Fréttir Bóndi ákærður fyrir spjöll við álver á Reyðarfirði Ábúandinn á Kollaleiru í Reyðarfirði, sagði fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag, að honum liði eins og flóttamanni í eigin landi. Hann er sakaður um að hafa valdið Bechtel vinnutjóni á álverssvæðinu en sjálfur segir hann að fyrirtækið hafi valdið honum tjóni með ólöglegu athæfi á jörð hans. Innlent 5.12.2006 18:49 Vildu hækka eigin kjör um 75% Sjálfstæðismenn í Árborg fullyrða að þeir hafi staðið í vegi fyrir áformum framsóknarmanna í bæjarstjórn um allt að 75% kjarabót til bæjarfulltrúa. Upp úr samstarfinu slitnaði á föstudag með gagnkvæmum brigslyrðum. Eyþór Arnalds vísar því til föðurhúsanna að hans hagsmunir hafi nokkuð með uppslit samstarfsins að gera. Innlent 5.12.2006 18:46 Matisse á Íslandi Menning upp á tvo milljarða verður til sýnis í Listasafni Íslands í jólamánuðinum og geta þá landsmenn í fyrsta sinni barið verk eftir sjálfan Matisse augum á íslenskri grundu. Innlent 5.12.2006 18:43 14 milljarða afgangur Borgarsjóður verður rekinn með 14 milljarða afgangi á næsta ári, í stað eins milljarðs halla á þessu ári, segir borgarstjóri sem kynnti fjárhagsáætlun borgarinnar í dag. Bókhaldsleikir, segir oddviti Samfylkingar. Hann segir útgjöld aukast umfram tekjur. Innlent 5.12.2006 18:31 Forstjóraskipti hjá Rio Tinto Ákveðið hefur verið að skipta um forstjóra hjá ál- og námafyrirtækinu Rio Tinto. Leigh Clifford, forstjóri fyrirtækisins, mun láta af störfum í maí en við starfi hans tekur Tom Albanese. Viðskipti erlent 5.12.2006 16:10 Ríkið selur hlut sinn í Alitalia Ríkisstjórn Ítalíu hefur ákveðið að selja 30,1 prósents hlut sinn í flugfélaginu Alitalia gegn ákveðnum skilyrðum. Franska flugfélagið Air France-KLM hefur haft hug á kaupum og samruna flugfélaganna. Af því geti aðeins orðið verði skuldastaða flugfélagsins bætt verulega. Viðskipti erlent 5.12.2006 15:24 Næstmesta verðbólgan á Íslandi Vísitala neysluverðs innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar hækkaði um 1,7 prósent í október samanborið við 2,1 prósents hækkun á milli mánaða í september. Ef raforkuverð er undanskilið jafngildir þetta 2,2 prósenta verðbólgu sem er óbreytt á milli mánaða. Næstmesta verðbólgan er líkt og fyrr hér á landi. Viðskipti innlent 5.12.2006 13:59 Sensex í nýjum methæðum Indverska hlutabréfavísitalan Sensex náði nýjum methæðum í dag þegar hún rauf 14.000 stiga múrinn við upphaf viðskipta. Um sögulegt met er að ræða. Vísitalan seig nokkuð og fór niður fyrir 14.000 stig eftir því sem leið á daginn. Viðskipti innlent 5.12.2006 13:52 Mannskæðar árásir í Bagdad 30 hafa fallið í þremur sprengjutilræðum og einni skotárás í Írak í morgun. Árás var gerð á rútu sem var að flytja sjía-múslima í norðurhluta Bagdad. 14 týndu lífi og fjórir særðust. Stuttu síðar sprungu þrjár bílsprengjur í suðurhluta Bagdad. Þar féllu sextán manns og talið að vel á þriðja tug vegfarenda hafi særst. Erlent 5.12.2006 12:43 Leita aðstoðar í Rússlandi Breskir lögreglumenn hafa formlega beðið rússneska starfsfélaga sína um aðstoð við rannsókn á dauða rússneska njósnarans Alexanders Litvinekons. Eitrað var fyrir honum með geislavirku efni. Fyrrverandi leyniþjónustumaður í Rússlandi segir stjórnvöld í Moskvu hafa myrt Litvinenko og segist hafa mikilvægar sannanir þess efnis. Erlent 5.12.2006 12:35 Völdum rænt í fjórða sinn á 19 árum Herinn á Fídji-eyjum rændi völdum í nótt og hneppti forsætisráðherra landsins í stofufangelsi. Forseti Fiji-eyja segist ekki styðja valdaránsmenn. Erlent 5.12.2006 12:30 Rússar ekki samstarfsþýðir Saksóknari rússneska ríkisins, Yuri Chaika, hélt í dag fréttamannafund og sagði að ef einhverjir rússneskir ríkisborgarar verði grunaðir um græsku í eitrunarmálinu svokallaða muni rússnesk lögregla yfirheyra þá og það verði réttað yfir þeim í Rússlandi. Chaika sagði ennfremur að enginn myndi verða framseldur til Bretlands. Erlent 5.12.2006 13:11 Segir erfiðar samningalotur framundan Formaður nefndar Evrópusamtaka atvinnulífsins um loftslagsbreytingar telur að árangur hafi náðst á loftslagráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Naíróbí í Kenía í síðasta mánuði. Hann varar þó við erfiðu samningaferli næstu árin. Innlent 5.12.2006 12:17 Fráleit ásökun um óheiðarleika Eyþór Arnalds segir það tilhæfulaust að tengja samstarfsslit meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á Selfossi við sína persónu eða hagsmuni. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa einnig til föðurhúsanna ásökunum um óheiðarleika í starfi í bæjarstjórninni og standa við fullyrðingar sínar um að steytt hafi á óhóflegum tillögum framsóknarmanna um allt að 70% hækkun til bæjarfulltrúa. Innlent 5.12.2006 12:05 Bandaríkin búast ekki við samkomulagi Háttsettur embættismaður Bandaríkjastjórnar sagði fyrir stórveldafund, sem fram fer í París í dag, að ekki væri búist við því að sátt myndi nást um hugsanlegar refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna vegna kjarnorkuáætlunar Írans. Erlent 5.12.2006 11:46 France 24 í loftið á morgun Á morgun mun alþjóðleg frönsk fréttastöð hefja útsendingar á netinu og daginn eftir í sjónvarpi. Mun hún slást um þann hóp fólk sem horfir á CNN International, BBC World Service og ensku útgáfu Al-Jazeera. Íslensk stúlka mun starfa við ensku útgáfu stöðvarinnar. Erlent 5.12.2006 10:53 Jólafrí setja strik í reikninginn Varautanríkisráðherra Rússlands, Alexander Alexeyev, sagði í dag að sexveldahópurinn svokallaði myndi sennilega ekki hittast fyrr en árið 2007. Sagði hann það vera vegna væntanlegra jólafría embættismanna. Erlent 5.12.2006 10:27 Durian kominn til Víetnam Hitabeltisstormurinn Durian lenti á suðurströnd Víetnam í dag. Að minnsta kosti 46 manns létu lífið vegna hans og talið er að fleiri en 300 hafi slasast. Þúsundir húsa eru einnig talin ónýt eftir storminn. Þrír sjómenn eru einnig taldir af eftir að bát þeirra hvolfdi í aðdragand stormsins. Erlent 5.12.2006 10:18 Íran varar Evrópu við að styðja refsiaðgerðir Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, varaði Evrópu við því í morgun að styðja refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna vegna kjarnorkuáætlunar landsins. Sagði hann að ef Evrópa myndi styðja hugsanlegar refsiaðgerðir myndi Íran bregðast við því með því að draga úr samskiptum við Evrópusambandið. Erlent 5.12.2006 09:10 Geimstöð byggð á tunglinu 2020 Geimferðastofnun Bandaríkjamanna, NASA, segist ætla að byggja varanlega geimstöð á tunglinu, að öllum líkindum á norðurpóli tunglsins. Erlent 5.12.2006 08:38 Vopnaeign könnuð í Vík í Mýrdal Lögreglumenn í Vík í Mýrdal hafa að undanförnu gengið í hús, þar sem vitað er um þrjú skotvopn, eða fleiri, og kannað hvort þau eru geymd á viðeigandi hátt, samkvæmt reglugerð. Innlent 5.12.2006 08:36 Missti stjórn á bíl og lenti á ljósastaur Ökumaður fólksbíls missti stjórn á farartækinu á Nýbýlavegi á níunda tímanum í gærkvöldi og lenti á ljósastaur. Innlent 5.12.2006 08:33 Mótmælin halda áfram Jarðarför mannsins sem lést í mótmælum Hizbolla í Líbanon á sunnudaginn fór fram í Beirút í gær. Fyrir utan manninn sem lést, meiddust alls 21 í átökum milli mótmælenda, sem eru að mestu shía-múslimar, og stjórnarsinna, sem eru aðallega súnní-múslimar. Erlent 5.12.2006 08:29 Risaborinn við Kárahnjúka kominn í lag Verktakar við Kárahnjúka hafa unnið hörðum höndum að viðgerð á risabornum, sem bilaði í gær þegar hann átti að bora í gegnum síðasta haftið á milli Hálslóns og stöðvarhússins. Innlent 5.12.2006 08:27 Þrír bæjarstjórar á fullum launum í Árborg Eftir sviftingar í bæjarstjórn Árborgar og bæjarstjóraskipti í gær, er komin upp sú staða að þrír bæjarstjórar eru nú á fullum launum í Árborg. Innlent 5.12.2006 08:22 80 Talibanar létu lífið í átökum við hermenn NATO í Afganistan Talið er að allt að 80 vígamenn talibana hafi látið lífið í átökum við hermenn NATO í bardögum í suðurhluta Afganistans um helgina. Enginn hermaður NATO lét lífið. Bardagarnir hófust á laugardaginn og voru í rúman sólarhring en hermenn NATO segjast vera farnir að kunna betur á aðstæður í Afganistan. Erlent 5.12.2006 08:19 Lyfjafyrirtæki verja allt að 400 milljónum á ári til að liðka fyrir sölu á lyfjum sínum Talið er að lyfjafyrirtæki verji allt að fjögur hundruð milljónum króna á ári til að liðka fyrir sölu á lyfjum sínum hér á landi. Þetta kom fram í svari Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Hjálmars Árnasonar á Alþingi. Innlent 5.12.2006 08:16 Breskir lögreglumenn komnir til Moskvu Breskir lögreglumenn hafa formlega beðið rússneska starfsfélaga sína um aðstoð í eitrunarmálinu svonefnda, en málið hefur valdið því að samskipti Breta og Rússa hafa kólnað til muna. Erlent 5.12.2006 08:12 Ökuníðingur játar að hafa ekið á Reykjanesbraut en ekki á 200 km hraða Ungi maðurinn , sem mældist á rúmlega 200 kílómetra hraða á Reykjanesbraut fyrir helgi og stakk lögregluna af, hefur loks játað að hafa verið á ferð á umræddum stað og á umræddum tíma. Innlent 5.12.2006 08:12 Herinn á Fídjieyjum fremur valdarán Herinn á Fídjieyjum tók völdin í nótt auk þess að hneppa forsætisráðherra landsins, Laisenia Qarase, í stofufangelsi. Forseti Fídjieyja sagði í yfirlýsingu í nótt að hann styddi ekki aðgerðir hersins þrátt fyrir frásagnir um að hann hafi leyst upp þing landsins og samþykkt að Qarase yrði vikið úr embætti. Erlent 5.12.2006 08:03 « ‹ 285 286 287 288 289 290 291 292 293 … 334 ›
Bóndi ákærður fyrir spjöll við álver á Reyðarfirði Ábúandinn á Kollaleiru í Reyðarfirði, sagði fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag, að honum liði eins og flóttamanni í eigin landi. Hann er sakaður um að hafa valdið Bechtel vinnutjóni á álverssvæðinu en sjálfur segir hann að fyrirtækið hafi valdið honum tjóni með ólöglegu athæfi á jörð hans. Innlent 5.12.2006 18:49
Vildu hækka eigin kjör um 75% Sjálfstæðismenn í Árborg fullyrða að þeir hafi staðið í vegi fyrir áformum framsóknarmanna í bæjarstjórn um allt að 75% kjarabót til bæjarfulltrúa. Upp úr samstarfinu slitnaði á föstudag með gagnkvæmum brigslyrðum. Eyþór Arnalds vísar því til föðurhúsanna að hans hagsmunir hafi nokkuð með uppslit samstarfsins að gera. Innlent 5.12.2006 18:46
Matisse á Íslandi Menning upp á tvo milljarða verður til sýnis í Listasafni Íslands í jólamánuðinum og geta þá landsmenn í fyrsta sinni barið verk eftir sjálfan Matisse augum á íslenskri grundu. Innlent 5.12.2006 18:43
14 milljarða afgangur Borgarsjóður verður rekinn með 14 milljarða afgangi á næsta ári, í stað eins milljarðs halla á þessu ári, segir borgarstjóri sem kynnti fjárhagsáætlun borgarinnar í dag. Bókhaldsleikir, segir oddviti Samfylkingar. Hann segir útgjöld aukast umfram tekjur. Innlent 5.12.2006 18:31
Forstjóraskipti hjá Rio Tinto Ákveðið hefur verið að skipta um forstjóra hjá ál- og námafyrirtækinu Rio Tinto. Leigh Clifford, forstjóri fyrirtækisins, mun láta af störfum í maí en við starfi hans tekur Tom Albanese. Viðskipti erlent 5.12.2006 16:10
Ríkið selur hlut sinn í Alitalia Ríkisstjórn Ítalíu hefur ákveðið að selja 30,1 prósents hlut sinn í flugfélaginu Alitalia gegn ákveðnum skilyrðum. Franska flugfélagið Air France-KLM hefur haft hug á kaupum og samruna flugfélaganna. Af því geti aðeins orðið verði skuldastaða flugfélagsins bætt verulega. Viðskipti erlent 5.12.2006 15:24
Næstmesta verðbólgan á Íslandi Vísitala neysluverðs innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar hækkaði um 1,7 prósent í október samanborið við 2,1 prósents hækkun á milli mánaða í september. Ef raforkuverð er undanskilið jafngildir þetta 2,2 prósenta verðbólgu sem er óbreytt á milli mánaða. Næstmesta verðbólgan er líkt og fyrr hér á landi. Viðskipti innlent 5.12.2006 13:59
Sensex í nýjum methæðum Indverska hlutabréfavísitalan Sensex náði nýjum methæðum í dag þegar hún rauf 14.000 stiga múrinn við upphaf viðskipta. Um sögulegt met er að ræða. Vísitalan seig nokkuð og fór niður fyrir 14.000 stig eftir því sem leið á daginn. Viðskipti innlent 5.12.2006 13:52
Mannskæðar árásir í Bagdad 30 hafa fallið í þremur sprengjutilræðum og einni skotárás í Írak í morgun. Árás var gerð á rútu sem var að flytja sjía-múslima í norðurhluta Bagdad. 14 týndu lífi og fjórir særðust. Stuttu síðar sprungu þrjár bílsprengjur í suðurhluta Bagdad. Þar féllu sextán manns og talið að vel á þriðja tug vegfarenda hafi særst. Erlent 5.12.2006 12:43
Leita aðstoðar í Rússlandi Breskir lögreglumenn hafa formlega beðið rússneska starfsfélaga sína um aðstoð við rannsókn á dauða rússneska njósnarans Alexanders Litvinekons. Eitrað var fyrir honum með geislavirku efni. Fyrrverandi leyniþjónustumaður í Rússlandi segir stjórnvöld í Moskvu hafa myrt Litvinenko og segist hafa mikilvægar sannanir þess efnis. Erlent 5.12.2006 12:35
Völdum rænt í fjórða sinn á 19 árum Herinn á Fídji-eyjum rændi völdum í nótt og hneppti forsætisráðherra landsins í stofufangelsi. Forseti Fiji-eyja segist ekki styðja valdaránsmenn. Erlent 5.12.2006 12:30
Rússar ekki samstarfsþýðir Saksóknari rússneska ríkisins, Yuri Chaika, hélt í dag fréttamannafund og sagði að ef einhverjir rússneskir ríkisborgarar verði grunaðir um græsku í eitrunarmálinu svokallaða muni rússnesk lögregla yfirheyra þá og það verði réttað yfir þeim í Rússlandi. Chaika sagði ennfremur að enginn myndi verða framseldur til Bretlands. Erlent 5.12.2006 13:11
Segir erfiðar samningalotur framundan Formaður nefndar Evrópusamtaka atvinnulífsins um loftslagsbreytingar telur að árangur hafi náðst á loftslagráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Naíróbí í Kenía í síðasta mánuði. Hann varar þó við erfiðu samningaferli næstu árin. Innlent 5.12.2006 12:17
Fráleit ásökun um óheiðarleika Eyþór Arnalds segir það tilhæfulaust að tengja samstarfsslit meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á Selfossi við sína persónu eða hagsmuni. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa einnig til föðurhúsanna ásökunum um óheiðarleika í starfi í bæjarstjórninni og standa við fullyrðingar sínar um að steytt hafi á óhóflegum tillögum framsóknarmanna um allt að 70% hækkun til bæjarfulltrúa. Innlent 5.12.2006 12:05
Bandaríkin búast ekki við samkomulagi Háttsettur embættismaður Bandaríkjastjórnar sagði fyrir stórveldafund, sem fram fer í París í dag, að ekki væri búist við því að sátt myndi nást um hugsanlegar refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna vegna kjarnorkuáætlunar Írans. Erlent 5.12.2006 11:46
France 24 í loftið á morgun Á morgun mun alþjóðleg frönsk fréttastöð hefja útsendingar á netinu og daginn eftir í sjónvarpi. Mun hún slást um þann hóp fólk sem horfir á CNN International, BBC World Service og ensku útgáfu Al-Jazeera. Íslensk stúlka mun starfa við ensku útgáfu stöðvarinnar. Erlent 5.12.2006 10:53
Jólafrí setja strik í reikninginn Varautanríkisráðherra Rússlands, Alexander Alexeyev, sagði í dag að sexveldahópurinn svokallaði myndi sennilega ekki hittast fyrr en árið 2007. Sagði hann það vera vegna væntanlegra jólafría embættismanna. Erlent 5.12.2006 10:27
Durian kominn til Víetnam Hitabeltisstormurinn Durian lenti á suðurströnd Víetnam í dag. Að minnsta kosti 46 manns létu lífið vegna hans og talið er að fleiri en 300 hafi slasast. Þúsundir húsa eru einnig talin ónýt eftir storminn. Þrír sjómenn eru einnig taldir af eftir að bát þeirra hvolfdi í aðdragand stormsins. Erlent 5.12.2006 10:18
Íran varar Evrópu við að styðja refsiaðgerðir Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, varaði Evrópu við því í morgun að styðja refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna vegna kjarnorkuáætlunar landsins. Sagði hann að ef Evrópa myndi styðja hugsanlegar refsiaðgerðir myndi Íran bregðast við því með því að draga úr samskiptum við Evrópusambandið. Erlent 5.12.2006 09:10
Geimstöð byggð á tunglinu 2020 Geimferðastofnun Bandaríkjamanna, NASA, segist ætla að byggja varanlega geimstöð á tunglinu, að öllum líkindum á norðurpóli tunglsins. Erlent 5.12.2006 08:38
Vopnaeign könnuð í Vík í Mýrdal Lögreglumenn í Vík í Mýrdal hafa að undanförnu gengið í hús, þar sem vitað er um þrjú skotvopn, eða fleiri, og kannað hvort þau eru geymd á viðeigandi hátt, samkvæmt reglugerð. Innlent 5.12.2006 08:36
Missti stjórn á bíl og lenti á ljósastaur Ökumaður fólksbíls missti stjórn á farartækinu á Nýbýlavegi á níunda tímanum í gærkvöldi og lenti á ljósastaur. Innlent 5.12.2006 08:33
Mótmælin halda áfram Jarðarför mannsins sem lést í mótmælum Hizbolla í Líbanon á sunnudaginn fór fram í Beirút í gær. Fyrir utan manninn sem lést, meiddust alls 21 í átökum milli mótmælenda, sem eru að mestu shía-múslimar, og stjórnarsinna, sem eru aðallega súnní-múslimar. Erlent 5.12.2006 08:29
Risaborinn við Kárahnjúka kominn í lag Verktakar við Kárahnjúka hafa unnið hörðum höndum að viðgerð á risabornum, sem bilaði í gær þegar hann átti að bora í gegnum síðasta haftið á milli Hálslóns og stöðvarhússins. Innlent 5.12.2006 08:27
Þrír bæjarstjórar á fullum launum í Árborg Eftir sviftingar í bæjarstjórn Árborgar og bæjarstjóraskipti í gær, er komin upp sú staða að þrír bæjarstjórar eru nú á fullum launum í Árborg. Innlent 5.12.2006 08:22
80 Talibanar létu lífið í átökum við hermenn NATO í Afganistan Talið er að allt að 80 vígamenn talibana hafi látið lífið í átökum við hermenn NATO í bardögum í suðurhluta Afganistans um helgina. Enginn hermaður NATO lét lífið. Bardagarnir hófust á laugardaginn og voru í rúman sólarhring en hermenn NATO segjast vera farnir að kunna betur á aðstæður í Afganistan. Erlent 5.12.2006 08:19
Lyfjafyrirtæki verja allt að 400 milljónum á ári til að liðka fyrir sölu á lyfjum sínum Talið er að lyfjafyrirtæki verji allt að fjögur hundruð milljónum króna á ári til að liðka fyrir sölu á lyfjum sínum hér á landi. Þetta kom fram í svari Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Hjálmars Árnasonar á Alþingi. Innlent 5.12.2006 08:16
Breskir lögreglumenn komnir til Moskvu Breskir lögreglumenn hafa formlega beðið rússneska starfsfélaga sína um aðstoð í eitrunarmálinu svonefnda, en málið hefur valdið því að samskipti Breta og Rússa hafa kólnað til muna. Erlent 5.12.2006 08:12
Ökuníðingur játar að hafa ekið á Reykjanesbraut en ekki á 200 km hraða Ungi maðurinn , sem mældist á rúmlega 200 kílómetra hraða á Reykjanesbraut fyrir helgi og stakk lögregluna af, hefur loks játað að hafa verið á ferð á umræddum stað og á umræddum tíma. Innlent 5.12.2006 08:12
Herinn á Fídjieyjum fremur valdarán Herinn á Fídjieyjum tók völdin í nótt auk þess að hneppa forsætisráðherra landsins, Laisenia Qarase, í stofufangelsi. Forseti Fídjieyja sagði í yfirlýsingu í nótt að hann styddi ekki aðgerðir hersins þrátt fyrir frásagnir um að hann hafi leyst upp þing landsins og samþykkt að Qarase yrði vikið úr embætti. Erlent 5.12.2006 08:03