

Í leikskóla var mér kennt að segja "pjalla“ en ekki "píka“ vegna þess að "píka“, hlutlaust heiti yfir kynfæri mín, var dónalegt orð.
Þessi misserin koma þau svolítið aftan að manni, jólin. Maður man eftir því að hafa farið að sofa einhvern tímann í ágúst og svo hrekkur maður til meðvitundar í miðju jólaboði með laufabrauð í munnvikinu og bölvar miskunnarlausum framgangi tímans.
Desember er genginn í garð, mánuðurinn sem hnýtir rauða og gullbryddaða velúrslaufu aftan á árið. Allur lax er graflax og öll borð eru hlaðborð. Meðlimir Baggalúts snúa aftur á vinnumarkaðinn eftir ellefu mánaða hlé.
Ég lagðist í flensu um daginn. Þetta var skæð baktería sem herjaði aðallega á hugann – svokallaður andans-gerill – en líkamleg einkenni voru þó sömuleiðis vel merkjanleg. Ástandið reyndist í raun alveg jævlig … fyrirgefið!
9. nóvember 2016. Gærdagurinn var stór. Í gær rættust allir draumar og þrár og dýpstu, pervertískustu kenndir einnar manneskju, sem kjörin var forseti Bandaríkjanna. Risastór dagur fyrir bæði hana og heimsbyggðina.
Það er kominn vetur. Í gærmorgun gubbaði hann út úr sér fyrstu slyddunni og slyddan hjakkaðist á glugganum í herberginu mínu og ef hún kynni mors-kóða hefði hún sagt "eughh, vertu bara … heima í dag“.
Ég er kona. Ég er með brjóst og píku og leg. Og ýmislegt annað! T.d. hendur og fætur. Og starfandi heila. Og í ljósi ofantalinna þátta finn ég sjálfa mig knúna til að leiðrétta örlítinn misskilning.
Forsetaframbjóðendur tveggja stærstu flokka í Bandaríkjunum öttu nýlega kappi í skjóli ræðupúlts. Fjöldi fólks fylgdist með og fjöldi fólks þrykkti enn fremur skoðunum sínum á frammistöðu frambjóðendanna út á veraldarvefinn.
Fallegasta hrós sem ég hef fengið var einlægt og spontant og trítlaði út um munn átta ára skjólstæðings míns á frístundaheimili hér í bænum. Það var mánudagur og allt var þrungið ömurlegu vonleysi, roki og rigningu.
Ég er að leita að kærasta. Ég hef verið einhleyp í 23 ár, þ.e. síðan ég fæddist, og mig langar að sanna fyrir foreldrum mínum að það sé ekki eitthvað alvarlegt að mér.