Hús og heimili
Verslunarhjón selja glæsivillu í 108
Hjónin Ingibjörg Kristófersdóttir og Hákon Hákonarson, sem eiga tískuvöruverslanirnar Mathilda, Englabörn og Herragarðinn, hafa sett einbýlishús sitt við Byggðarenda á sölu.
Fagurt einbýli í hjarta Vesturbæjar
Við Ásvallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur er að finna glæsilegt 320 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum. Húsið var byggt árið 1941 eftir hönnun Þóris G. Baldvinssonar en var stækkað árið 1961 eftir teikningu Kjartans Sveinssonar.
Ein litríkasta íbúð landsins til sölu
Í Bólstaðarhlíð 5 má finna einstaka og litskrúðuga íbúð stútfulla af karakter með bláum, bleikum, gulum og rauðum veggjum. Íbúðin er skráð rúmir 145 fermetrar með tvennar svalir til suðurs og vesturs og glæsilegt nýuppgert baðherbergi.
Matarboð hins fullkomna gestgjafa
Gestrisni, ljúfir tónar, notaleg lýsing, fallega dekkað borð og framsetning ljúffengra rétta eru grunnatriði þegar kemur að hinni fullkomnu matarupplifun. Hér að neðan má finna uppskriftir að þriggja rétta veislu ásamt nokkrum einföldum ráðum til að gera matarboðið sem eftirminnilegast.
Brúðkaupskipuleggjandi og flugmaður selja slotið
Vigdís Björk Segatta, einn helsti brúðkaupsskipuleggjandi landsins og eigandi Luxwedding, og eiginmaður hennar Ólafur Jón Jónsson flugmaður hjá Icelandair, hafa sett fallegt einbýlishús við Sveinskotsvör á Álftanesi á sölu.
Pottur eins og lítil sundlaug og ávextir í glerhúsi
Hvað er það sem hefur alveg slegið í gegn í görðum landsins síðastliðin ár? Jú heitir pottar og einnig kaldir pottar og köld gróðurhús. Þar er hægt að rækta ótrúlegustu ávexti og fleira framandi sem er hreinlega eins og í útlöndum. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og skoðaði það heitasta í görðum landsins.
Íbúð við Laugaveg sem áður var bíósalur
Við Laugaveg 96 í Reykjavík er að finna sjarmerandi íbúð í sögufrægu húsi sem var byggt árið 1967. Stjörnubíó var áður til húsa í eigninni en síðustu kvimyndasýningarnar fóru fram þann 28. febrúar 2002. Ásett verð er 119,9 milljónir.
Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur
Einbýlishús í miðbæ Hafnarfjarðar sem komst í fréttirnar í mars þegar íbúi þess lýsti hræðilegum aðstæðum í húsinu er komið á sölu. Eigandi þess segir „Hafnarfjarðarhreysið“ eins og hann kallar það hafa verið stórlega endurbætt og bíði nú nýrra eigenda.
Sturla Atlas og Kolfinna flytja inn saman
Kolfinna Nikulásdóttir leikstjóri og Sigurbjartur Sturla Atlason, þekktur sem Sturla Atlas, tónlistarmaður og leikari, hafa fest kaup á íbúð við Mýrargötu í Reykjavík.
Selur tvær íbúðir á sama tíma
Ferðaljósmyndarinn og áhrifavaldurinn Ása Steinarsdóttir er með tvær íbúðir á sölu í miðborg Reykjavíkur ásamt eiginmanni sínum Leo Alsved. Aðra þeirra hafa þau nýtt í útleigu og á Airbnb.
Keypti ævintýralegt raðhús með sjávarútsýni
Kolbeinn Sigþórsson knattspyrnumaður festi kaup á reisulegu pallaraðhúsi við Bakkastaði í Grafarvogi. Húsið var byggt árið 2001 og er 282 fermetrar. Kolbeinn greiddi 225 milljónir fyrir eignina.
Flugmenn keyptu einbýli Rikka Daða á undirverði
RD 11, félag í eigu Ríkharðs Daðasonar fjárfestis, seldi nýverið glæsilegt einbýlishús við Sunnuveg í Reykjavík þrettán milljónum undir ásettu verði.
Selur íbúð með palli en engum berjarunna
Guðmundur Heiðar Helgason almannatengill hefur sett frægasta pall landsins í Vogahverfi í Reykjavík á sölu. Pallurinn komst í fréttir fyrir þremur árum síðan þegar borgaryfirvöld fóru fram á að þar yrði grasblettur og berjarunni.
Hlýleiki og litagleði í miðbænum
Við Nýlendugötu í Reykjavík er að finna ákaflega heillandi íbúð í reisulegu húsi sem var byggt árið 1925. Íbúðin sjálf er 58 fermetrar og hefur verið mikið endurnýjuð síðastliðin ár.
Tólf fermetra smáhúsið innréttað og tilbúið
Alveg einstakt 12 fermetra sumarhús í Mosfellssveit er nú innréttað alveg ótrúlega fallega og tilbúið að njóta.
Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er
BYKO býður upp á fjölbreytt úrval af smáhýsum og húseiningum sem henta fyrir margvíslegar þarfir. Þetta nær yfir allt frá einföldum húseiningum til fullbúinna húsa að innan og utan.
Steinbergur selur
Steinbergur Finnbogason lögmaður og eiginkona hans, Hrafnhildur Valdimarsdóttir, hafa sett fallegt einbýli sitt í Breiðholti á sölu. Ásett verð er 168,9 milljónir.
Þingmenn allra flokka missa þingsæti sín
Þingmenn allra flokka sem kosnir voru til Alþingis árið 2021 hafa í einni svipan misst þingsæti sitt, nú þegar aðeins tæp vika er þar til þing kemur saman á ný.
Hugmyndahöll Næturvaktarinnar til sölu
Jóhann Ævar Grímsson, þróunarstjóri Saga Film og handritshöfundur, hefur sett íbúð sína við Ásholt í Reykjavík á sölu. Í íbúðinni hefur hann skrifað allskonar íslenskar bíó- og sjónvarpsþáttagersemar á borð við Næturvaktina.
Nylon-stjarna selur slotið
Umboðsmaðurinn og tónlistarkonan Steinunn Camilla, meðeigandi Iceland Sync, hefur sett fallega íbúð sína á sölu á Hlíðarvegi í Kópavogi. Íbúðin er björt og hefur nýverið verið endurnýjuð nánast að öllu leyti af sambýlismanni Steinunnar.
Hlýleiki og rómantík í Vesturbænum hjá Arnari og Halldóru
Arnar Pétursson gítarleikari í Mammút og Halldóra Rut Baldursdóttir, leikkona og framkvæmdastjóri TÝRU Verkefnastýringu, hafa sett íbúð sína við Meistaravelli í Vesturbæ Reykjavíkur á sölu.
Fögur miðbæjarperla Svanhildar og Sigurðar til sölu
Hjónin Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir, myndlistakona og ljósmyndari, og Sigurður Darri Rafnsson þjálfari hafa sett íbúð sína við Bergstaðastræti í Reykjavíkur á sölu.
Fúnkís höll tveggja framkvæmdastjóra við Sunnuveg
Hjónin Jensína Kristín Böðvarsdóttir eigandi og framkvæmdastjóri Vinnvinn og Þorvaldur Jacobsen framkvæmdastjóri Landsnets hafa sett einbýlishús sitt við Sunnuveg 13 á sölu. Húsið var teiknað af Gísla Halldórssyni arkitekt og byggt árið 1961.
Jóhann Ingi og Inga Rósa selja 300 fermetra parhús í Vesturbænum
Jóhann Ingi Kristjánsson, stjórnarformaður og meðstofnandi Good Good og stjórnarformaður Parlogis og Inga Rósa Guðmundsdóttir lyfjafræðingur, hafa sett raðhús sitt við Frostskjól í Vesturbæ Reykjavíkur á sölu. Ásett verð er 209,9 milljónir.
Hönnunaríbúð Ingibjargar hans Eyjólfs í Epal til sölu
Ingibjörg Þóra Gunnarsdóttir snyrtifræðingur og sambýliskona Eyjólfs Pálssonar, eiganda hönnunarverslunarinnar EPAL, hefur sett íbúð sína við Leifsgötu í miðborg Reykjavíkur á sölu. Ásett verð er 69,5 milljónir.
Fjölbreyttar lausnir fyrir íslenskan markað
Hýsi er rótgróið fyrirtæki sem sérhæfir sig í þjónustu við byggingariðnaðinn auk þess að sinna almennum fyrirtækjum, sveitafélögum, bændum og landbúnaðarfyrirtækjum og fjölbreyttum hópi ólíkra fyrirtækja í ferðaþjónustu.
Lekker hæð í Laugardalnum
Við Silfurteig í Laugarneshverfinu er að finna glæsilega 148 fermetra sérhæð. Eignin er á neðstu hæð í þriggja hæða húsi sem var byggt árið 1948. Ásett verð er 127, 7 milljónir.
Fimm sérbýli á Nesinu
Á fasteignavef Vísis er að finna fjölbreytt framboð af fasteignum af öllum stærðum og gerðum. Lífið á Vísi tók saman lista sem samanstendur af fimm sérbýlum á Seltjarnarnesi sem voru byggð í kringum árið 1970.
Reynir festi kaup á 210 milljón króna þakíbúð
Reynir Finndal Grétarsson, fjárfestir, stór hluthafi í Sýn og einn stofnenda Credit Info, festi kaup á 190 fermetra íbúð í nýju sjö hæða fjölbýlishúsi við Borgartún í Reykjavík. Hann greiddi 210 milljónir fyrir eignina.
Margverðlaunaður garður með sólskini allan daginn
Hjónin Agnes Ósk Snorradóttir og Björgvin Guðmundsson hafa nostrað við verðlaunagarð í kringum húsið sitt á Selfossi undanfarin ár. Þau hafa skipulagt hann þannig að hægt er að njóta sólar í garðinum allan daginn frá því snemma á morgnana og langt fram á kvöld en Vala Matt kíkti í heimsókn í Íslandi í dag.