Vill hafa Reykjavíkurflugvöll til taks fyrir millilandaflug Kristján Már Unnarsson skrifar 21. desember 2022 21:12 Boeing 757-þota Icelandair á Reykjavíkurflugvelli í gær. Skjáskot/Stöð 2 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman til sérstaks aukafundar í fyrramálið, að ósk Njáls Trausta Friðbertssonar, til að ræða það öngþveiti sem skapaðist vegna lokunar Reykjanesbrautar. Innviðaráðherra, sem kemur á fund þingnefndarinnar, segir ástandið hafa verið óásættanlegt og Njáll Trausti vill skoða beint millilandaflug frá Reykjavík. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þær aðstæður sem verið hafa í samgöngumálum landsins frá því aðfaranótt laugardags eru einstakar að því leyti að allt millilandaflug fór úr skorðum, en þó hvorki vegna ófærðar í háloftunum né á flugbrautum, heldur vegna þess að ekki tókst að halda meginakveginum að Keflavíkurflugvelli opnum. Reykjanesbrautin var meira og minna lokuð í fjóra sólarhringa en hefur núna verið greiðfær frá því klukkan þrjú síðastliðna nótt. Þúsundir flugfarþega urðu strandaglópar. Forstjóri Icelandair sagði þetta hafa valdið gríðarlegu tjóni fyrir félagið en einnig fyrir orðspor Íslands. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, leiðbeinir flugfarþegum á Reykjavíkurflugvelli í gær eftir að þeim hafði verið flogið frá Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm Svo alvarlegt þykir málið að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur verið boðuð til sérstaks aukafundar klukkan tíu í fyrramálið, að ósk Njáls Trausta Friðbertssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins , og segir nefndarformaðurinn Vilhjálmur Árnason að Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra muni koma fyrir nefndina. „Auðvitað geta komið veður sem við ráðum ekki við tímabundið. En í svona langan tíma, á meðan flugvöllurinn er opinn, það getum við ekki sætt okkur við. Og eigum að finna leiðir til að tryggja að það gerist ekki. Það hyggst ég gera með því að tala við alla viðeigandi aðila, hluteigandi sem að málinu koma, og finna leiðir til að tryggja það,“ sagði Sigurður Ingi eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Þota Icelandair klifrar eftir flugtak af Reykjavíkurflugvellli í gær.Vilhelm Gunnarsson Athygli vakti að Icelandair fór í það að selflytja farþega og áhafnir á þotum frá Keflavík til Reykjavíkur. Njáll Trausti, sem sjálfur kemur úr fluggeiranum, greip boltann á lofti á facebook, skoða ætti við svona aðstæður að flytja millilandaflug tímabundið til Reykjavíkur. Í samtali við fréttastofu sagðist hann vera með það í huga að tryggja lágmarkssamgöngur Íslands við umheiminn og fljúga þá til borga eins og London og Kaupmannahafnar, en viðurkenndi að flugafgreiðslan í Reykjavík væri bágborin fyrir slíkt. Þar þyrfti að byggja nýja 1.500 til 2.000 fermetra flugstöð og kveðst hann raunar gjarnan vilja sjá meira reglubundið millilandaflug frá Reykjavík. Njáll Trausti Friðbertsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vilhelm Gunnarsson Njáll Trausti bendir á að kostir flugvallarins í Reykjavík hafi sýnt sig vel síðustu daga. Meðan 40 til 55 hnúta vindhraði hafi verið á Keflavíkurflugvelli hafi hann á sama tíma verið 30 til 40 hnútar á Reykjavíkurflugvelli. Algengt sé að í Reykjavík sé vindhraði í kringum 15 hnútum minni heldur en á Miðnesheiði. En hvaða aðgerðir sér innviðaráðherrann til úrbóta? „Það þarf að skoða ýmislegt. Heimild Vegagerðarinnar til að færa bíla, draga þá burt, og svo framvegis. Hvort við getum stýrt lokunum öðruvísi og fleiri spurningar sem á eftir að spyrja þegar við fáum sérfræðingana að borðinu. Það er það sem ég hyggst gera,“ sagði Sigurður Ingi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur“ Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Forstjóri Icelandair tók á móti farþegum tveggja þota sem flogið var frá Keflavík til Reykjavíkur í dag. 20. desember 2022 15:32 „Ég mun tryggja að svona gerist ekki aftur“ Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ætlar að tryggja að álíka ástand og verið hefur á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa, með tilheyrandi raski á flugumferð, myndist ekki aftur. Hann segir flókið að taka ákvörðun um lokun brautarinnar og segir að ástandið ætti að opna augu fólks fyrir öryggishlutverki Reykjavíkurflugvallar. 20. desember 2022 18:29 Segir Reykjavíkurflugvöll gríðarlega mikilvægan varavöll millilandaflugs Yfirflugstjóri Icelandair segir gríðarlega mikilvægt að geta notað Reykjavíkurflugvöll sem varavöll millilandaflugs og kallar eftir betri innviðum á vellinum. Hann spari Icelandair hálfan milljarð króna á ári í eldsneytiskostnað og dragi verulega úr útblæstri koltvísýrings. 26. ágúst 2022 22:12 Ríkið vill byggja nýja flugstöð í Reykjavík Samgönguráðherra vonast til að hægt verði að bjóða út smíði nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli fyrir áramót. Tillaga um að Isavia semji við Air Iceland Connect um að taka yfir verkefnið var kynnt í ríkisstjórn í morgun. 12. júní 2020 23:02 Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þær aðstæður sem verið hafa í samgöngumálum landsins frá því aðfaranótt laugardags eru einstakar að því leyti að allt millilandaflug fór úr skorðum, en þó hvorki vegna ófærðar í háloftunum né á flugbrautum, heldur vegna þess að ekki tókst að halda meginakveginum að Keflavíkurflugvelli opnum. Reykjanesbrautin var meira og minna lokuð í fjóra sólarhringa en hefur núna verið greiðfær frá því klukkan þrjú síðastliðna nótt. Þúsundir flugfarþega urðu strandaglópar. Forstjóri Icelandair sagði þetta hafa valdið gríðarlegu tjóni fyrir félagið en einnig fyrir orðspor Íslands. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, leiðbeinir flugfarþegum á Reykjavíkurflugvelli í gær eftir að þeim hafði verið flogið frá Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm Svo alvarlegt þykir málið að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur verið boðuð til sérstaks aukafundar klukkan tíu í fyrramálið, að ósk Njáls Trausta Friðbertssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins , og segir nefndarformaðurinn Vilhjálmur Árnason að Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra muni koma fyrir nefndina. „Auðvitað geta komið veður sem við ráðum ekki við tímabundið. En í svona langan tíma, á meðan flugvöllurinn er opinn, það getum við ekki sætt okkur við. Og eigum að finna leiðir til að tryggja að það gerist ekki. Það hyggst ég gera með því að tala við alla viðeigandi aðila, hluteigandi sem að málinu koma, og finna leiðir til að tryggja það,“ sagði Sigurður Ingi eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Þota Icelandair klifrar eftir flugtak af Reykjavíkurflugvellli í gær.Vilhelm Gunnarsson Athygli vakti að Icelandair fór í það að selflytja farþega og áhafnir á þotum frá Keflavík til Reykjavíkur. Njáll Trausti, sem sjálfur kemur úr fluggeiranum, greip boltann á lofti á facebook, skoða ætti við svona aðstæður að flytja millilandaflug tímabundið til Reykjavíkur. Í samtali við fréttastofu sagðist hann vera með það í huga að tryggja lágmarkssamgöngur Íslands við umheiminn og fljúga þá til borga eins og London og Kaupmannahafnar, en viðurkenndi að flugafgreiðslan í Reykjavík væri bágborin fyrir slíkt. Þar þyrfti að byggja nýja 1.500 til 2.000 fermetra flugstöð og kveðst hann raunar gjarnan vilja sjá meira reglubundið millilandaflug frá Reykjavík. Njáll Trausti Friðbertsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vilhelm Gunnarsson Njáll Trausti bendir á að kostir flugvallarins í Reykjavík hafi sýnt sig vel síðustu daga. Meðan 40 til 55 hnúta vindhraði hafi verið á Keflavíkurflugvelli hafi hann á sama tíma verið 30 til 40 hnútar á Reykjavíkurflugvelli. Algengt sé að í Reykjavík sé vindhraði í kringum 15 hnútum minni heldur en á Miðnesheiði. En hvaða aðgerðir sér innviðaráðherrann til úrbóta? „Það þarf að skoða ýmislegt. Heimild Vegagerðarinnar til að færa bíla, draga þá burt, og svo framvegis. Hvort við getum stýrt lokunum öðruvísi og fleiri spurningar sem á eftir að spyrja þegar við fáum sérfræðingana að borðinu. Það er það sem ég hyggst gera,“ sagði Sigurður Ingi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur“ Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Forstjóri Icelandair tók á móti farþegum tveggja þota sem flogið var frá Keflavík til Reykjavíkur í dag. 20. desember 2022 15:32 „Ég mun tryggja að svona gerist ekki aftur“ Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ætlar að tryggja að álíka ástand og verið hefur á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa, með tilheyrandi raski á flugumferð, myndist ekki aftur. Hann segir flókið að taka ákvörðun um lokun brautarinnar og segir að ástandið ætti að opna augu fólks fyrir öryggishlutverki Reykjavíkurflugvallar. 20. desember 2022 18:29 Segir Reykjavíkurflugvöll gríðarlega mikilvægan varavöll millilandaflugs Yfirflugstjóri Icelandair segir gríðarlega mikilvægt að geta notað Reykjavíkurflugvöll sem varavöll millilandaflugs og kallar eftir betri innviðum á vellinum. Hann spari Icelandair hálfan milljarð króna á ári í eldsneytiskostnað og dragi verulega úr útblæstri koltvísýrings. 26. ágúst 2022 22:12 Ríkið vill byggja nýja flugstöð í Reykjavík Samgönguráðherra vonast til að hægt verði að bjóða út smíði nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli fyrir áramót. Tillaga um að Isavia semji við Air Iceland Connect um að taka yfir verkefnið var kynnt í ríkisstjórn í morgun. 12. júní 2020 23:02 Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
„Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur“ Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Forstjóri Icelandair tók á móti farþegum tveggja þota sem flogið var frá Keflavík til Reykjavíkur í dag. 20. desember 2022 15:32
„Ég mun tryggja að svona gerist ekki aftur“ Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ætlar að tryggja að álíka ástand og verið hefur á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa, með tilheyrandi raski á flugumferð, myndist ekki aftur. Hann segir flókið að taka ákvörðun um lokun brautarinnar og segir að ástandið ætti að opna augu fólks fyrir öryggishlutverki Reykjavíkurflugvallar. 20. desember 2022 18:29
Segir Reykjavíkurflugvöll gríðarlega mikilvægan varavöll millilandaflugs Yfirflugstjóri Icelandair segir gríðarlega mikilvægt að geta notað Reykjavíkurflugvöll sem varavöll millilandaflugs og kallar eftir betri innviðum á vellinum. Hann spari Icelandair hálfan milljarð króna á ári í eldsneytiskostnað og dragi verulega úr útblæstri koltvísýrings. 26. ágúst 2022 22:12
Ríkið vill byggja nýja flugstöð í Reykjavík Samgönguráðherra vonast til að hægt verði að bjóða út smíði nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli fyrir áramót. Tillaga um að Isavia semji við Air Iceland Connect um að taka yfir verkefnið var kynnt í ríkisstjórn í morgun. 12. júní 2020 23:02
Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30