tóra fram yfir kosningar. 4. september 2020 15:57 Þess vegna erum við á móti ríkisábyrgð fyrir Icelandair Þingflokkur Pírata greiðir í dag atkvæði gegn því að veita Icelandair Group ríkisábyrgð upp á 15 milljarða króna. Upplýst ákvarðanataka er leiðarstef í grunnstefnu Pírata og þetta er ekki léttvæg ákvörðun, enda er Icelandair félag með langa sögu, hefur verið stór vinnuveitandi og mikilvægur hlekkur í samgöngum þjóðarinnar. 4. september 2020 14:57 Nær öllum flugferðum Icelandair aflýst í dag Átján flugferðum Icelandair til og frá landinu í dag hefur verið aflýst. 4. september 2020 10:35 Flugfreyjur í skert starfshlutfall Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair verða í 75% starfshlutfalli næstu átta mánuði. 2. september 2020 17:07 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði á COP30: „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Sjá meira
Frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair verður væntanlega að lögum síðar í kvöld. Ábyrgðin nær eingöngu til flugrekstrar félagsins í millilandaflugi. Píratar hafa einir þingflokka lýst yfir að þeir muni greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Önnur umræða um frumvarp til fjáraukalaga sem felur í sér allt að 15 milljarða ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair hófst síðdegis og reiknað er með að frumvarpið verði að lögum í kvöld. Fjárlaganefnd gerði þá breytingu á frumvarpi fjármálaráðherra að ábyrgðin nær eingöngu til lána sem nýtist í flugstarfsemi Icelandair í millilandaflugi til og frá landinu en megi ekki nýta til annarrar starfsemi félagsins. Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður Vinstri grænna segir aðstoð ríkisins við Icelandair felast í að vera síðast inn með fjármuni og fyrst út.Vísir/Vilhelm Steinunn Þóra Árnadóttir framsögumaður meirihluta fjárlaganefndar segir ríkar ástæður þurfa að liggja fyrir því að ríkisaðstoð sé veitt til einkafyrirtækis á markaði. „Enda sé aðstoð almennings við einkafyrirtæki aldrei sjálfsögð og ríkir almannahagsmunir verði að vera að veði og við teljum að svo sé,“ sagði Steinunn Þóra. Aðgerð stjórnvalda miði við að Icelandair endurreisi eigin rekstur og því sé ríkisábyrgðin þrautavaraleið. „En hugmyndafræðin er sú að ríkið sé síðast inn með peninga og fyrst út. Þannig náist markmið ríkisins að veita ákveðna vörn fyrir ófyrirséðum aðstæðum verði rekstraraðstæður erfiðari á næstu misserum en áætlanir félagsins gera ráð fyrir. En líka að lágmarka áhættu almennings,“ sagði Steinunn Þóra þegar hún mælti fyrir frumvarpinu í dag. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar segir veðin sem ríkið fái fyrir ríkisábyrgðina á lánum til Icelandair ekki vera nógu góð.Vísir/Vilhelm Ágúst Ólafur Ágústsson fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd sagði fáa efast um mikilvægi Icelandair fyrir samgöngur til og frá landinu og atvinnulíf. En Ríkisendurskoðun hafi meðal annars bent á að veð fyrir láni til Icelandair væru ekki næg. Fimmtán milljarðar væru há upphæð. „Til að setja þessa tölu í samhengi þá er þetta hærri upphæð en allar barnabætur landsmanna. Þetta er einnig hærri upphæð heldur en það sem þessi ríkisstjórn setur í húsnæðisstuðning til allra landsmanna,“ sagði Ágúst Ólafur. Píratar lýstu því yfir fyrir atkvæðagreiðsluna um frumvarpið að þingmenn flokksins myndu greiða atkvæði gegn frumvarpinu.Vísir/Vilhelm Þingmenn Pírata ætla að greiða atkvæði gegn frumvarpinu og sendu frá sér yfirlýsingu þar að lútandi í dag. Megin ástæða þeirra er einföld einis og fram kom í ræðu Björns Leví Gunnarssonar fulltrúa flokksins í fjárlaganefnd nú síðdegis. „Icelandair þarf ekki ríkisábyrgð. Það eru kröfuhafarnir sem vilja ríkisábyrgð,“ sagði Björn Leví.
Icelandair Fjárlagafrumvarp 2020 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Píratar segja afdráttarlaust nei við milljörðum til Icelandair Píratar vonast til að geta talað ríkisstjórnina af ríkisábyrgð fyrir Icelandair. Flokkurinn segir ríkisstjórnina virðast ætla að leggja allt sitt undir til að tóra fram yfir kosningar. 4. september 2020 15:57 Þess vegna erum við á móti ríkisábyrgð fyrir Icelandair Þingflokkur Pírata greiðir í dag atkvæði gegn því að veita Icelandair Group ríkisábyrgð upp á 15 milljarða króna. Upplýst ákvarðanataka er leiðarstef í grunnstefnu Pírata og þetta er ekki léttvæg ákvörðun, enda er Icelandair félag með langa sögu, hefur verið stór vinnuveitandi og mikilvægur hlekkur í samgöngum þjóðarinnar. 4. september 2020 14:57 Nær öllum flugferðum Icelandair aflýst í dag Átján flugferðum Icelandair til og frá landinu í dag hefur verið aflýst. 4. september 2020 10:35 Flugfreyjur í skert starfshlutfall Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair verða í 75% starfshlutfalli næstu átta mánuði. 2. september 2020 17:07 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði á COP30: „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Sjá meira
Píratar segja afdráttarlaust nei við milljörðum til Icelandair Píratar vonast til að geta talað ríkisstjórnina af ríkisábyrgð fyrir Icelandair. Flokkurinn segir ríkisstjórnina virðast ætla að leggja allt sitt undir til að tóra fram yfir kosningar. 4. september 2020 15:57
Þess vegna erum við á móti ríkisábyrgð fyrir Icelandair Þingflokkur Pírata greiðir í dag atkvæði gegn því að veita Icelandair Group ríkisábyrgð upp á 15 milljarða króna. Upplýst ákvarðanataka er leiðarstef í grunnstefnu Pírata og þetta er ekki léttvæg ákvörðun, enda er Icelandair félag með langa sögu, hefur verið stór vinnuveitandi og mikilvægur hlekkur í samgöngum þjóðarinnar. 4. september 2020 14:57
Nær öllum flugferðum Icelandair aflýst í dag Átján flugferðum Icelandair til og frá landinu í dag hefur verið aflýst. 4. september 2020 10:35
Flugfreyjur í skert starfshlutfall Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair verða í 75% starfshlutfalli næstu átta mánuði. 2. september 2020 17:07