Brostu nú fyrir mig, elskan Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2016 07:00 Forsetaframbjóðendur tveggja stærstu flokka í Bandaríkjunum öttu nýlega kappi í skjóli ræðupúlts. Fjöldi fólks fylgdist með og fjöldi fólks þrykkti enn fremur skoðunum sínum á frammistöðu frambjóðendanna út á veraldarvefinn. Og fjöldi fólks fann sig knúinn til að gera athugasemdir við svipbrigðin á andliti Hillary Clinton. Clinton þykir ýmist brosa of lítið, vegna þess að þegar konur eru ekki auðmjúkar, móðurlegar og blíðar á svip með brosviprur um augun hljóta þær að vera sálarlaus vélmenni, eða of mikið, sem gefur væntanlega til kynna að ekki sé hægt að taka hana alvarlega. Hún er að gefa öllum strákunum undir fótinn. Kannski svolítið vitlaus. Lætur vaða yfir sig. Ég ímynda mér alltaf að þeir sem agnúast út í konur á þennan hátt séu sömu mennirnir og sitja gleiðir á kaffihúsum og smella fingrunum í átt að þjónustustúlkunni og orga „FRÖKEN! Færðu mér PEPSI! STRAX!“ og klípa í rassinn á henni þegar hún snýr sér við. Eða strákarnir á Prikinu sem vilja endilega kaupa handa manni bjór og maður segir „nei, takk“ en þeir kaupa hann samt og fara svo í fýlu þegar maður sest hjá vinkonum sínum en fer ekki beinustu leið heim að sofa hjá þeim. En þetta eru ekki bara þeir. Þetta eru alls konar menn. Blaðamenn, stjórnmálamenn, feður, bræður, synir. Flottir og klárir menn í samfélagi sem segir að konur skuldi þeim einhverja ákveðna hegðun. Og þetta gildir jafnt um stelpuna sem færir þér Pepsi og konuna sem sækist eftir valdamesta embætti á þessari guðsvoluðu jörð. Þær skulu brosa hæfilega. Ekki of lítið. Ekki of mikið. Hæfilega.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun
Forsetaframbjóðendur tveggja stærstu flokka í Bandaríkjunum öttu nýlega kappi í skjóli ræðupúlts. Fjöldi fólks fylgdist með og fjöldi fólks þrykkti enn fremur skoðunum sínum á frammistöðu frambjóðendanna út á veraldarvefinn. Og fjöldi fólks fann sig knúinn til að gera athugasemdir við svipbrigðin á andliti Hillary Clinton. Clinton þykir ýmist brosa of lítið, vegna þess að þegar konur eru ekki auðmjúkar, móðurlegar og blíðar á svip með brosviprur um augun hljóta þær að vera sálarlaus vélmenni, eða of mikið, sem gefur væntanlega til kynna að ekki sé hægt að taka hana alvarlega. Hún er að gefa öllum strákunum undir fótinn. Kannski svolítið vitlaus. Lætur vaða yfir sig. Ég ímynda mér alltaf að þeir sem agnúast út í konur á þennan hátt séu sömu mennirnir og sitja gleiðir á kaffihúsum og smella fingrunum í átt að þjónustustúlkunni og orga „FRÖKEN! Færðu mér PEPSI! STRAX!“ og klípa í rassinn á henni þegar hún snýr sér við. Eða strákarnir á Prikinu sem vilja endilega kaupa handa manni bjór og maður segir „nei, takk“ en þeir kaupa hann samt og fara svo í fýlu þegar maður sest hjá vinkonum sínum en fer ekki beinustu leið heim að sofa hjá þeim. En þetta eru ekki bara þeir. Þetta eru alls konar menn. Blaðamenn, stjórnmálamenn, feður, bræður, synir. Flottir og klárir menn í samfélagi sem segir að konur skuldi þeim einhverja ákveðna hegðun. Og þetta gildir jafnt um stelpuna sem færir þér Pepsi og konuna sem sækist eftir valdamesta embætti á þessari guðsvoluðu jörð. Þær skulu brosa hæfilega. Ekki of lítið. Ekki of mikið. Hæfilega.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun