Stórir dagar Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 07:00 9. nóvember 2016. Gærdagurinn var stór. Í gær rættust allir draumar og þrár og dýpstu, pervertískustu kenndir einnar manneskju, sem kjörin var forseti Bandaríkjanna. Risastór dagur fyrir bæði hana og heimsbyggðina. Sjálf er ég 23 ára og mig dreymir ýmislegt. Held ég alveg örugglega. Ég hef a.m.k. einsett mér einhvers konar grugguga samsuðu af markmiðum, sem ég vinn nú misötullega að, og ég á yfir 150 þúsund íslenskar krónur lagðar inn á sparnaðarreikning. Ég varð einnig þeirrar gæfu aðnjótandi að fæðast í vestrænu ríki sem er viðunandi vel liðið í alþjóðasamfélagi. Líf mitt er í ákveðnum farvegi, eða í það minnsta að þreifa fyrir sér í leit að einum slíkum. Við mér blasa stórir dagar. Ég er samt logandi hrædd. Hvað ef ég fer á mis við stóru dagana, sem renna aðeins upp í kjölfar þrotlausrar, ástríðufullrar vinnu í átt að tilteknu, skýru takmarki? Hvað ef ég ramba aldrei á það sem mig langar raunverulega til að gera og reika bara stefnulaust í gegnum lífið og ranka loksins við mér á dánarbeðinum og hef ekki afrekað neitt og það er of seint að gera nokkuð í því vegna þess að ég er bókstaflega dauð? Hvað ef ég er kannski alveg fullkomlega týnd? Þetta lúxusvandamál óákveðinnar forréttindastelpu á þrítugsaldri – að hafa ekki enn hent reiður á tilgangi sínum í jarðlífinu – heldur henni nefnilega í algjörum heljargreipum. Og það er kannski bara allt í lagi, svona í bili. Það er enn þá nægur tími til stefnu og það má alveg vera hrædd. Sérstaklega þegar stórir dagar eru í vændum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
9. nóvember 2016. Gærdagurinn var stór. Í gær rættust allir draumar og þrár og dýpstu, pervertískustu kenndir einnar manneskju, sem kjörin var forseti Bandaríkjanna. Risastór dagur fyrir bæði hana og heimsbyggðina. Sjálf er ég 23 ára og mig dreymir ýmislegt. Held ég alveg örugglega. Ég hef a.m.k. einsett mér einhvers konar grugguga samsuðu af markmiðum, sem ég vinn nú misötullega að, og ég á yfir 150 þúsund íslenskar krónur lagðar inn á sparnaðarreikning. Ég varð einnig þeirrar gæfu aðnjótandi að fæðast í vestrænu ríki sem er viðunandi vel liðið í alþjóðasamfélagi. Líf mitt er í ákveðnum farvegi, eða í það minnsta að þreifa fyrir sér í leit að einum slíkum. Við mér blasa stórir dagar. Ég er samt logandi hrædd. Hvað ef ég fer á mis við stóru dagana, sem renna aðeins upp í kjölfar þrotlausrar, ástríðufullrar vinnu í átt að tilteknu, skýru takmarki? Hvað ef ég ramba aldrei á það sem mig langar raunverulega til að gera og reika bara stefnulaust í gegnum lífið og ranka loksins við mér á dánarbeðinum og hef ekki afrekað neitt og það er of seint að gera nokkuð í því vegna þess að ég er bókstaflega dauð? Hvað ef ég er kannski alveg fullkomlega týnd? Þetta lúxusvandamál óákveðinnar forréttindastelpu á þrítugsaldri – að hafa ekki enn hent reiður á tilgangi sínum í jarðlífinu – heldur henni nefnilega í algjörum heljargreipum. Og það er kannski bara allt í lagi, svona í bili. Það er enn þá nægur tími til stefnu og það má alveg vera hrædd. Sérstaklega þegar stórir dagar eru í vændum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun