Vildu hækka eigin kjör um 75% 5. desember 2006 18:46 Sjálfstæðismenn í Árborg fullyrða að þeir hafi staðið í vegi fyrir áformum framsóknarmanna í bæjarstjórn um allt að 75% launahækkun til bæjarfulltrúa. Upp úr samstarfinu slitnaði á föstudag með gagnkvæmum brigslyrðum. Eyþór Arnalds vísar því til föðurhúsanna að hans hagsmunir hafi nokkuð með uppslit samstarfsins að gera. Framsóknarmenn í Árborg segir að slitnað hafi uppúr samstarfinu með Framsóknarmönnum vegna óeðlilegar afgreiðslu á skipulagstillögu Eðalhúsa ehf gagnvart svokölluðum Sigtúnsreit á miðbæjarsvæðinu. Sjálfstæðismenn segja ekkert óeðililegt við fyrirhugaða afgreiðslu tillögunnar á föstudag - sama dag og frestur til að skila inn tillögum í arkítektasamkeppni alls miðbæjarins rann út. Í yfirlýsingu frá Sjálfstæðismönnum er bent á að framsóknarmenn hafi samþykkt á fundi fyrir hálfum öðrum mánuði að afgreiða með jákvæðum hætti tillögu um Sigtúnsreitinn á föstudaginn. Sú afgreiðsla eigi því fráleitt að koma þeim í opna skjöldu. Þórunn Jóna Hauksdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir að það hafi verið talið rétt að Eðalhús, eigandi Sigtúnsreits hefði jafnræði við Miðjuna ehf - sem standi að samkeppninni. En báðir eiga byggingarrétt innan samkeppnissvæðisins. Greint frá fullyrðingum um óeðilileg hagsmunatengsl á milli Eðalhúsa og sjálfstæðismanna í fréttum í gær. Gylfi Þorkelsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar sagði aðspurður í fréttum í gær um tengsl milli Eðalhúsa og Leós Árnasonar, fyrrverandi eiganda Sigtúnsreitsins, og tengsl Leós við Eyþór Arnalds, að þau tengsl væru augljós. Hann tekur fram í dag að hann hafi engar heimildir fyrir viðskiptasambandi Eyþórs og Eðalhúsa, enda aldrei haldið því fram að þau væru til staðar. Eyþór sjálfur segir að engin óeðilieg tengsl séu á milli hans og Eðalhúsa og fullyrðir að hann hafi hvergi hyglt Leó Árnasyni. Fullyrðing um að Leó hafi verið kosningastjóri hans eigi ekki við rök að styðjast. Sjálfstæðismenn fullyrða svo að raunveruleg ástæða uppslita við Framsókn hafi verið andstaða gegn byggingum á öðrum reit í bænu. Sá er við Austurveg en þar hafi aðilar tengir framsókn þrýst á um afgreiðslu þrátt fyrir andstöðu íbúanna. Sjálfstæðismenn hafi staðið gegn. Benda þeir einnig á þar hafi Eðalhús verið fengið til framkvæmda og því afar ósannfærandi að brigsla þeim um að hygla fyrirtækinu gagnvart Sigtúnsreit. Þá standa Sjálfstæðismenn fast á því að Framsóknarmenn hafi viljað óhóflegar launahækkanir til bæjarfulltrúa. Oddviti framsónar gerði lítið úr því í gær og sagði að rætt hefði verið um14-16% hækkun. Þetta er rangt segja Sjálfstæðismenn. Launahækkunarkrafa framsóknarmanna , með hækkun á kostnaðargreiðslum hafi var miklu hærri. Samkvæmt gögnum sem Stöð 2 fékk frá Þórunni Jónu hafi til dæmis Margrét Erlingsdóttir, framsóknarflokki viljað fá 75% hækkun alls. Hefði hækkunartillaga framsóknarmanna á kjörum bæjarfulkltrúa gengið í gegn hefði það þýtt 43% hækkun á Þessu lið í bókhaldi bæjarins. Svo mikla hækkun hefðu Sjálfstæðismenn ekki geta samþykkt. Fréttir Innlent Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Sjálfstæðismenn í Árborg fullyrða að þeir hafi staðið í vegi fyrir áformum framsóknarmanna í bæjarstjórn um allt að 75% launahækkun til bæjarfulltrúa. Upp úr samstarfinu slitnaði á föstudag með gagnkvæmum brigslyrðum. Eyþór Arnalds vísar því til föðurhúsanna að hans hagsmunir hafi nokkuð með uppslit samstarfsins að gera. Framsóknarmenn í Árborg segir að slitnað hafi uppúr samstarfinu með Framsóknarmönnum vegna óeðlilegar afgreiðslu á skipulagstillögu Eðalhúsa ehf gagnvart svokölluðum Sigtúnsreit á miðbæjarsvæðinu. Sjálfstæðismenn segja ekkert óeðililegt við fyrirhugaða afgreiðslu tillögunnar á föstudag - sama dag og frestur til að skila inn tillögum í arkítektasamkeppni alls miðbæjarins rann út. Í yfirlýsingu frá Sjálfstæðismönnum er bent á að framsóknarmenn hafi samþykkt á fundi fyrir hálfum öðrum mánuði að afgreiða með jákvæðum hætti tillögu um Sigtúnsreitinn á föstudaginn. Sú afgreiðsla eigi því fráleitt að koma þeim í opna skjöldu. Þórunn Jóna Hauksdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir að það hafi verið talið rétt að Eðalhús, eigandi Sigtúnsreits hefði jafnræði við Miðjuna ehf - sem standi að samkeppninni. En báðir eiga byggingarrétt innan samkeppnissvæðisins. Greint frá fullyrðingum um óeðilileg hagsmunatengsl á milli Eðalhúsa og sjálfstæðismanna í fréttum í gær. Gylfi Þorkelsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar sagði aðspurður í fréttum í gær um tengsl milli Eðalhúsa og Leós Árnasonar, fyrrverandi eiganda Sigtúnsreitsins, og tengsl Leós við Eyþór Arnalds, að þau tengsl væru augljós. Hann tekur fram í dag að hann hafi engar heimildir fyrir viðskiptasambandi Eyþórs og Eðalhúsa, enda aldrei haldið því fram að þau væru til staðar. Eyþór sjálfur segir að engin óeðilieg tengsl séu á milli hans og Eðalhúsa og fullyrðir að hann hafi hvergi hyglt Leó Árnasyni. Fullyrðing um að Leó hafi verið kosningastjóri hans eigi ekki við rök að styðjast. Sjálfstæðismenn fullyrða svo að raunveruleg ástæða uppslita við Framsókn hafi verið andstaða gegn byggingum á öðrum reit í bænu. Sá er við Austurveg en þar hafi aðilar tengir framsókn þrýst á um afgreiðslu þrátt fyrir andstöðu íbúanna. Sjálfstæðismenn hafi staðið gegn. Benda þeir einnig á þar hafi Eðalhús verið fengið til framkvæmda og því afar ósannfærandi að brigsla þeim um að hygla fyrirtækinu gagnvart Sigtúnsreit. Þá standa Sjálfstæðismenn fast á því að Framsóknarmenn hafi viljað óhóflegar launahækkanir til bæjarfulltrúa. Oddviti framsónar gerði lítið úr því í gær og sagði að rætt hefði verið um14-16% hækkun. Þetta er rangt segja Sjálfstæðismenn. Launahækkunarkrafa framsóknarmanna , með hækkun á kostnaðargreiðslum hafi var miklu hærri. Samkvæmt gögnum sem Stöð 2 fékk frá Þórunni Jónu hafi til dæmis Margrét Erlingsdóttir, framsóknarflokki viljað fá 75% hækkun alls. Hefði hækkunartillaga framsóknarmanna á kjörum bæjarfulkltrúa gengið í gegn hefði það þýtt 43% hækkun á Þessu lið í bókhaldi bæjarins. Svo mikla hækkun hefðu Sjálfstæðismenn ekki geta samþykkt.
Fréttir Innlent Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira