Möndlur og súkkulaði Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. september 2016 07:00 Fallegasta hrós sem ég hef fengið var einlægt og spontant og trítlaði út um munn átta ára skjólstæðings míns á frístundaheimili hér í bænum. Það var mánudagur og allt var þrungið ömurlegu vonleysi, roki og rigningu. „Stína!“ hrópaði skjólstæðingurinn og faðmaði mig. Andartaki síðar leit hann upp og sagði, með svolítilli undrun í röddinni: „Þú lyktar eins og möndlur og súkkulaði!“ Svo saug hann djúpt upp í nefið og bætti við: „…?piparmyntusúkkulaði.“ Orðin ein og sér fleyttu mér í gegnum daginn á rennilegu hamingjuskýi en það sem vó þyngst, og það sem mun jafnframt ylja mér lengst um hjartaræturnar, var hispursleysið. Téður skjólstæðingur minn tjáði mér nákvæmlega það sem hann var að hugsa á nákvæmlega einu augnabliki, sem flögraði jafnóðum út í buskann. Engir fastreyrðir fullorðinsfjötrar. Og framvegis ætla ég að reyna að varpa þessum fjötrum af mínu eigin málbeini. Ég ætla að hrósa um leið og því lýstur niður í hugann. Ég ætla að rétta upp hönd í tíma í skólanum og spyrja spurningar, jafnvel þó að ég hafi ægilegar áhyggjur af því að hún sé katastrófískt heimskuleg. Ég ætla að standa fastar á skoðunum mínum og meiningum. Ég ætla að láta vita ef mér misbýður eitthvað og byrgja það ekki inni þangað til ég spring. Ég ætla, og ég þarf, að hætta að hugsa svona ógeðslega mikið. Það væri raunar flestum til mikilla hagsbóta að tileinka sér óheflaðan þankagang og tilgerðarleysi barnungs skjólstæðings míns, að hleypa fleiri ljósglætum inn í ömurlega vonlausa mánudaga. Að dreifa möndlum og súkkulaði.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Fallegasta hrós sem ég hef fengið var einlægt og spontant og trítlaði út um munn átta ára skjólstæðings míns á frístundaheimili hér í bænum. Það var mánudagur og allt var þrungið ömurlegu vonleysi, roki og rigningu. „Stína!“ hrópaði skjólstæðingurinn og faðmaði mig. Andartaki síðar leit hann upp og sagði, með svolítilli undrun í röddinni: „Þú lyktar eins og möndlur og súkkulaði!“ Svo saug hann djúpt upp í nefið og bætti við: „…?piparmyntusúkkulaði.“ Orðin ein og sér fleyttu mér í gegnum daginn á rennilegu hamingjuskýi en það sem vó þyngst, og það sem mun jafnframt ylja mér lengst um hjartaræturnar, var hispursleysið. Téður skjólstæðingur minn tjáði mér nákvæmlega það sem hann var að hugsa á nákvæmlega einu augnabliki, sem flögraði jafnóðum út í buskann. Engir fastreyrðir fullorðinsfjötrar. Og framvegis ætla ég að reyna að varpa þessum fjötrum af mínu eigin málbeini. Ég ætla að hrósa um leið og því lýstur niður í hugann. Ég ætla að rétta upp hönd í tíma í skólanum og spyrja spurningar, jafnvel þó að ég hafi ægilegar áhyggjur af því að hún sé katastrófískt heimskuleg. Ég ætla að standa fastar á skoðunum mínum og meiningum. Ég ætla að láta vita ef mér misbýður eitthvað og byrgja það ekki inni þangað til ég spring. Ég ætla, og ég þarf, að hætta að hugsa svona ógeðslega mikið. Það væri raunar flestum til mikilla hagsbóta að tileinka sér óheflaðan þankagang og tilgerðarleysi barnungs skjólstæðings míns, að hleypa fleiri ljósglætum inn í ömurlega vonlausa mánudaga. Að dreifa möndlum og súkkulaði.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun