Fréttir Minnka hlutinn í Daybreak Daybreak Holdco Ltd., dótturfyrirtæki 365 hf., hefur gefið út nýtt hlutafé. Vaxtaberandi skuldir 365 hf. lækka við það í um 8,1 milljarð króna. Viðskipti innlent 27.12.2006 09:30 Útsölur hafnar í Lundúnum Fólk í leit að kjarakaupum mætti snemma í biðraðir í Lundúnum í morgun en klukkan fimm um morguninn voru um 2000 manns mætt í biðröð fyrir utan Selfridges á Oxford street en sú búð ætti að vera mörgum Íslendingnum góðu kunn. Erlent 26.12.2006 20:28 Rússneskur njósnari rekinn úr landi í Kanada Yfirvöld í Kanada ráku í dag úr landi mann sem grunaður er um að hafa verið rússneskur njósnari. Maðurinn á að hafa notað falsað fæðingarvottorð til þess að komast fyrir skilríki, kennitölu og vegabréf. Ráðamenn í Kanada sögðu þetta sýna að hver sá sem virti ekki lög þeirra og ógnaði öryggi samfélagsins væri ekki ekki velkominn í landinu. Innlent 26.12.2006 20:07 Eldflaug skotið á Ísrael og 2 særðust Eldflaug var skotið frá Gazaborg í dag á Ísrael og særðust tveir í bæ í suðurhluta Ísrael og eru þeir fyrstu aðilarnir sem meiðast síðan vopnahlé gekk í garð á milli Ísraela og Palestínumanna. Talsmenn Ísraela sögðu að 13 ára drengur hefði verið annar af þeim sem særst hefðu. Erlent 26.12.2006 19:43 Fimm í varðhaldi vegna þjófnaðar Sýslumaðurinn á Akureyri hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir fimm aðilum sem grunaðir eru um innbrot og þjófnaði í tvö fyrirtæki á Akureyri. Aðfaranótt jóladags var brotist inn í verslun og stolið snjóbrettum og búnaði þeim tengdum. Innlent 26.12.2006 19:35 Allt að 500 létu lífið í slysi í Nígeríu Óttast er að allt að fimm hundruð manns hafi beðið bana þegar sprenging varð í olíuleiðslu í Lagos, stærstu borg Nígeríu, í morgun. Ræningjar stungu gat á leiðsluna í nótt og því stóðu við hana hundruð manna, sem vildu ná sér í olíu, þegar ógæfan reið yfir. Erlent 26.12.2006 19:12 Eitt mesta hellakerfi landsins fundið í Eldhrauni Ein mesta hellaþyrping landsins hefur fundist í Skaftáreldahrauni norðan Kirkjubæjarklausturs. Hellarnir, sem samtals eru yfir fimmtán kílómetra langir, hafa verið að koma í ljós í nokkrum alþjóðlegum rannsóknarleiðöngrum. Einn hellanna, tveggja kílómetra langur, þykir einstakt náttúrufyrirbæri þar sem vatn sprautast inn í hann úr sprungum í loftinu. Innlent 26.12.2006 18:56 Nýr stjórnmálaflokkur stofnaður Nýr stjórnmálaflokkur, sem fengið hefur nafnið Flokkurinn, hefur verið stofnaður. Meðal áhersluatriða er að breyta kosningakerfinu og afnema ný lög um styrki til stjórnmálaflokka. Innlent 26.12.2006 19:00 Mikið tjón í eldsvoða í Mývatnssveit í gær Mikil eyðilegging varð í bruna í Mývatnssveit í gær. Karlmaður, sem slasaðist mikið í eldsvoðanum, hefur verið fluttur á Landsspítalann til meðferðar. Hann er ekki talinn í lífshættu. Innlent 26.12.2006 18:47 Dauðadómurinn staðfestur Áfrýjunardómstóll í Írak hefur staðfest dauðadóminn yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta landsins, og verður hann að óbreyttu tekinn að lífi innan fjögurra vikna. Erlent 26.12.2006 18:25 Byrjað að dæla úr Wilson Muuga í kvöld Byrjað verður að dæla olíu úr flutningaskipinu Wilson Muuga í kvöld. Öllum dælubúnaði var komið fyrir í skipinu í dag, þar á meðal um 300 metra langri slöngu sem notuð verður til að koma olíu á tankbíla. Innlent 26.12.2006 18:44 Handtekinn eftir 20 ára leit Franska lögreglan hefur handtekið bankaræningja eftir 20 ára leit. Milhoud Hai var einn af þeim sem að rændu útibú Frakklandsbanka árið 1986 og komust þeir undan með um 17 milljónir dollara, eða um 1,2 milljarða íslenskra króna. Erlent 26.12.2006 17:58 FL Group kaupir í móðurfélagi American Airlines FL Group tilkynnti í dag að það hefði keypt 5,98% hlut í AMR sem er móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Airlines. Sagði í tilkynningunni að þeir hefðu stefnt að þessu í talsverðan tíma og hefðu eytt um 400 milljónum dollara í það, eða um 29 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti innlent 26.12.2006 18:19 Fresta fæðingum til 1. janúar 2007 Tilvonandi mæður í þýskalandi gera nú allt sem þær geta til þess að fresta fæðingu barna sinna til 1. janúar. Ástæðan fyrir þessu undarlega æði er að vegna sílækkandi fæðingartíðni í þýskalandi hafa þýsk stjórnvöld ákveðið að greiða fólki 2/3 af launum þeirra eftir skatta í allt að fjórtán mánuði en aðeins ef barn þeirra fæðist á eða eftir 1. janúar 2007. Erlent 26.12.2006 17:43 Spænskir múslimar senda páfa bréf Spænskir múslimar hafa sent Benedikt páfa bréf þar sem þeir biðja um leyfi til þess að biðja í gamalli spænskri kirkju sem fyrr á öldum var fræg moska múslima. Erlent 26.12.2006 17:19 Forseti Súdan samþykkir sameiginlegt friðargæslulið Forseti Súdan, Omar Hassan al-Bashir, hefur sagt Sameinuðu þjóðunum að hann styðji áætlun þeirra um sameiginlegt friðargæslulið SÞ og Afríkusambandsins til þess að vernda óbreytta borgara í Darfur héraði landsins. Erlent 26.12.2006 16:55 Íran þarf hugsanlega á kjarnorku að halda Íran gæti raunverulega þurft á kjarnorku að halda samkvæmt niðurstöðu nýrrar rannsóknar Alþjóðlegu Vísinda Akademíunnar. Í henni segir að Íran gæti brátt orðið uppiskroppa með olíu til útflutnings og þurfi því að þróa aðra orkulind. Erlent 26.12.2006 16:30 Veðjað á hvað verður um Potter Eftir að J.K. Rowling, höfundur Harry Potter bókanna gaf upp lokatitil seríunnar, Harry Potter og hinar heilögu vofur (e. Harry Potter and the Deathly Hallows) hafa veðmangar í Englandi tekið við mörgum veðmálum um hana. Flestir búast við því að Harry Potter láti lífið og að Voldemort verði á bak við það. Erlent 26.12.2006 16:17 Flóðbylgjan varð meters há Flóðbylgjan sem átti að skella á ströndum Filippseyja vegna jarðskjálftanna tveggja sem áttu sér stað suður af Taívan lét ekki á sér kræla. Japanska jarðmælingastofan hafði látið eftir sér hafa að búist væri við meters hárri flóðbylgju. Ekkert hættuástand er því vegna flóðbylgjunnar. Erlent 26.12.2006 15:57 Sex frambjóðendur valdir Allsherjarþingið í Túrkmenistan gaf settum forseta landsins, Gurbungali Berdymukhamedov, leyfi til þess að taka þátt í forsetakosningum landsins en samkvæmt stjórnarskrá þess mátti hann ekki gefa kost ár sér. Erlent 26.12.2006 15:53 Öryggisráðið heldur neyðarfund vegna Sómalíu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ákveðið að halda neyðarfund vegna bardaganna í Sómalíu undanfarna viku. 15 þjóða ráðið mun hittast klukkan átta í kvöld að íslenskum tíma og mun sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu ávarpa samkomuna. Erlent 26.12.2006 15:32 Refaveiðimenn elta lyktina af ref Breskir refaveiðimenn fjölmenntu í dag til veiða þrátt fyrir að bannað hafi verið að hundar drepi refi. Var brugðið á það ráð að dreifa lykt um veiðisvæðið og hundarnir látnir elta manngerðar lyktarslóðir. Þeir sem tóku þátt voru ekki hrifnir af því að elta bara lyktina af ref í staðinn fyrir raunverulegan ref og sögðu að öll spenna væri farin úr veiðunum. Erlent 26.12.2006 15:20 15 farast í sprengingu í Írak Bílsprengja sprakk í Bagdag í dag og fórust 15 manns og 30 særðust. Sprengingin varð í Adhamiya hverfinu í Bagdad en í því búa mestmegnis súnníar. Erlent 26.12.2006 15:06 Dælubúnaður kominn um borð í Wilson Muuga Búið er að koma slöngum og dælubúnaði um borð skipið Wilson Muuga á strandstað til að dæla olíu úr skipinu. Níu menn eru um borð meðal annars frá Landhelgsigæslunni og olíudreifingu. Innlent 26.12.2006 14:54 Aserbaídsjan vill halda Ólympíuleikanna 2016 Forseti Aserbaídsjan, Ilham Aliyev, tilkynnti í dag að þjóð sín myndi gera tilboð um að halda Ólympíuleikanna árið 2016 en hann er jafnframt forseti Ólympíunefndar landsins. Sagði hann við þetta tækifæri að „Allir vissu að Aserar væru mikil íþróttaþjóð.“ og að ef boðið tækist ekki þá myndu þeir gera annað tilboð árið 2020. Erlent 26.12.2006 14:32 Abbas og Haniyeh til viðræðna í Jórdaníu Palestínski forsætisráðherrann og einn af leiðtogum Hamas samtakanna, Ismail Haniyeh, staðfesti í dag að honum hefði verið boðið til Jórdaníu en hann sagði að engin dagsetning hefði verið sett á hugsanlegar viðræður í konungsríkinu við palestínska forsetann, Mahmoud Abbas, um að enda átök innbyrðis. Erlent 26.12.2006 14:19 Áfrýjunardómstóll staðfestir dauðadóm yfir Saddam Hússein Áfrýjunardómstóll í máli Saddams Hússeins, fyrrum forseta Íraks, hefur staðfest dauðadóminn yfir honum. Talsmaður réttarins skýrði frá þessu fyrir stuttu en búist er við að fréttamannafundur verði haldinn á næsta klukkutímanum til þess að útskýra niðurstöðu dómstólsins. Erlent 26.12.2006 13:53 Pólsk lögregla flettir ofan af eiturlyfjahring Pólsk og sænsk lögregla flettu ofan af risaeiturlyfjahring sem var við það að smygla eityrlyfjum fyrir sjö milljarða íslenskra króna en pólska lögreglan skýrði frá þessu í dag. Eiturlyfin náðust þegar verið var að reyna að smygla einu og hálfu tonni af kókaíni beint frá Kólumbíu til Póllands. Erlent 26.12.2006 13:25 Jarðskjálfi 7,2 á Richter við Taívan Jarðskálfti sem mældist 7,2 á Richter skalanum varð rétt í þessu fyrir utan suðurströnd Taívan en ekki er ljóst á þessari stundu hvort að einhverjar skemmdir hafi orðið. Japanska jarðmælingastofnunin sagði að flóðbylgja hefði myndast og hún stefndi á Filippseyjar. Erlent 26.12.2006 13:16 Kastró á batavegi Spænski læknirinn sem kúbversk yfirvöld sendu eftir til þess að gera athuganir á heilsufari Fídels Kastró sagði í dag að Kastró væri á batavegi og að hann þarfnaðist ekki fleiri aðgerða. Erlent 26.12.2006 12:49 « ‹ 269 270 271 272 273 274 275 276 277 … 334 ›
Minnka hlutinn í Daybreak Daybreak Holdco Ltd., dótturfyrirtæki 365 hf., hefur gefið út nýtt hlutafé. Vaxtaberandi skuldir 365 hf. lækka við það í um 8,1 milljarð króna. Viðskipti innlent 27.12.2006 09:30
Útsölur hafnar í Lundúnum Fólk í leit að kjarakaupum mætti snemma í biðraðir í Lundúnum í morgun en klukkan fimm um morguninn voru um 2000 manns mætt í biðröð fyrir utan Selfridges á Oxford street en sú búð ætti að vera mörgum Íslendingnum góðu kunn. Erlent 26.12.2006 20:28
Rússneskur njósnari rekinn úr landi í Kanada Yfirvöld í Kanada ráku í dag úr landi mann sem grunaður er um að hafa verið rússneskur njósnari. Maðurinn á að hafa notað falsað fæðingarvottorð til þess að komast fyrir skilríki, kennitölu og vegabréf. Ráðamenn í Kanada sögðu þetta sýna að hver sá sem virti ekki lög þeirra og ógnaði öryggi samfélagsins væri ekki ekki velkominn í landinu. Innlent 26.12.2006 20:07
Eldflaug skotið á Ísrael og 2 særðust Eldflaug var skotið frá Gazaborg í dag á Ísrael og særðust tveir í bæ í suðurhluta Ísrael og eru þeir fyrstu aðilarnir sem meiðast síðan vopnahlé gekk í garð á milli Ísraela og Palestínumanna. Talsmenn Ísraela sögðu að 13 ára drengur hefði verið annar af þeim sem særst hefðu. Erlent 26.12.2006 19:43
Fimm í varðhaldi vegna þjófnaðar Sýslumaðurinn á Akureyri hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir fimm aðilum sem grunaðir eru um innbrot og þjófnaði í tvö fyrirtæki á Akureyri. Aðfaranótt jóladags var brotist inn í verslun og stolið snjóbrettum og búnaði þeim tengdum. Innlent 26.12.2006 19:35
Allt að 500 létu lífið í slysi í Nígeríu Óttast er að allt að fimm hundruð manns hafi beðið bana þegar sprenging varð í olíuleiðslu í Lagos, stærstu borg Nígeríu, í morgun. Ræningjar stungu gat á leiðsluna í nótt og því stóðu við hana hundruð manna, sem vildu ná sér í olíu, þegar ógæfan reið yfir. Erlent 26.12.2006 19:12
Eitt mesta hellakerfi landsins fundið í Eldhrauni Ein mesta hellaþyrping landsins hefur fundist í Skaftáreldahrauni norðan Kirkjubæjarklausturs. Hellarnir, sem samtals eru yfir fimmtán kílómetra langir, hafa verið að koma í ljós í nokkrum alþjóðlegum rannsóknarleiðöngrum. Einn hellanna, tveggja kílómetra langur, þykir einstakt náttúrufyrirbæri þar sem vatn sprautast inn í hann úr sprungum í loftinu. Innlent 26.12.2006 18:56
Nýr stjórnmálaflokkur stofnaður Nýr stjórnmálaflokkur, sem fengið hefur nafnið Flokkurinn, hefur verið stofnaður. Meðal áhersluatriða er að breyta kosningakerfinu og afnema ný lög um styrki til stjórnmálaflokka. Innlent 26.12.2006 19:00
Mikið tjón í eldsvoða í Mývatnssveit í gær Mikil eyðilegging varð í bruna í Mývatnssveit í gær. Karlmaður, sem slasaðist mikið í eldsvoðanum, hefur verið fluttur á Landsspítalann til meðferðar. Hann er ekki talinn í lífshættu. Innlent 26.12.2006 18:47
Dauðadómurinn staðfestur Áfrýjunardómstóll í Írak hefur staðfest dauðadóminn yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta landsins, og verður hann að óbreyttu tekinn að lífi innan fjögurra vikna. Erlent 26.12.2006 18:25
Byrjað að dæla úr Wilson Muuga í kvöld Byrjað verður að dæla olíu úr flutningaskipinu Wilson Muuga í kvöld. Öllum dælubúnaði var komið fyrir í skipinu í dag, þar á meðal um 300 metra langri slöngu sem notuð verður til að koma olíu á tankbíla. Innlent 26.12.2006 18:44
Handtekinn eftir 20 ára leit Franska lögreglan hefur handtekið bankaræningja eftir 20 ára leit. Milhoud Hai var einn af þeim sem að rændu útibú Frakklandsbanka árið 1986 og komust þeir undan með um 17 milljónir dollara, eða um 1,2 milljarða íslenskra króna. Erlent 26.12.2006 17:58
FL Group kaupir í móðurfélagi American Airlines FL Group tilkynnti í dag að það hefði keypt 5,98% hlut í AMR sem er móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Airlines. Sagði í tilkynningunni að þeir hefðu stefnt að þessu í talsverðan tíma og hefðu eytt um 400 milljónum dollara í það, eða um 29 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti innlent 26.12.2006 18:19
Fresta fæðingum til 1. janúar 2007 Tilvonandi mæður í þýskalandi gera nú allt sem þær geta til þess að fresta fæðingu barna sinna til 1. janúar. Ástæðan fyrir þessu undarlega æði er að vegna sílækkandi fæðingartíðni í þýskalandi hafa þýsk stjórnvöld ákveðið að greiða fólki 2/3 af launum þeirra eftir skatta í allt að fjórtán mánuði en aðeins ef barn þeirra fæðist á eða eftir 1. janúar 2007. Erlent 26.12.2006 17:43
Spænskir múslimar senda páfa bréf Spænskir múslimar hafa sent Benedikt páfa bréf þar sem þeir biðja um leyfi til þess að biðja í gamalli spænskri kirkju sem fyrr á öldum var fræg moska múslima. Erlent 26.12.2006 17:19
Forseti Súdan samþykkir sameiginlegt friðargæslulið Forseti Súdan, Omar Hassan al-Bashir, hefur sagt Sameinuðu þjóðunum að hann styðji áætlun þeirra um sameiginlegt friðargæslulið SÞ og Afríkusambandsins til þess að vernda óbreytta borgara í Darfur héraði landsins. Erlent 26.12.2006 16:55
Íran þarf hugsanlega á kjarnorku að halda Íran gæti raunverulega þurft á kjarnorku að halda samkvæmt niðurstöðu nýrrar rannsóknar Alþjóðlegu Vísinda Akademíunnar. Í henni segir að Íran gæti brátt orðið uppiskroppa með olíu til útflutnings og þurfi því að þróa aðra orkulind. Erlent 26.12.2006 16:30
Veðjað á hvað verður um Potter Eftir að J.K. Rowling, höfundur Harry Potter bókanna gaf upp lokatitil seríunnar, Harry Potter og hinar heilögu vofur (e. Harry Potter and the Deathly Hallows) hafa veðmangar í Englandi tekið við mörgum veðmálum um hana. Flestir búast við því að Harry Potter láti lífið og að Voldemort verði á bak við það. Erlent 26.12.2006 16:17
Flóðbylgjan varð meters há Flóðbylgjan sem átti að skella á ströndum Filippseyja vegna jarðskjálftanna tveggja sem áttu sér stað suður af Taívan lét ekki á sér kræla. Japanska jarðmælingastofan hafði látið eftir sér hafa að búist væri við meters hárri flóðbylgju. Ekkert hættuástand er því vegna flóðbylgjunnar. Erlent 26.12.2006 15:57
Sex frambjóðendur valdir Allsherjarþingið í Túrkmenistan gaf settum forseta landsins, Gurbungali Berdymukhamedov, leyfi til þess að taka þátt í forsetakosningum landsins en samkvæmt stjórnarskrá þess mátti hann ekki gefa kost ár sér. Erlent 26.12.2006 15:53
Öryggisráðið heldur neyðarfund vegna Sómalíu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ákveðið að halda neyðarfund vegna bardaganna í Sómalíu undanfarna viku. 15 þjóða ráðið mun hittast klukkan átta í kvöld að íslenskum tíma og mun sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu ávarpa samkomuna. Erlent 26.12.2006 15:32
Refaveiðimenn elta lyktina af ref Breskir refaveiðimenn fjölmenntu í dag til veiða þrátt fyrir að bannað hafi verið að hundar drepi refi. Var brugðið á það ráð að dreifa lykt um veiðisvæðið og hundarnir látnir elta manngerðar lyktarslóðir. Þeir sem tóku þátt voru ekki hrifnir af því að elta bara lyktina af ref í staðinn fyrir raunverulegan ref og sögðu að öll spenna væri farin úr veiðunum. Erlent 26.12.2006 15:20
15 farast í sprengingu í Írak Bílsprengja sprakk í Bagdag í dag og fórust 15 manns og 30 særðust. Sprengingin varð í Adhamiya hverfinu í Bagdad en í því búa mestmegnis súnníar. Erlent 26.12.2006 15:06
Dælubúnaður kominn um borð í Wilson Muuga Búið er að koma slöngum og dælubúnaði um borð skipið Wilson Muuga á strandstað til að dæla olíu úr skipinu. Níu menn eru um borð meðal annars frá Landhelgsigæslunni og olíudreifingu. Innlent 26.12.2006 14:54
Aserbaídsjan vill halda Ólympíuleikanna 2016 Forseti Aserbaídsjan, Ilham Aliyev, tilkynnti í dag að þjóð sín myndi gera tilboð um að halda Ólympíuleikanna árið 2016 en hann er jafnframt forseti Ólympíunefndar landsins. Sagði hann við þetta tækifæri að „Allir vissu að Aserar væru mikil íþróttaþjóð.“ og að ef boðið tækist ekki þá myndu þeir gera annað tilboð árið 2020. Erlent 26.12.2006 14:32
Abbas og Haniyeh til viðræðna í Jórdaníu Palestínski forsætisráðherrann og einn af leiðtogum Hamas samtakanna, Ismail Haniyeh, staðfesti í dag að honum hefði verið boðið til Jórdaníu en hann sagði að engin dagsetning hefði verið sett á hugsanlegar viðræður í konungsríkinu við palestínska forsetann, Mahmoud Abbas, um að enda átök innbyrðis. Erlent 26.12.2006 14:19
Áfrýjunardómstóll staðfestir dauðadóm yfir Saddam Hússein Áfrýjunardómstóll í máli Saddams Hússeins, fyrrum forseta Íraks, hefur staðfest dauðadóminn yfir honum. Talsmaður réttarins skýrði frá þessu fyrir stuttu en búist er við að fréttamannafundur verði haldinn á næsta klukkutímanum til þess að útskýra niðurstöðu dómstólsins. Erlent 26.12.2006 13:53
Pólsk lögregla flettir ofan af eiturlyfjahring Pólsk og sænsk lögregla flettu ofan af risaeiturlyfjahring sem var við það að smygla eityrlyfjum fyrir sjö milljarða íslenskra króna en pólska lögreglan skýrði frá þessu í dag. Eiturlyfin náðust þegar verið var að reyna að smygla einu og hálfu tonni af kókaíni beint frá Kólumbíu til Póllands. Erlent 26.12.2006 13:25
Jarðskjálfi 7,2 á Richter við Taívan Jarðskálfti sem mældist 7,2 á Richter skalanum varð rétt í þessu fyrir utan suðurströnd Taívan en ekki er ljóst á þessari stundu hvort að einhverjar skemmdir hafi orðið. Japanska jarðmælingastofnunin sagði að flóðbylgja hefði myndast og hún stefndi á Filippseyjar. Erlent 26.12.2006 13:16
Kastró á batavegi Spænski læknirinn sem kúbversk yfirvöld sendu eftir til þess að gera athuganir á heilsufari Fídels Kastró sagði í dag að Kastró væri á batavegi og að hann þarfnaðist ekki fleiri aðgerða. Erlent 26.12.2006 12:49