Fréttir Mútuþægni mikið vandamál í þróunarlöndum Obinberir starfsmenn sem þiggja mútur eru gríðarlegt vandamál í þróunarlöndunum og jafnvel nokkrum Evrópusambandslöndum samkvæmt nýrri könnun sem frjálsu félagasamtökin Transparency International stóð að. Erlent 7.12.2006 10:45 Lavrov segir eitrunarmálið ekki skaða samskipti Breta og Rússa Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í dag að eitrunarmálið hefði ekki skaðað stjórnmálatengsl Bretlands og Rússlands. Erlent 7.12.2006 10:15 GM dregur úr framleiðslu sportjeppa Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors hefur ákveðið að draga úr framleiðslu á stærri gerðum sportjeppa af gerðinni Chevrolet og GMC. Ákvörðunin var tekin vegna mun minni sölu á bílum af þessari gerð en áætlanir stóðu til, aukinnar samkeppni frá Japan og hærri eldsneytisverð. Viðskipti erlent 7.12.2006 09:50 Ísraelska hermanninum brátt sleppt Ísraelska hermanninum sem var rænt af palestínskum vígamönnum í júní verður hugsanlega sleppt á næstunni en þetta sagði Hosni Mubarak, foresti Egyptalands, í blaðaviðtali í morgun. Erlent 7.12.2006 09:53 Líkur á óbreyttum stýrivöxtum í Bretlandi Reiknað er með að Englandsbanki muni ákveða að halda stýrivöxtum í Bretlandi óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans. Stýrivextir í Bretlandi eru nú 5 prósent og hafa aldrei verið hærri. Viðskipti erlent 7.12.2006 09:40 Lufthansa fær vélar frá Boeing og Airbus Hollenska flugfélagið Lufthansa hefur pantað 20 nýjar 747 farþegarflugvélar frá Boeing auk þess að tryggja sér rétt til að kaupa 20 til viðbótar. Þá hefur flugfélagið ennfremur keypt sjö A340 farþegaflugvélar frá Airbus. Samanlagt kaupvirði nemur 6,9 milljörðum bandaríkjadala eða 477 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 7.12.2006 09:20 Knapi lætur lífið Suður-kóreskur knapi sem tók þátt í Asíuleikunum lést í reiðslysi í morgun. Slysið bar þannig að garði að hesturinn sem hann var á féll ofan á knapann í slæmum aðstæðum en mikil rigning var á svæðinu. Erlent 7.12.2006 08:46 Þremur rænt við ósa Níger Nígerískir vígamenn réðust í morgun á olíudælustöð í ósum Níger-árinnar og rændu þremur starfsmönnum hennar. Talsmaður olíufyrirtækisins Agip, en það átti stöðina sem var ráðist á, vissi ekki hvort að árásin hefði áhrif á starfsemi dælustöðvarinnar. Erlent 7.12.2006 08:26 20 tonn af efedríni Lögreglan í Mexíkó lagði í dag hald á stóra sendingu af efni sem notað er við gerð methamfetamíns. Alls fundust 20 tonn af efninu efedrín í borginni Michoacan en hún er talin ein helsta umskipunarhöfn fyrir eiturlyf á leið til Bandaríkjanna. Erlent 7.12.2006 08:13 KB banki spáir stýrivaxtahækkun KB banki spáir því að Seðlabankinn muni enn hækka stýrivexti á auka vaxtaákörðunarfundi, sem haldinn verður í bankanum tuttugasta og fyrsta desember. Innlent 7.12.2006 07:50 Tyrkir gefa eftir Tyrkir ætla sér að opna eina höfn og einn flugvöll fyrir umferð frá Kýpur en löndin tvö hafa átt í deilum allt síðan Tyrkir réðust inn á norðurhluta eyjunnar og hertóku hana árið 1974. Frá þessu skýrði finnsk sjónvarpsfréttastöð í morgun. Erlent 7.12.2006 07:35 Slæmt ástand í Víetnam Alls er talið að 59 manns hafi týnt lífi og 29 týnst en um 120 þúsund hús eru talin hafa eyðilagst af völdum hitabeltisstormsins Durian en hann fór yfir landið snemma á þriðjudagsmorguninn. Erlent 7.12.2006 07:33 Kabila orðinn forseti Joseph Kabila, fyrrum uppreisnarhermaður og bráðabirgðaforseti, varð í gær fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Austur-Kongó síðan landið fékk sjálfstæði árið 1960. Kabila var nýlega lýstur sigurvegari forsetakosninganna í landinu en landið er eitt það stærsta og gjöfulasta í allri Afríku. Erlent 7.12.2006 07:29 Gates orðinn varnarmálaráðherra Bandaríkjanna Öldungadeild bandaríska þingsins staðfesti í gærkvöldi Robert Gates sem varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Gates vakti athygli fjölmiðla á þriðjudaginn þegar hann sagði að Bandaríkin væru ekki að vinna stríðið í Írak. Erlent 7.12.2006 07:27 Eldur í uppþvottavél Eldur kviknaði í uppþvottavél í Torfufelli í Breiðholti klukkan hálfátta í gærkvöldi og talsverður reykur gaus upp í íbúðinni. Kona sem var í íbúðinni var skoðuð á staðnum og þótti ekki ástæða til að flytja hana á sjúkrahús, að sögn lögreglu. Greiðlega gekk að slökkva og reykræsta en skemmdir urðu af sóti. Innlent 7.12.2006 07:17 Bæjarráð Hornafjarðar vill að vinna við jarðgöng hafi forgang Bæjarráð Hornafjarðar hvetur til að 200 milljónir sem ætlaðar eru til lagfæringar á veginum um Hvalnes- og Þvottárskriður verði frekar notaðar til að hefja undirbúning jarðganga undir Lónsheiði. Fréttavefurinn horn.is greinir frá þessu. Innlent 7.12.2006 07:12 Vatn á Mars? Vísindamenn Geimferðastofnunnar Bandaríkjanna skýrðu frá því í gærkvöldi að nýjar myndir af plánetunni Mars sýndu að á henni gæti verið rennandi vatn. Erlent 7.12.2006 07:08 Landhelgisgæslan sótti mann á Patreksfjörð Sjúklingur á sjúkrahúsinu á Patreksfirði fár veiktist í nótt og kölluðu læknar á þyrlu Landhelgisgæslunnar til að sækja hann og flytja á Landsspítalann í Reykjavík. Innlent 7.12.2006 07:05 Týndur fiskibátur finnst Þyrla af danska varðskipinu Triton fann undir kvöld í gærkvöldi fimmtán tonna fiskibát, norðvestur af Garðskaga, eftir að hann hvarf út úr sjálfvirku tilkynningaskyldunni og ekki náðist samband við skipverjana tvo, hvorki í gegnum talstöð né farsíma. Innlent 7.12.2006 07:02 Jólaleyfi þingmanna seinkað Ekkert verður af því að jólaleyfi þingmanna hefjist á morgun eins og áætlað var. Ekkert samkomulag náðist um farmhald þingstarfa á fundum þingflokkaformanna í gærkvöldi, og búist er við að langir vinnudagar séu framundan á þinginu. Innlent 7.12.2006 06:59 Nektardans er list Norskur áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að nektardans sé listgrein og því eigi nektardansstaðir að vera undanþegnir virðisaukaskatti. Erlent 6.12.2006 19:03 Farsímanotkun talin skaðlaus Danskir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til þess að notkun farsíma geti valdið krabbameini þótt símarnir sendi frá sér öflugar rafsegulbylgjur. Erlent 6.12.2006 19:01 Landsbankinn spáir 7,1 prósents verðbólgu Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,2% í desember. Gangi þetta eftir verður 12 mánaða hækkun vísitölunnar 7,1% í jólamánuðinum, sem er lækkun úr 7,3% frá síðasta mánuði. Viðskipti innlent 6.12.2006 16:55 Grænt ljós á kaup NYSE á Euronext Stjórn samevrópska hlutabréfamarkaðarins Euronext greindi frá því í dag að ráðgjafaþjónusta um góða stjórnarhætti fyrirtækja (ISS) hefði mælt með yfirtökutilboði NYSE Group, sem rekur kauphöllina í New York í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 6.12.2006 15:45 Ryanair framlengir tilboðsfrest í Aer Lingus Stjórn írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair hefur ákveðið að framlengja yfirtökutilboðsfrest í írska innanlandsflugfélagið Aer Lingus fram til 22. desember næstkomandi í kjölfar þess að innan við 1 prósent hluthafa í Aer Lingus studdi tilboðið. Viðskipti erlent 6.12.2006 15:03 Tvennt líflátið í Sádi-Arabíu Í dag tóku stjórnvöld í Sádi-Arabíu pakistanskan karl og konu af lífi vegna fíkniefnasmygls og hafa þá alls 31 verið tekin af lífi í landinu það sem af er ári. Parið var tekið af lífi í borginni Mecca en öllum dauðadómum er framfylgt opinberlega. Ströng sharíalög, eða íslömsk lög, gilda í konungsdæminu. Erlent 6.12.2006 14:40 Fjölskylduhjálp fær tvær milljónir Fjölskylduhjálp Íslands fékk klukkan tvö í dag afhenta ávísun upp á tvær milljónir króna en það er sölugróði af geisladisk sem seldur var til styrktar henni. Innlent 6.12.2006 14:20 Egils Premium hlaut silfurverðlaun í Bæjaralandi Egils Premium sem Ölgerðin framleiðr hlaut silfurverðlaun í flokki hátíðarbjóra (Festival Beers) í European Beer Star keppninni, sem samtökum ölgerða í Bæjaralandi standa fyrir. Í sömu keppni fékk Egils Lite bronsverðlaun í flokki mildra bjóra. Viðskipti innlent 6.12.2006 14:04 Neyðarástand í Sómalíu vegna flóða Sameinuðu þjóðirnar báðu aðildarþjóðir í dag um styrk að verðmæti 18 milljónum dollara, eða 1.3 milljarða íslenskra króna, til þess að hjálpa þeim sem hafa orðið heimilislausir vegna hinna gríðarlegu flóða í Sómalíu undanfarið. Erlent 6.12.2006 13:42 Bush segist ætla fara eftir ráðleggingum George W. Bush Bandaríkjaforseti lofaði því í dag að taka ráðleggingar nefndar um stefnuna í Írak mjög alvarlega. Erlent 6.12.2006 13:09 « ‹ 283 284 285 286 287 288 289 290 291 … 334 ›
Mútuþægni mikið vandamál í þróunarlöndum Obinberir starfsmenn sem þiggja mútur eru gríðarlegt vandamál í þróunarlöndunum og jafnvel nokkrum Evrópusambandslöndum samkvæmt nýrri könnun sem frjálsu félagasamtökin Transparency International stóð að. Erlent 7.12.2006 10:45
Lavrov segir eitrunarmálið ekki skaða samskipti Breta og Rússa Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í dag að eitrunarmálið hefði ekki skaðað stjórnmálatengsl Bretlands og Rússlands. Erlent 7.12.2006 10:15
GM dregur úr framleiðslu sportjeppa Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors hefur ákveðið að draga úr framleiðslu á stærri gerðum sportjeppa af gerðinni Chevrolet og GMC. Ákvörðunin var tekin vegna mun minni sölu á bílum af þessari gerð en áætlanir stóðu til, aukinnar samkeppni frá Japan og hærri eldsneytisverð. Viðskipti erlent 7.12.2006 09:50
Ísraelska hermanninum brátt sleppt Ísraelska hermanninum sem var rænt af palestínskum vígamönnum í júní verður hugsanlega sleppt á næstunni en þetta sagði Hosni Mubarak, foresti Egyptalands, í blaðaviðtali í morgun. Erlent 7.12.2006 09:53
Líkur á óbreyttum stýrivöxtum í Bretlandi Reiknað er með að Englandsbanki muni ákveða að halda stýrivöxtum í Bretlandi óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans. Stýrivextir í Bretlandi eru nú 5 prósent og hafa aldrei verið hærri. Viðskipti erlent 7.12.2006 09:40
Lufthansa fær vélar frá Boeing og Airbus Hollenska flugfélagið Lufthansa hefur pantað 20 nýjar 747 farþegarflugvélar frá Boeing auk þess að tryggja sér rétt til að kaupa 20 til viðbótar. Þá hefur flugfélagið ennfremur keypt sjö A340 farþegaflugvélar frá Airbus. Samanlagt kaupvirði nemur 6,9 milljörðum bandaríkjadala eða 477 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 7.12.2006 09:20
Knapi lætur lífið Suður-kóreskur knapi sem tók þátt í Asíuleikunum lést í reiðslysi í morgun. Slysið bar þannig að garði að hesturinn sem hann var á féll ofan á knapann í slæmum aðstæðum en mikil rigning var á svæðinu. Erlent 7.12.2006 08:46
Þremur rænt við ósa Níger Nígerískir vígamenn réðust í morgun á olíudælustöð í ósum Níger-árinnar og rændu þremur starfsmönnum hennar. Talsmaður olíufyrirtækisins Agip, en það átti stöðina sem var ráðist á, vissi ekki hvort að árásin hefði áhrif á starfsemi dælustöðvarinnar. Erlent 7.12.2006 08:26
20 tonn af efedríni Lögreglan í Mexíkó lagði í dag hald á stóra sendingu af efni sem notað er við gerð methamfetamíns. Alls fundust 20 tonn af efninu efedrín í borginni Michoacan en hún er talin ein helsta umskipunarhöfn fyrir eiturlyf á leið til Bandaríkjanna. Erlent 7.12.2006 08:13
KB banki spáir stýrivaxtahækkun KB banki spáir því að Seðlabankinn muni enn hækka stýrivexti á auka vaxtaákörðunarfundi, sem haldinn verður í bankanum tuttugasta og fyrsta desember. Innlent 7.12.2006 07:50
Tyrkir gefa eftir Tyrkir ætla sér að opna eina höfn og einn flugvöll fyrir umferð frá Kýpur en löndin tvö hafa átt í deilum allt síðan Tyrkir réðust inn á norðurhluta eyjunnar og hertóku hana árið 1974. Frá þessu skýrði finnsk sjónvarpsfréttastöð í morgun. Erlent 7.12.2006 07:35
Slæmt ástand í Víetnam Alls er talið að 59 manns hafi týnt lífi og 29 týnst en um 120 þúsund hús eru talin hafa eyðilagst af völdum hitabeltisstormsins Durian en hann fór yfir landið snemma á þriðjudagsmorguninn. Erlent 7.12.2006 07:33
Kabila orðinn forseti Joseph Kabila, fyrrum uppreisnarhermaður og bráðabirgðaforseti, varð í gær fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Austur-Kongó síðan landið fékk sjálfstæði árið 1960. Kabila var nýlega lýstur sigurvegari forsetakosninganna í landinu en landið er eitt það stærsta og gjöfulasta í allri Afríku. Erlent 7.12.2006 07:29
Gates orðinn varnarmálaráðherra Bandaríkjanna Öldungadeild bandaríska þingsins staðfesti í gærkvöldi Robert Gates sem varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Gates vakti athygli fjölmiðla á þriðjudaginn þegar hann sagði að Bandaríkin væru ekki að vinna stríðið í Írak. Erlent 7.12.2006 07:27
Eldur í uppþvottavél Eldur kviknaði í uppþvottavél í Torfufelli í Breiðholti klukkan hálfátta í gærkvöldi og talsverður reykur gaus upp í íbúðinni. Kona sem var í íbúðinni var skoðuð á staðnum og þótti ekki ástæða til að flytja hana á sjúkrahús, að sögn lögreglu. Greiðlega gekk að slökkva og reykræsta en skemmdir urðu af sóti. Innlent 7.12.2006 07:17
Bæjarráð Hornafjarðar vill að vinna við jarðgöng hafi forgang Bæjarráð Hornafjarðar hvetur til að 200 milljónir sem ætlaðar eru til lagfæringar á veginum um Hvalnes- og Þvottárskriður verði frekar notaðar til að hefja undirbúning jarðganga undir Lónsheiði. Fréttavefurinn horn.is greinir frá þessu. Innlent 7.12.2006 07:12
Vatn á Mars? Vísindamenn Geimferðastofnunnar Bandaríkjanna skýrðu frá því í gærkvöldi að nýjar myndir af plánetunni Mars sýndu að á henni gæti verið rennandi vatn. Erlent 7.12.2006 07:08
Landhelgisgæslan sótti mann á Patreksfjörð Sjúklingur á sjúkrahúsinu á Patreksfirði fár veiktist í nótt og kölluðu læknar á þyrlu Landhelgisgæslunnar til að sækja hann og flytja á Landsspítalann í Reykjavík. Innlent 7.12.2006 07:05
Týndur fiskibátur finnst Þyrla af danska varðskipinu Triton fann undir kvöld í gærkvöldi fimmtán tonna fiskibát, norðvestur af Garðskaga, eftir að hann hvarf út úr sjálfvirku tilkynningaskyldunni og ekki náðist samband við skipverjana tvo, hvorki í gegnum talstöð né farsíma. Innlent 7.12.2006 07:02
Jólaleyfi þingmanna seinkað Ekkert verður af því að jólaleyfi þingmanna hefjist á morgun eins og áætlað var. Ekkert samkomulag náðist um farmhald þingstarfa á fundum þingflokkaformanna í gærkvöldi, og búist er við að langir vinnudagar séu framundan á þinginu. Innlent 7.12.2006 06:59
Nektardans er list Norskur áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að nektardans sé listgrein og því eigi nektardansstaðir að vera undanþegnir virðisaukaskatti. Erlent 6.12.2006 19:03
Farsímanotkun talin skaðlaus Danskir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til þess að notkun farsíma geti valdið krabbameini þótt símarnir sendi frá sér öflugar rafsegulbylgjur. Erlent 6.12.2006 19:01
Landsbankinn spáir 7,1 prósents verðbólgu Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,2% í desember. Gangi þetta eftir verður 12 mánaða hækkun vísitölunnar 7,1% í jólamánuðinum, sem er lækkun úr 7,3% frá síðasta mánuði. Viðskipti innlent 6.12.2006 16:55
Grænt ljós á kaup NYSE á Euronext Stjórn samevrópska hlutabréfamarkaðarins Euronext greindi frá því í dag að ráðgjafaþjónusta um góða stjórnarhætti fyrirtækja (ISS) hefði mælt með yfirtökutilboði NYSE Group, sem rekur kauphöllina í New York í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 6.12.2006 15:45
Ryanair framlengir tilboðsfrest í Aer Lingus Stjórn írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair hefur ákveðið að framlengja yfirtökutilboðsfrest í írska innanlandsflugfélagið Aer Lingus fram til 22. desember næstkomandi í kjölfar þess að innan við 1 prósent hluthafa í Aer Lingus studdi tilboðið. Viðskipti erlent 6.12.2006 15:03
Tvennt líflátið í Sádi-Arabíu Í dag tóku stjórnvöld í Sádi-Arabíu pakistanskan karl og konu af lífi vegna fíkniefnasmygls og hafa þá alls 31 verið tekin af lífi í landinu það sem af er ári. Parið var tekið af lífi í borginni Mecca en öllum dauðadómum er framfylgt opinberlega. Ströng sharíalög, eða íslömsk lög, gilda í konungsdæminu. Erlent 6.12.2006 14:40
Fjölskylduhjálp fær tvær milljónir Fjölskylduhjálp Íslands fékk klukkan tvö í dag afhenta ávísun upp á tvær milljónir króna en það er sölugróði af geisladisk sem seldur var til styrktar henni. Innlent 6.12.2006 14:20
Egils Premium hlaut silfurverðlaun í Bæjaralandi Egils Premium sem Ölgerðin framleiðr hlaut silfurverðlaun í flokki hátíðarbjóra (Festival Beers) í European Beer Star keppninni, sem samtökum ölgerða í Bæjaralandi standa fyrir. Í sömu keppni fékk Egils Lite bronsverðlaun í flokki mildra bjóra. Viðskipti innlent 6.12.2006 14:04
Neyðarástand í Sómalíu vegna flóða Sameinuðu þjóðirnar báðu aðildarþjóðir í dag um styrk að verðmæti 18 milljónum dollara, eða 1.3 milljarða íslenskra króna, til þess að hjálpa þeim sem hafa orðið heimilislausir vegna hinna gríðarlegu flóða í Sómalíu undanfarið. Erlent 6.12.2006 13:42
Bush segist ætla fara eftir ráðleggingum George W. Bush Bandaríkjaforseti lofaði því í dag að taka ráðleggingar nefndar um stefnuna í Írak mjög alvarlega. Erlent 6.12.2006 13:09