Viðskipti innlent

Egils Premium hlaut silfurverðlaun í Bæjaralandi

Egils Premium sem Ölgerðin framleiðr hlaut silfurverðlaun í flokki hátíðarbjóra (Festival Beers) í European Beer Star keppninni, sem samtökum ölgerða í Bæjaralandi standa fyrir. Í sömu keppni fékk Egils Lite bronsverðlaun í flokki mildra bjóra.



Fyrr á árinu vann bjór Ölgerðarinnar, Lite, gullverðlaun í Mondé Selection og á World Beer Cup.

„Upphefðin kemur stundum að utan, en við finnum mest fyrir því að Íslendingar hafa tekið þessum nýjungum, fagnandi, bæði létta bjórnum Lite og Premium sem er bruggaður í íslensku korni á sérstakan hátt. Við gefum okkur góðan tíma til að þróa nýjar vörur og það er gleðilegt þegar fyrirhöfnin skilar sér á þennan hátt. Þetta er góð hvatning og sýnir að góð þekking er til staðar á Íslandi," segir Guðmundur Magnússon, bruggmeistari Ölgerðarinnar.

Á myndinni hér til hliðar getur að líta: Renate Scheibner frá „Private Brauereien Deutschland“ (Samtök sjálfstæðra ölgerða í Þýskalandi), Guðmund Mar Magnússon, Ölgerðarmeistara hjá Ölgerðinni, Egil Skallagrímsson, Lárus Berg, framkvæmdastjóri tæknisviðs Ölgerðarinnar, og

Gerhard Ilgenfritz frá „Private Brauereien Bayern“ (Samtök sjálfstæðra ölgerða í Bæjaralandi). 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×