Erlent

Jafnaðarmenn aftur stærstir í Danmörku

Helle Thorning-Schmidt, leiðtogi jafnaðarmanna í Danmörku, virðist hafa fært þeim vinsældir á ný en hún tók við af Mogens Lykketoft eftir síðustu þingkosningar.
Helle Thorning-Schmidt, leiðtogi jafnaðarmanna í Danmörku, virðist hafa fært þeim vinsældir á ný en hún tók við af Mogens Lykketoft eftir síðustu þingkosningar. MYND/AFP

Jafnaðarmannaflokkurinn er orðinn stærsti flokkur Danmerkur á ný eftir tveggja ára hlé. Samkvæmt könnun sem Jyllandsposten lét gera fengi hann ríflega 30 prósent atkvæða ef gengið yrði til þingkosninga nú. Fjórðungur aðspurðra nefndi Venstre, flokk Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherrra, í könnuninni. Það þýðir að flokkurinn myndi missa átta þingsæti og þar með meirihluta sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×