Viðskipti erlent

Ryanair framlengir tilboðsfrest í Aer Lingus

Ein af vélum Ryanair.
Ein af vélum Ryanair. Mynd/AFP

Stjórn írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair hefur ákveðið að framlengja yfirtökutilboðsfrest í írska innanlandsflugfélagið Aer Lingus fram til 22. desember næstkomandi í kjölfar þess að innan við 1 prósent hluthafa í Aer Lingus studdi tilboðið.

Yfirtökutilboð Ryanair í félagið hljóðar upp á 1,48 milljarða evur eða um 136 milljarða íslenskra króna.

Meirihluti hluthafa í Aer Lingus hafa sett sig upp á móti tilboðinu þrátt fyrir að vera talsvert yfir útboðsgengi. Þar á meðal er ríkisstjórn Írlands sem fór með um 80 prósent hlutafjár í félaginu fyrir einkavæðingu þess í lok september. Írska ríkið situr enn á fjórðungi bréfa í félaginu en Ryanair sem festi sér rúm 19 prósenta hlut við einkavæðinguna á jafn stóran hlut og ríkið..






Fleiri fréttir

Sjá meira


×