Fréttir Atvinnuleysi ekki minna í sex ár Atvinnuleysi í nýliðnum októbermánuði var eitt prósent og hefur ekki verið minna í sex ár samkvæmt áætlun efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Innlent 12.11.2006 14:34 Listi sjálfstæðismanna í NV-kjördæmi kynntur um næstu helgi Kjörnefnd kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fundaði í Hrútafirði í gær um framboðsmál flokksins en þar er nú unnið að því að stilla upp lista fyrir komandi þingkosningar. Innlent 12.11.2006 14:12 Varað við óveðri á Norðausturlandi Vegagerðin varar við hvassviðri með norðausturströndinni og óveðri allt frá Raufarhöfn að Borgarfirði eystra. Jafnframt er varað við óveðri á Fjarðarheiði. Innlent 12.11.2006 13:59 Vilja 30 km hámarkshraða í flestum íbúðargötum bæjarins Bæjarráð Garðs hefur samþykkt samhljóða tillögu frá umferðarnefnd bæjarins um að hámarkshraði verði 30 kílómetrar í flestum íbúðargötum bæjarins. Þetta kemur fram á fréttavef Víkufrétta. Innlent 12.11.2006 13:51 Maliki vill algjöra uppstokkun í ríkisstjórn Íraks Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, vill stokka ríkisstjórn landsins algjörlega upp. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Maliki ræddi þetta mál á lokuðum fundi í írakska þinginu í dag í ljósi ástandsins í landinu en ekkert lát er á vígum í Írak. Erlent 12.11.2006 13:07 Vinstri - grænir stilla upp lista í Norðvesturkjördæmi Fulltrúaráð Vinstri - grænna í Norðvesturkjördæmi samþykkti á fundi sínum í Búðardal í gær að stilla upp á lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi þingkosningar. Innlent 12.11.2006 12:52 Stuðningur við Bush forseta í embætti aldrei minni Stuðningur við George Bush Bandaríkjaforseta mælist aðeins 31 prósent samkvæmt nýrri könnun sem bandaríska tímaritið Newsweek lét gera. Hefur stuðningur við forsetann aldrei mælst minni. Erlent 12.11.2006 12:33 Mikil gremja vegna búsetumála aldraðra Mikil gremja ríkir meðal aðstandenda aldraðra og alzheimers-sjúklinga, sem eru afar ósáttir við að fjármagn til fjölgunar á rýmum hjúkrunarheimila fyrir aldraða verði ekki veitt fyrr en árin tvöþúsund og átta og níu. Ráðherra segir tímann eðlilegan og biðlista hafa styst. Leikur að tölum, segir formaður Félags aðstandenda alzheimerssjúklinga. Innlent 12.11.2006 12:30 Segjast munu bregðast af hörku við árásum Ísraela Íranar munu bregðast við að hörku ráðist Ísraelar á kjarnorkuvinnslustöðvar landsins. Þeir ætla að halda áfram auðgun úrans þrátt fyrir andstöðu Vesturveldanna og Ísraela. Erlent 12.11.2006 12:01 Árni Johnsen sigurvegari prófkjörsins í Suðurkjördæmi Árni Johnsen er sigurvegari prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Nafni hans Mathiesen leiðir listann en þremur sitjandi þingmönnum flokksins var hafnað í prófkjörinu. Innlent 12.11.2006 12:24 Kröfu um endurnýjun hjá Samfylkingunni að mestu hafnað Þinglið Samfylkingarinnar í höfuðborginni hélt að mestu velli í prófkjöri flokksins í gær og verða efstu sæti á listum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum skipuð sömu frambjóðendum og síðast, ef frá er talin Guðrún Ögmundsdóttir alþingismaður, sem féll út. Í stað hennar kemur Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, sem náði áttunda sæti. Innlent 12.11.2006 11:52 Feðradeginum fagnað í fyrsta sinn á Íslandi Í dag er feðradagurinn hér á landi en þetta er í fyrsta sinn sem hann er haldinn hátíðlegur á Íslandi. Því verður fagnað meðal annars með ráðstefnu á vegum félagsmálaráðuneytisins, Félags ábyrgra feðra og Jafnréttisstofu klukkan 14 í dag á Nordica-hótelinu. Innlent 12.11.2006 11:06 Banaslys á Reykjanesbraut í gærkvöld Erlendur karlmaður á þrítugsaldri lést í umferðarslysi á Reykjanesbraut skammt frá nýrri verslun IKEA í Garðabæ um klukkan hálfellefu í gærkvöld. Bíl var ekið í átt að Garðabæ og skall hann á steypuklump sem komið hafði verið fyrir á veginum til þess að stýra umferð um hann en framkvæmdir standa þar yfir. Innlent 12.11.2006 11:39 Hálka og stífur vindur á Holtavörðuheiði Vegir eru víðast orðnir auðir á Suðurlandi samkvæmt Vegagerðinni en hálka er á Holtavörðuheiði og stífur vindur. Eins er hálka á Bröttubrekku og hálka eða hálkublettir sumstaðar á Snæfellsnesi og í Dölum. Innlent 12.11.2006 10:49 Atkvæðagreiðsla um sjálfstæði Suður-Ossetíu í dag Suður-Ossetíumenn greiða atkvæði um sjálfstæði héraðsins í dag og er búist við að það verði samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Héraðið er hluti af Georgíu en flestir íbúar þess eru með rússnesk vegabréf og tala eigið tungumál sem er skylt írönsku. Erlent 12.11.2006 10:45 Ölvaður ökumaður ók á ölvaðan vegfaranda Rólegt var hjá lögreglunni í höfuðborginni í nótt en þó var ekið á mann í Hafnarstræti nú um sjöleytið í morgun. Sá mun hafa verið ölvaður og hljóp fyrir bílinn og náði ökumaður hans ekki að stöðva í tæka tíð. Hann er hins vegar grunaður um ölvun við akstur. Innlent 12.11.2006 10:42 Mannskæð árás í Bagdad í morgun 35 létu lífið og 56 særður þegar maður gyrtur sprengjubelti gekk inn á skrifstofu í Bagdad og sprengdi sig í loft upp. Skrifstofan sá um að ráða lögreglumenn til starfa en uppreisnarmenn úr röðum súnnía hafa mjög beint spjótum sínum að slíkum stofnunun. Erlent 12.11.2006 10:08 Jafnaðarmenn aftur stærstir í Danmörku Jafnaðarmannaflokkurinn er orðinn stærsti flokkur Danmerkur á ný eftir tveggja ára hlé. Samkvæmt könnun sem Jyllandsposten lét gera fengi hann ríflega 30 prósent atkvæða ef gengið yrði til þingkosninga nú. Erlent 12.11.2006 09:59 Æsispennandi barátta í Kraganum Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjarrgar, tryggði sér fjórða sætið á lokasprettinum í prófkjöri Sjálstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Flest benti til að Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, myndi hafa það en hún hafnaði í sjötta sæti samkvæmt lokatölum prófkjörsins. Innlent 12.11.2006 09:53 Steinunn Valdís eini nýliðinn í átta efstu sætunum Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, er eini nýliðinn í átta efstu sætunum hjá Samfylkingunni í Reykjavík fyrir komandi þingkosningar. Guðrún Ögmundsdóttir þingkona hlaut hins vegar ekki náð fyrir augum kjósenda í prófkjörinu og er því á leið af þingi. Þetta varð ljóst eftir prófkjör flokksins í gær. Innlent 12.11.2006 09:48 Árni Johnsen á leið á þing aftur Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður, er aftur á leið á þing eftir að hann varð annar í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi sem fram fór í gær. Nafni hans Árni Mathiesen fjármálaráðherra varð efstur í prófkjörinu en þrír þingmenn flokksins eru á leið út. Innlent 12.11.2006 09:14 Árni Johnsen enn í öðru sæti í Suðurkjördæmi Árni Johnsen er enn í í öðru sæti þegar 2600 atkvæði eða um helmingur þeirra hefur verið talinn í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Árni Mathiesen fjármálaráðherra er í fyrsta sæti, Kjartan Ólafsson í þriðja sæti, Drífa Hjartardóttir áfram í því fjórða, Unnur Brá Konráðsdóttir í fimmta og Björk Guðjónsdóttir í því sjötta. Innlent 12.11.2006 00:26 Lokatölur komnar í prófkjöri Samfylkingarinnar Öll atkvæði hafa verið talin í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fór í dag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í 1. sæti eða 3.326, Össur Skarphéðinsson 2.854 atkvæði í 1.-2. sæti og Jóhanna Sigurðardóttir 2.514 atkvæði í 1.-3. sæti. Innlent 11.11.2006 23:36 Staðan óbreytt í Suðvesturkjördæmi - styttist í lokatölur Staðan í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi er óbreytt frá síðustu tölum en von er á lokatölum innan hálftíma. Ragnheiður Ríkharðsdóttir er í fjórða sæti, nafna hennar Ragnheiður Elín Árnadóttir í því fimmta og Jón Gunnarsson í því sjötta. Búið er að telja 5900 atkvæði. Innlent 11.11.2006 22:38 Alvarlegt umferðarslys við IKEA í Garðabæ Einn er alvarlega slasaður eftir umferðarslys skammt frá nýrri verslun IKEA í Garðabæ fyrr í kvöld. Að sögn slökkviliðs virðist sem fólksbíl, sem í voru þrír, hafi verið ekið á einhvers konar stólpa sem komið hafði verið fyrir á staðnum vegna framkvæmda og fór bíllinn út af veginum og valt. Innlent 11.11.2006 22:33 Ragnheiður Ríkharðsdóttir aftur komin upp í fjórða sæti Röð manna í sætum fjögur til sex í Suðvesturkjördæmi hefur enn einu sinni breyst og nú er Ragnheiður Ríkharðsdóttir aftur komin upp í fjórða sætið, nafna hennar Ragnheiður Elín Árnadóttir er í því fimmta og Jón Gunnarsson í því sjötta. Búið er að telja 5400 atkvæði. Innlent 11.11.2006 22:15 Árnarnir tveir í efstu sætunum - Guðjón og Gunnar á leið út Árni Mathiesen fjármálaráðherra er í fyrsta sæti eftir að 1800 af um fimm þúsund atkvæðum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi höfðu verið talin nú klukkan 22. Í öðru sæti er Árni Johnsen, Kjartan Ólafsson í þriðja sæti, Drífa Hjartardóttir í því fjórða, Unnur Brá Konráðsdóttir í fimmta og Björk Guðjónsdóttir í því sjötta. Innlent 11.11.2006 22:09 Sigurstranglegur listi að skapast í kvöld Þetta er sterkur listi, öflugur og samheldinn hópur sem er að skapast hér í kvöld og mjög sigurstranglegur fyrir okkur sjálfstæðismenn í kosningunum 12. maí. Það er mikil nýliðun, gott kynjahlutfalla og þetta er allt til fyrirmyndar hér," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og verðandi oddviti hans í Suðvesturkjördæmi eftir að aðrar tölur höfðu borist frá kjörstjórn í prófkjöri sjálfstæðismanna í kjördæminu. Innlent 11.11.2006 21:57 Það er fínt líf eftir pólitík „Mér líður bara mjög vel," sagði Guðrún Ögmundsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, þegar hún var innt eftir því hvernig hún hefði það eftir að fyrstu tölur sýndu að hún væri ekki meðal átta efstu frambjóðenda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hún er það heldur ekki þegar aðeins á eftir að telja um 300 atkvæði. Innlent 11.11.2006 21:34 Sterkur listi með öflugum frambjóðendum „Þetta er sterkur listi sem er að koma þarna og jafnræði milli kynja," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, eftir að fyrstu tölur í prófkjöri flokksins í Reykjavík höfðu verið tilkynntar. Innlent 11.11.2006 21:28 « ‹ 323 324 325 326 327 328 329 330 331 … 334 ›
Atvinnuleysi ekki minna í sex ár Atvinnuleysi í nýliðnum októbermánuði var eitt prósent og hefur ekki verið minna í sex ár samkvæmt áætlun efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Innlent 12.11.2006 14:34
Listi sjálfstæðismanna í NV-kjördæmi kynntur um næstu helgi Kjörnefnd kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fundaði í Hrútafirði í gær um framboðsmál flokksins en þar er nú unnið að því að stilla upp lista fyrir komandi þingkosningar. Innlent 12.11.2006 14:12
Varað við óveðri á Norðausturlandi Vegagerðin varar við hvassviðri með norðausturströndinni og óveðri allt frá Raufarhöfn að Borgarfirði eystra. Jafnframt er varað við óveðri á Fjarðarheiði. Innlent 12.11.2006 13:59
Vilja 30 km hámarkshraða í flestum íbúðargötum bæjarins Bæjarráð Garðs hefur samþykkt samhljóða tillögu frá umferðarnefnd bæjarins um að hámarkshraði verði 30 kílómetrar í flestum íbúðargötum bæjarins. Þetta kemur fram á fréttavef Víkufrétta. Innlent 12.11.2006 13:51
Maliki vill algjöra uppstokkun í ríkisstjórn Íraks Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, vill stokka ríkisstjórn landsins algjörlega upp. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Maliki ræddi þetta mál á lokuðum fundi í írakska þinginu í dag í ljósi ástandsins í landinu en ekkert lát er á vígum í Írak. Erlent 12.11.2006 13:07
Vinstri - grænir stilla upp lista í Norðvesturkjördæmi Fulltrúaráð Vinstri - grænna í Norðvesturkjördæmi samþykkti á fundi sínum í Búðardal í gær að stilla upp á lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi þingkosningar. Innlent 12.11.2006 12:52
Stuðningur við Bush forseta í embætti aldrei minni Stuðningur við George Bush Bandaríkjaforseta mælist aðeins 31 prósent samkvæmt nýrri könnun sem bandaríska tímaritið Newsweek lét gera. Hefur stuðningur við forsetann aldrei mælst minni. Erlent 12.11.2006 12:33
Mikil gremja vegna búsetumála aldraðra Mikil gremja ríkir meðal aðstandenda aldraðra og alzheimers-sjúklinga, sem eru afar ósáttir við að fjármagn til fjölgunar á rýmum hjúkrunarheimila fyrir aldraða verði ekki veitt fyrr en árin tvöþúsund og átta og níu. Ráðherra segir tímann eðlilegan og biðlista hafa styst. Leikur að tölum, segir formaður Félags aðstandenda alzheimerssjúklinga. Innlent 12.11.2006 12:30
Segjast munu bregðast af hörku við árásum Ísraela Íranar munu bregðast við að hörku ráðist Ísraelar á kjarnorkuvinnslustöðvar landsins. Þeir ætla að halda áfram auðgun úrans þrátt fyrir andstöðu Vesturveldanna og Ísraela. Erlent 12.11.2006 12:01
Árni Johnsen sigurvegari prófkjörsins í Suðurkjördæmi Árni Johnsen er sigurvegari prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Nafni hans Mathiesen leiðir listann en þremur sitjandi þingmönnum flokksins var hafnað í prófkjörinu. Innlent 12.11.2006 12:24
Kröfu um endurnýjun hjá Samfylkingunni að mestu hafnað Þinglið Samfylkingarinnar í höfuðborginni hélt að mestu velli í prófkjöri flokksins í gær og verða efstu sæti á listum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum skipuð sömu frambjóðendum og síðast, ef frá er talin Guðrún Ögmundsdóttir alþingismaður, sem féll út. Í stað hennar kemur Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, sem náði áttunda sæti. Innlent 12.11.2006 11:52
Feðradeginum fagnað í fyrsta sinn á Íslandi Í dag er feðradagurinn hér á landi en þetta er í fyrsta sinn sem hann er haldinn hátíðlegur á Íslandi. Því verður fagnað meðal annars með ráðstefnu á vegum félagsmálaráðuneytisins, Félags ábyrgra feðra og Jafnréttisstofu klukkan 14 í dag á Nordica-hótelinu. Innlent 12.11.2006 11:06
Banaslys á Reykjanesbraut í gærkvöld Erlendur karlmaður á þrítugsaldri lést í umferðarslysi á Reykjanesbraut skammt frá nýrri verslun IKEA í Garðabæ um klukkan hálfellefu í gærkvöld. Bíl var ekið í átt að Garðabæ og skall hann á steypuklump sem komið hafði verið fyrir á veginum til þess að stýra umferð um hann en framkvæmdir standa þar yfir. Innlent 12.11.2006 11:39
Hálka og stífur vindur á Holtavörðuheiði Vegir eru víðast orðnir auðir á Suðurlandi samkvæmt Vegagerðinni en hálka er á Holtavörðuheiði og stífur vindur. Eins er hálka á Bröttubrekku og hálka eða hálkublettir sumstaðar á Snæfellsnesi og í Dölum. Innlent 12.11.2006 10:49
Atkvæðagreiðsla um sjálfstæði Suður-Ossetíu í dag Suður-Ossetíumenn greiða atkvæði um sjálfstæði héraðsins í dag og er búist við að það verði samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Héraðið er hluti af Georgíu en flestir íbúar þess eru með rússnesk vegabréf og tala eigið tungumál sem er skylt írönsku. Erlent 12.11.2006 10:45
Ölvaður ökumaður ók á ölvaðan vegfaranda Rólegt var hjá lögreglunni í höfuðborginni í nótt en þó var ekið á mann í Hafnarstræti nú um sjöleytið í morgun. Sá mun hafa verið ölvaður og hljóp fyrir bílinn og náði ökumaður hans ekki að stöðva í tæka tíð. Hann er hins vegar grunaður um ölvun við akstur. Innlent 12.11.2006 10:42
Mannskæð árás í Bagdad í morgun 35 létu lífið og 56 særður þegar maður gyrtur sprengjubelti gekk inn á skrifstofu í Bagdad og sprengdi sig í loft upp. Skrifstofan sá um að ráða lögreglumenn til starfa en uppreisnarmenn úr röðum súnnía hafa mjög beint spjótum sínum að slíkum stofnunun. Erlent 12.11.2006 10:08
Jafnaðarmenn aftur stærstir í Danmörku Jafnaðarmannaflokkurinn er orðinn stærsti flokkur Danmerkur á ný eftir tveggja ára hlé. Samkvæmt könnun sem Jyllandsposten lét gera fengi hann ríflega 30 prósent atkvæða ef gengið yrði til þingkosninga nú. Erlent 12.11.2006 09:59
Æsispennandi barátta í Kraganum Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjarrgar, tryggði sér fjórða sætið á lokasprettinum í prófkjöri Sjálstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Flest benti til að Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, myndi hafa það en hún hafnaði í sjötta sæti samkvæmt lokatölum prófkjörsins. Innlent 12.11.2006 09:53
Steinunn Valdís eini nýliðinn í átta efstu sætunum Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, er eini nýliðinn í átta efstu sætunum hjá Samfylkingunni í Reykjavík fyrir komandi þingkosningar. Guðrún Ögmundsdóttir þingkona hlaut hins vegar ekki náð fyrir augum kjósenda í prófkjörinu og er því á leið af þingi. Þetta varð ljóst eftir prófkjör flokksins í gær. Innlent 12.11.2006 09:48
Árni Johnsen á leið á þing aftur Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður, er aftur á leið á þing eftir að hann varð annar í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi sem fram fór í gær. Nafni hans Árni Mathiesen fjármálaráðherra varð efstur í prófkjörinu en þrír þingmenn flokksins eru á leið út. Innlent 12.11.2006 09:14
Árni Johnsen enn í öðru sæti í Suðurkjördæmi Árni Johnsen er enn í í öðru sæti þegar 2600 atkvæði eða um helmingur þeirra hefur verið talinn í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Árni Mathiesen fjármálaráðherra er í fyrsta sæti, Kjartan Ólafsson í þriðja sæti, Drífa Hjartardóttir áfram í því fjórða, Unnur Brá Konráðsdóttir í fimmta og Björk Guðjónsdóttir í því sjötta. Innlent 12.11.2006 00:26
Lokatölur komnar í prófkjöri Samfylkingarinnar Öll atkvæði hafa verið talin í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fór í dag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í 1. sæti eða 3.326, Össur Skarphéðinsson 2.854 atkvæði í 1.-2. sæti og Jóhanna Sigurðardóttir 2.514 atkvæði í 1.-3. sæti. Innlent 11.11.2006 23:36
Staðan óbreytt í Suðvesturkjördæmi - styttist í lokatölur Staðan í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi er óbreytt frá síðustu tölum en von er á lokatölum innan hálftíma. Ragnheiður Ríkharðsdóttir er í fjórða sæti, nafna hennar Ragnheiður Elín Árnadóttir í því fimmta og Jón Gunnarsson í því sjötta. Búið er að telja 5900 atkvæði. Innlent 11.11.2006 22:38
Alvarlegt umferðarslys við IKEA í Garðabæ Einn er alvarlega slasaður eftir umferðarslys skammt frá nýrri verslun IKEA í Garðabæ fyrr í kvöld. Að sögn slökkviliðs virðist sem fólksbíl, sem í voru þrír, hafi verið ekið á einhvers konar stólpa sem komið hafði verið fyrir á staðnum vegna framkvæmda og fór bíllinn út af veginum og valt. Innlent 11.11.2006 22:33
Ragnheiður Ríkharðsdóttir aftur komin upp í fjórða sæti Röð manna í sætum fjögur til sex í Suðvesturkjördæmi hefur enn einu sinni breyst og nú er Ragnheiður Ríkharðsdóttir aftur komin upp í fjórða sætið, nafna hennar Ragnheiður Elín Árnadóttir er í því fimmta og Jón Gunnarsson í því sjötta. Búið er að telja 5400 atkvæði. Innlent 11.11.2006 22:15
Árnarnir tveir í efstu sætunum - Guðjón og Gunnar á leið út Árni Mathiesen fjármálaráðherra er í fyrsta sæti eftir að 1800 af um fimm þúsund atkvæðum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi höfðu verið talin nú klukkan 22. Í öðru sæti er Árni Johnsen, Kjartan Ólafsson í þriðja sæti, Drífa Hjartardóttir í því fjórða, Unnur Brá Konráðsdóttir í fimmta og Björk Guðjónsdóttir í því sjötta. Innlent 11.11.2006 22:09
Sigurstranglegur listi að skapast í kvöld Þetta er sterkur listi, öflugur og samheldinn hópur sem er að skapast hér í kvöld og mjög sigurstranglegur fyrir okkur sjálfstæðismenn í kosningunum 12. maí. Það er mikil nýliðun, gott kynjahlutfalla og þetta er allt til fyrirmyndar hér," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og verðandi oddviti hans í Suðvesturkjördæmi eftir að aðrar tölur höfðu borist frá kjörstjórn í prófkjöri sjálfstæðismanna í kjördæminu. Innlent 11.11.2006 21:57
Það er fínt líf eftir pólitík „Mér líður bara mjög vel," sagði Guðrún Ögmundsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, þegar hún var innt eftir því hvernig hún hefði það eftir að fyrstu tölur sýndu að hún væri ekki meðal átta efstu frambjóðenda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hún er það heldur ekki þegar aðeins á eftir að telja um 300 atkvæði. Innlent 11.11.2006 21:34
Sterkur listi með öflugum frambjóðendum „Þetta er sterkur listi sem er að koma þarna og jafnræði milli kynja," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, eftir að fyrstu tölur í prófkjöri flokksins í Reykjavík höfðu verið tilkynntar. Innlent 11.11.2006 21:28
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent