Fréttir af flugi

Fréttamynd

Flug­stjórinn í rétti í máli Margrétar

Icelandair var heimilt að neita Margréti Friðriksdóttur um greiðslu staðlaðra skaðabóta eftir að henni var vísað úr flugvél félagsins í september á síðasta ári. Þetta er niðurstaða Samgöngustofu sem telur að ekki sé tilefni til að draga í efa ákvörðun flugstjórans um að neita Margréti um far í því skyni að tryggja öryggi flugvélarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Play hefur áætlunarflug til Toronto í júní

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugsætum til Toronto í Kanada en áætlunarflug þangað hefst þann 22. júní. Toronto er fimmti áfangastaður Play í Norður-Ameríku. Flogið verður alla daga vikunnar á Hamilton International flugvöll.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankaði á öxl flugmannsins sekúndum fyrir slysið

Myndband sem ástralskur fréttamiðill hefur birt sýnir að farþegi um borð í annarri af tveimur þyrlum sem rákust saman á flugi í Ástralíu um helgina reyndi að vara flugmanninn við sekúndum áður en slysið mannskæða varð.

Erlent
Fréttamynd

Íslenski flugstjórinn birtist óvænt og bar fram bónorð

Íslenskur flugstjóri Air Greenland í innanlandsflugi frá Kangerlussuaq til Nuuk kom grænlenskri kærustu sinni sannarlega á óvart daginn fyrir Þorláksmessu. Hún hafði enga hugmynd um að hann væri um borð, hvað þá að hann væri að stýra flugvélinni, þegar hann birtist óvænt úr stjórnklefanum, fór í hátalarakerfið og bar fram bónorð.

Lífið
Fréttamynd

Seinka öllu flugi í Keflavík á morgun

Öllum flugferðum Icelandair frá Keflavíkurflugvelli verður seinkað á morgun, gamlársdag, vegna veðurs. Útlit er fyrir erfið akstursskilyrði á Reykjanesbraut og í Reykjanesbæ í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Mikilvægt að farþegar leiti réttar síns

Raskanirnar á flugferðum í vikunni höfðu áhrif á tugi þúsunda farþega og er enn verið að vinna í því að koma hlutunum í eðlilegt horf. Samgöngustofa og Neytendasamtökin hafa fengið fjölmargar fyrirspurnir frá farþegum vegna bóta. Farþegar eigi alltaf rétt á ákveðinni þjónustu og jafnvel skaðabótum, þó það sé meira álitsefni. 

Innlent
Fréttamynd

Vill hafa Reykja­víkur­flug­völl til taks fyrir milli­landa­flug

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman til sérstaks aukafundar í fyrramálið, að ósk Njáls Trausta Friðbertssonar, til að ræða það öngþveiti sem skapaðist vegna lokunar Reykjanesbrautar. Innviðaráðherra, sem kemur á fund þingnefndarinnar, segir ástandið hafa verið óásættanlegt og Njáll Trausti vill skoða beint millilandaflug frá Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Sekt fyrir að lenda þyrlum án leyfis á Horn­ströndum stendur

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar yfir þyrlufyrirtæki, framkvæmdastjóra og tveimur flugmönnum þess, sem lentu þyrlu í tvígang án leyfis í friðlandinu á Hornströndum árið 2020. Einn dómari Hæstaréttar skilaði sératkvæði og vildi sýkna viðkomandi.

Innlent
Fréttamynd

„Ég mun tryggja að svona gerist ekki aftur“

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ætlar að tryggja að álíka ástand og verið hefur á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa, með tilheyrandi raski á flugumferð, myndist ekki aftur. Hann segir flókið að taka ákvörðun um lokun brautarinnar og segir að ástandið ætti að opna augu fólks fyrir öryggishlutverki Reykjavíkurflugvallar. 

Innlent
Fréttamynd

Undirbúa að hefja áætlanaflug til útlanda á ný

Erfið færð er á vegum víða um landið og gular viðvaranir áfram í gildi fram á kvöld og þar til á morgun. Reykjanesbraut er lokuð í aðra áttina og var öllu áætlanaflugi aflýst í morgun. Verið er að ferja flugáhafnir til Keflavíkur og farþega til Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir að áætlanaflug hjá Icelandair hefjist aftur síðdegis. 

Innlent
Fréttamynd

Skoða að setja upp loft­brú milli Kefla­víkur og Reykja­víkur

Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að verið sé að skoða að setja upp loftbrú milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Þannig yrðu farþegar sem sitja fastir á Keflavíkurflugvelli fluttir til Reykjavíkur og starfsfólk flugfélagsins flutt til Keflavíkur. Um fimm hundruð manns lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun með fjórum flugvélum.

Innlent